HNÖKRALAUS MARGMIÐLUN OG PREMIUM-UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
LBX-bíllinn er búinn nýjasta Lexus Link Connect-kerfinu sem er stjórnað með 9,8 tommu snertiskjá.
Kerfið býður upp á leiðsögukerfi í skýinu, sem gerir notendum kleift að setja fram nákvæma ferðaáætlun með rauntímaupplýsingum um umferðarástand og -tafir. „Hey Lexus“-raddaðstoð sem bregst við raddskipunum bæði frá ökumanni og farþega í framsæti veitir enn meiri þægindi.
Samþætting við snjallsíma er virkjuð með þráðlausri tengingu eða snúrutengingu fyrir Apple CarPlay, eða með snúrutengingu fyrir Android Auto. Valfrjáls stafrænn lykill eykur enn á þægindin. Þannig geta eigendur notað snjallsímann til að opna og ræsa bílinn, því að hann er samhæfur við bæði Apple- og Android-snjallsíma. Ekki þarf að taka símann upp úr töskunni eða vasanum, það er nóg að hafa hann á sér. Einnig er hægt að deila stafræna lyklinum þegar aðrir þurfa að komast í bílinn eða aka honum.
Í samræmi við nýjustu gerðir Lexus býður LBX-bíllinn upp á hnökralausar hugbúnaðaruppfærslur á margmiðlunar- og öryggiskerfum sínum; þannig geta eigendur notið góðs af uppfærslum án þess að þurfa að koma á verkstæði Lexus.
Mark Levinson, samstarfsaðili Lexus á sviði hljómtækja, hefur hannað valkvætt úrvalskerfi fyrir bílinn með 13 hátölurum sem öllum hefur verið komið fyrir með úthugsuðum hætti. Þar á meðal er bassahátalari innbyggður í afturhlerann, svo þannig tapast ekkert pláss í farangursrýminu.