1. Nýir bílar
  2. RZ
  3. The Drive Is Everything
  4. A New Way to Drive
Lexus á Íslandi

EIGINLEIKAR RZ

NÝ TEGUND AKSTURS

EIGINLEIKAR RZ

TAZUNA-ÖKUMANNSRÝMI

Ökumannsrými RZ 450e ber merki áræðinnar þróunar á Tazuna-hugmyndafræðinni þar sem staða ökumannsins við stýrið er nákvæmlega tengd við uppröðun mæla, stjórntækja og snertiskjás til að skapa rými þar sem aðeins þarf lágmarkshreyfingu handa og augna til að stjórna bílnum. Innblásturinn er fenginn frá litlum hreyfiskipunum sem reiðmenn beita þegar þeir taka í taumana hjá hestum til að stjórna þeim.

*Hönnun fiðrildalaga gripstýrisins er ekki lokið. Væntanleg kynning frá og með 2025.
EIGINLEIKAR RZ

VINNUVISTFRÆÐILEG HÖNNUN

Staðsetning sjónlínuskjásins og 14 tommu margmiðlunarskjásins hefur verið sérstillt til að hámarka nýtingu þeirra og mælaborðið er lægra til að bæta enn frekar útsýni ökumannsins. Snyrtilegt og einfalt útlitið er búið færri einingum og skreytingum en þær sem sjást eru úr úrvalsefnum. Á miðstokknum er að finna nýja skífustýringu fyrir rafrænu gírskiptinguna sem undirstrikar einfaldleika heildarhönnunarinnar.
EIGINLEIKAR RZ

FIÐRILDALAGA GRIPSTÝRIÐ

Til að fá enn öflugri aksturseiginleika skaltu velja fiðrildalaga gripstýrið (One Motion Grip) sem aukabúnað, leiðslutengt stýriskerfi með stýrisklafa. 

*Hönnun fiðrildalaga gripstýrisins er ekki lokið. Væntanleg kynning frá og með 2025.