Lexus á Íslandi

HNÖKRALAUS MARGMIÐLUN OG PREMIUM-UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

LBX-bíllinn er búinn nýjasta Lexus Link Connect-kerfinu sem er stjórnað með 9,8 tommu snertiskjá.

Kerfið býður upp á leiðsögukerfi í skýinu, sem gerir notendum kleift að setja fram nákvæma ferðaáætlun með rauntímaupplýsingum um umferðarástand og -tafir. „Hey Lexus“-raddaðstoð sem bregst við raddskipunum bæði frá ökumanni og farþega í framsæti veitir enn meiri þægindi.

Samþætting við snjallsíma er virkjuð með þráðlausri tengingu eða snúrutengingu fyrir Apple CarPlay, eða með snúrutengingu fyrir Android Auto. Valfrjáls stafrænn lykill eykur enn á þægindin. Þannig geta eigendur notað snjallsímann til að opna og ræsa bílinn, því að hann er samhæfur við bæði Apple- og Android-snjallsíma. Ekki þarf að taka símann upp úr töskunni eða vasanum, það er nóg að hafa hann á sér. Einnig er hægt að deila stafræna lyklinum þegar aðrir þurfa að komast í bílinn eða aka honum.

Í samræmi við nýjustu gerðir Lexus býður LBX-bíllinn upp á hnökralausar hugbúnaðaruppfærslur á margmiðlunar- og öryggiskerfum sínum; þannig geta eigendur notið góðs af uppfærslum án þess að þurfa að koma á verkstæði Lexus.

Mark Levinson, samstarfsaðili Lexus á sviði hljómtækja, hefur hannað valkvætt úrvalskerfi fyrir bílinn með 13 hátölurum sem öllum hefur verið komið fyrir með úthugsuðum hætti. Þar á meðal er bassahátalari innbyggður í afturhlerann, svo þannig tapast ekkert pláss í farangursrýminu.

SNJALLÖRYGGI OG -AKSTURSAÐSTOÐ

LBX-bíllinn nýtur alhliða öryggis- og akstursaðstoðar nýjustu kynslóðar Lexus Safety System +. Því býr bíllinn yfir mörgum kerfum sem nema slysahættu, gera ökumanni viðvart og grípa inn í með sjálfkrafa stýringu, hemlun og átaksstýringu ef þörf krefur til að koma í veg fyrir árekstur eða draga úr afleiðingum áreksturs. Lykilþættir þessara kerfa eru meðal annars árekstrarviðvörunarkerfi með beygjuaðstoð fyrir gatnamót, ratsjárhraðastillir, akreinarakning/akreinastýring og umferðarskiltaaðstoð. Meðal annarra þátta sem bæta öryggi í akstri og aksturseiginleika ásamt því að draga úr álagi á ökumanninn má nefna rafdrifna dyraopnunarkerfið frá Lexus með aðstoðarkerfi fyrir örugga útgöngu, ökumannsskynjara, IPS-bílastæðisskynjara með sjálfvirkri hemlun, umferðarskynjara að aftan og blindsvæðisskynjara.

Aukið öryggi er í boði sem valbúnaður þar sem kynntir eru til sögunnar eiginleikar á borð við umferðarskynjarakerfi að framan og yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum. Fjarstýrð bílastæðaaðstoð getur dregið verulega úr álaginu við að leggja bílnum í þröng stæði; hún gerir ökumanni meira að segja kleift að leggja bílnum úr fjarlægð með snjallsímanum.

Ökumaðurinn fær betra skyggni við erfið veðurskilyrði með nýjum rúðuþurrkuörmum sem komu fyrst fram í flaggskipum Lexus, LC- og LS-bílunum. Rúðuþurrkuarmarnir dreifa rúðuvökva beint úr þurrkunni sjálfri sem tryggir góð og snögg framrúðuþrif.