1. Nýir bílar
  2. RZ
  3. The Drive Is Everything
  4. Stunning Looks
Lexus á Íslandi

EIGINLEIKAR RZ

GLÆSILEGT ÚTLIT

EIGINLEIKAR RZ

FJÓRFÖLD LED-AÐALLJÓS

Þar sem RZ hefur ekki bensínvél getur vélarhlíf RZ verið lægri og með minni loftinntök. Einkennandi snældulögun Lexus er notuð í þrívídd og myndar þannig nýjar og einfaldar útlínur. Stílhrein, fjórföld LED-aðalljós falla inn í snældulaga yfirbygginguna til að mynda samræmt yfirbragð.
EIGINLEIKAR RZ

LED-AFTURLJÓS

Afturhluti RZ státar af löngum LED-ljósaborða sem er jafn breiður og bíllinn. Skarpar og mínimalískar línur gefa yfirbragð einfaldleika og nákvæmni þar sem nýtt og áberandi Lexus-merki nýtur sín vel.
EIGINLEIKAR RZ

FYRSTA TVÍLITA YFIRBYGGING LEXUS

Vegna aukins sveigjanleika í hönnun er nú hægt að framleiða sterklegri frambretti. Áhrifin verða enn meiri í samspili við fyrstu tvílitu yfirbyggingu Lexus sem er í boði, þar sem brettið er framlenging á svörtum hluta yfirbyggingarinnar frá þakinu að vélarhlífinni.
EIGINLEIKAR RZ

KRAFTMIKLAR ÚTLÍNUR

Frá hlið má sjá sterklegar útlínur og breiða stöðu bílsins þar sem línurnar flæða í átt að afturhlutanum. Afturhlutinn beinir athyglinni að þægilegu rými bílsins og kraftmiklum aksturseiginleikunum. Hjólhafið er 2.850 mm sem eykur enn á áhrifin sem felast í lágri þyngdarmiðju og framúrskarandi stöðugleika.