1. Nýir bílar
 2. RZ
 3. The Drive Is Everything
Lexus á Íslandi
AKSTURINN SKIPTIR ÖLLU MÁLI

RZ

ALLT SNÝST UM AFÞREYINGU

Upplifðu margmiðlun sem er meira en bara skemmtun með nýja RZ. Með leiðandi tækni og eiginleikum eins og “Hei Lexus” raddaðstoðinni okkar og sjónlínuskjá, upplifðu ferðalag sem er sniðið að ökumanninum.

NÝR LEXUS RZ 450e

Í RZ býr meira en tölurnar segja til um. Þetta er rafknúinn akstur eins og hann gerist bestur, í bíl sem ber af, rennir mjúklega í beygjurnar og er með meira en 400 km drægni samkvæmt WLTP-prófun.

 • GERÐ YFIRBYGGINGAR
  Sportjeppi
 • SÆTI
  5
NÝR LEXUS RZ 450e

KRAFTMIKIÐ YFIRBRAGÐ

Glæsileg hönnun Lexus RZ 450e er nútímaleg og spennandi. Ný snældulaga yfirbyggingin er rennileg og fáguð og breið staðan grípur augað frá fyrstu stundu. Mótaðar línur eru til marks um sportlegt yfirbragð. Áberandi útlit RZ er hannað til að veita lúxus upplifun.

 • RAFMAGNAÐUR OG SPENNANDI
 • ÓTROÐNAR SLÓÐIR
 • NÚTÍMALEGUR LÚXUS
RZ AÐ UTAN

MÖGULEIKAR NÝTTIR

RZ er fyrsti Lexus-rafbíllinn (BEV) sem er hannaður frá grunni. Hann nýtir alla spennandi möguleikana sem felast í nýrri tækni til að auka afköst og akstursánægju. Lipur og notandavænn bíllinn einkennist af öryggi, stöðugleika og þægindum.

YTRA BYRÐI RZ

KRAFTUR OG JAFNVÆGI

Þar sem RZ hefur ekki bensínvél getur vélarhlíf RZ verið lægri sem gerir hann enn straumlínulagaðri. Hliðarnar flæða og teygja sig í átt að afturhlutanum sem gefur kraftmikið yfirbragð. Skarpar línur framhlutans eru í senn kraftmiklar og líflegar.

YTRA BYRÐI RZ

TENGING BÍLS OG ÖKUMANNS

RZ er með nýja DIRECT4-kerfið. Þessi sérstaka og snjalla tækni veitir stöðugt jafnvægi spyrnu fyrir e-Axle að framan og aftan sem skilar hljóðlátum, sparneytnum og hnökralausum drifkrafti. Þetta gerir aksturinn áhyggjulausan og þægilegan.

YTRA BYRÐI RZ

RAFMÖGNUÐ NÆRVERA

Sama hvaðan litið er á hann er RZ til marks um framtíð „rafmagnaðra“ Lexus-bíla. Hann er rennilegur og glæsilegur með sportlegt yfirbragð og líður um göturnar til heiðurs merkum forverum sínum.

NÝR LEXUS RZ 450e

VANDAÐ FARÞEGARÝMI

Með ljómandi áhrifum ljósabreytingar og glæsilegri, nútímalegri Tazuna-hönnun ökumannsrýmisins veitir innanrými RZ innsýn í framtíðina.

 • LIST OG HANDVERK
 • GLÆSILEGT OG NÚTÍMALEGT
 • EINSTÖK ÞÆGINDI
INNANRÝMI RZ

EINSTAKT FYRIR ÞIG

Akstur RZ er einstaklega lipur og áreynslulaus. Glæsilegt Tazuna-ökumannsrýmið einkennist af fallegri hönnun með tilgang. Mælar og hnappar eru staðsettir í sjónlínu ökumannsins. Væntanleg kynning frá og með 2025.

INNANRÝMI RZ

OMOTENASHI

Innanrýmið er hannað út frá Omotenashi-hugmyndafræðinni sem einkennist af japanskri hefð fyrir gestrisni þar sem leitast er við að sjá þarfir gestanna fyrir. Þetta má upplifa með snjallstýrðum, rafknúnum þakglugga sem hægt er að skyggja, geislahitagjöfum og öðrum stjórntækjum.

INNANRÝMI RZ

STAFRÆN UMBREYTING

Nýjasta kynslóð af Lexus Safety System+ býður upp á óviðjafnanlega snjallvernd. Stór 14" snertiskjárinn er miðstöð fyrir spennandi margmiðlunar- og tengimöguleika. Á meðal eiginleika í Lexus Link-forritinu* er staðsetningarleit fyrir hleðslustöðvar um alla Evrópu. *Væntanlegt

INNANRÝMI RZ

RÓLEGAR STUNDIR

RZ býður upp á þægindi sem fylgja þér allt ferðalagið. Þú getur nánast séð fyrir þér handverksfólkið hjá Lexus sem nostrar við sérhvert smáatriði.

NÝR LEXUS RZ 450e

ÞETTA ER LEXUS RAFVÆÐING

RZ 450e

LEXUS RAFVÆÐING

Lexus hefur vísað veginn í átt að rafvæðingu lúxusbíla í næstum 20 ár. Bílarnir okkar skara fram úr vegna fágunar, raunverulegra gæða og áreiðanleika. Rafvæðing Lexus hófst með framleiðslu Hybrid bíla sem innihalda rafmagnsvél og bensínvél. Í RZ skiptir aksturinn öllu máli, bíllinn bregst tafarlaust við öllum skipunum og myndar einstök tengsl á milli ökutækis og ökumanns. Þú skilur hvaða þýðingu það hefur ef þú prófar.

RZ 450e

AUÐVELDARA AÐ EIGA BÍL

Það er einstök upplifun að eiga Lexus RZ og þess vegna höfum við gert þá upplifun einfalda og aðgengilega. Hluti af því er 3 ára þjónusta og 7 ára ábyrgð Lexus sem veitir þér algjöra hugarró. Allt frá fjármögnun til trygginga og viðhalds gerir Lexus þér kleift að einbeita þér að akstrinum frekar en smáatriðunum.

RZ 450e

RAFVÆDD FRAMTÍÐ

Með stóru hleðsluneti sem heldur áfram að þenjast út um alla Evrópu er rafvædd framtíð komin til að vera. Upplifðu brautryðjandi nýjungar, lækkaðan rekstrarkostnað, tengjanleika og frammistöðu sem fer betur með jörðina okkar. Kannaðu betur hvernig þinn RZ virkar og hvernig hann breytir aksturslagi þínu.