1. Nýir bílar
  2. LBX World Premiere
  3. Performance & Powertrain
Lexus á Íslandi

KRAFTMIKLIR AKSTURSEIGINLEIKAR: NÝ HÖNNUN LEXUS

LBX er fyrsta Lexus-gerðin sem er byggð á útfærslu af heildrænu byggingarlagi GA-B smábílsins. Það hefur verið lagað að kröfum Lexus til að kalla fram helsta ávinning lágrar þyngdarmiðju, mikillar sporvíddar, lítillar skögunar og einstaklega stífrar yfirbyggingar. Þessir eiginleikar leggja grunninn að skemmtilegum aksturseiginleikum bílsins og tryggja einstakan Lexus-akstur þrátt fyrir að bíllinn sé sá nettasti hingað til. Þannig skapast náttúruleg tenging milli ökumanns og bíls sem tryggir öryggi, stjórn og þægindi öllum stundum.

Yfirverkfræðingurinn Endoh útskýrir: „Til að ökumaður upplifi hina einstöku Lexus-tilfinningu fyrir fullkominni tengingu við bílinn höfum við lagt áherslu á að ná fram liprum akstri sem hámarkar ávinninginn af þessum netta og létta bíl. Á sama tíma lögðum við meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á að bæta grundvallareiginleikana án þess að treysta á rafrænar stýringar.“

Rafstýrða hemlakerfið býr yfir hæðarstillingu. Þannig jafnast hemlunarkraftur að framan og aftan sjálfkrafa sem kemur í veg fyrir skopp og tryggir línuleg og örugg afköst. Með þessu móti er einnig dregið úr veltingi í beygjum þannig að bíllinn er þægilegur og stöðugur með lágmarkstitringi.

NÝ KYNSLÓÐ LEXUS HYBRID DRIVE

LBX er knúinn nýrri kynslóð sjálfhlaðandi Lexus hybrid-rafkerfis með nettri og léttri 1,5 lítra þriggja strokka vél. Helstu hybrid-kerfishlutarnir, þar á meðal sambyggði gírkassinn og drifið ásamt stjórntölvunni, hafa verið endurhannaðir verulega til að auka sparneytni, draga úr rýrnun, þyngd og stærð. Einnig er komin ný afkastamikil tvískauta nikkel-málmhýdríðrafhlaða (NiMH) með litlu viðnámi sem styður við rafmótorinn við inngjöf og eykur akstursgetu á rafmagni.

Aflrásin veitir ánægjulegan akstur með öruggri stjórn og línulegri hröðunartilfinningu sem svarar inngjafarfótstiginu fullkomlega bæði innanbæjar og á hlykkjóttum sveitavegum. Hybrid-kerfisstjórnin tryggir aksturseiginleika í samræmi við vélarhljóð og inngjöf. Með endurbættu hybrid-kerfi má njóta hraðari og lengri aksturs á rafmagni eingöngu og hámarka sparneytni LBX-bílsins.

Ósviknir jeppaeiginleikar LBX-bílsins fela í sér E-Four aldrif Lexus, þar sem kynntur er til sögunnar aukarafmótor á afturöxlinum. Þegar ekið er út úr stæði, beygt og ekið á yfirborði þar sem grip er lítið beinir kerfið akstursátakinu sjálfkrafa að afturhjólunum, sem heldur bílnum stöðugum og eykur öryggi.

Fágun LBX-bílsins má meðal annars sjá í þeim aðgerðum sem Lexus hefur beitt til að draga úr hávaða og titringi. Meðal annars hefur sveifludeyfi verið bætt við vélina til að draga úr titringi sem annars kynni að auka drunur í farþegarýminu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á hurðirnar þar sem hljóðdeyfandi fóðri hefur verið komið fyrir til að draga úr hávaða af völdum hátíðnihljóða en auka um leið styrk lágtíðnihljóða, sem gefur sérstakt og þægilegt hljóð.