Lexus á Íslandi

HÖNNUN YTRA BYRÐIS: NÝTT ÚTLIT LEXUS

Markmið Lexus var að hanna bíl sem hefur afslappað yfirbragð fremur en formlegt, og um leið einstakan áreynslulausan stíl sem auðvelt er að tengja við. Eftirtektarverðasta hönnunarbreytingin er nýtt útlit að framan sem „brýtur upp“ snældulaga grillið – einkennismerki síðasta áratugar – og leiðir Lexus inn í nýtt upphaf.

Hnökralaust og rammalaust grillið myndar línurnar í snældulaga yfirbyggingu LBX-bílsins og stuðlar að sterkri og kraftmikilli útgeislun. Straumlínulögunin tryggir mjúkt loftstreymi yfir og umhverfis bílinn. Hin nýja hönnun aðalljósanna skapar sterk sjónræn áhrif með tvívirkum innbyggðum dag- og stefnuljósum. Með þessu nýja fyrirkomulagi hefur einkennandi L-lögun ljósanna verið breytt til að vísa út frekar en inn á við til að passa við stefnu hvors stefnuljóss.

Afturhluti bílsins hefur einnig sterka útgeislun. Númeraplatan hefur verið færð niður á stuðarann, þannig nýtur LEXUS-áritunin á afturhleranum sín enn betur. Á sama hátt hefur nýjasta þróunin á einkennandi L-laga ljósastiku Lexus meiri sjónræn áhrif þar sem stefnuljósin og bakkljósin hafa látlausa nærveru þegar slökkt er á þeim.

Lágstæð vélarhlífin, listar sem falla vel að yfirbyggingunni, þakvindskeið að aftan og nákvæm hönnun ljósasamstæðnanna draga úr loftmótstöðu og auka sparneytni, stöðugleika og viðbragðsflýti LBX-bílsins. Við litaval að utan má velja milli skærra litatóna og „sonic“-áferðar Lexus með djúpum gljáa. LBX Emotion- og LBX Cool-útgáfurnar er hægt að fá með tvílituðu lakki þar sem hvaða litur sem er kallast á við svart þak.

Lágstæð vélarhlífin, listar sem falla vel að yfirbyggingunni, þakvindskeið að aftan og nákvæm hönnun ljósasamstæðnanna draga úr loftmótstöðu og auka sparneytni, stöðugleika og viðbragðsflýti LBX-bílsins. Við litaval að utan má velja milli skærra litatóna og „sonic“-áferðar Lexus með djúpum gljáa. LBX Emotion- og LBX Cool-útgáfurnar er hægt að fá með tvílituðu lakki þar sem hvaða litur sem er kallast á við svart þak.

HÖNNUN INNANRÝMIS: EINFALDLEIKI OG GLÆSILEIKI, HANDVERK OG GÆÐI

Hönnuðir Lexus leituðust við að skapa einfalt og fágað innanrými sem skapar yfirbragð bíls í dýrari flokki. Þessi áhrif byggjast á þremur lykilþáttum: mikilli yfirsýn með óhindruðu útsýni og einföldu, sléttu mælaborði; tilfinningu fyrir breiðu innanrými; og áberandi miðstokki.

Mikil gæði og næmi fyrir smáatriðum koma fram í vali á áklæðum og klæðningum sem veita bæði sjónræna og áþreifanlega ánægju. Auk hágæða hálf-anilínleðurs má einnig fá grænkeravænt innanrými þar sem notað er gervileður og -efni fyrir sætisáklæði og stýri, gírstöng og hurðarklæðningar. LBX-bíllinn er einnig með nýjar kolalitaðar Tsuyusami-klæðningar, búnar til með nýrri marglaga filmutækni sem gefur mjög fallega og djúpa áferð. Lýsingin eykur enn á Omotenashi-áhrifin og tekur vel á móti jafnt bílstjóra og farþegum. Lýsingin leggur áherslu á mismunandi hluta farþegarýmisins og býður upp á 50 litavalkosti sem flokkast í ákveðin þemu til að kalla fram mismunandi stemningu.

Ökumannsrýmið er útfærsla á Tazuna-hugmynd Lexus, sem kom fyrst fram í millistóra NX-jeppanum. Helstu stjórnhnappar ásamt upplýsingagjöf eru næst ökumanninum, því krefst notkun þeirra eingöngu handa- og augnhreyfinga í lágmarki. Því getur ökumaðurinn einbeitt sér að akstrinum með lágmarkstruflunum. Staða og horn stýrisins hafa verið nákvæmlega reiknuð út til að ökumaðurinn finni fyrir sem mestri stjórn.

Til að tryggja umfangsmikið og gott útsýni er hönnun lárétta mælaborðsins bæði hrein og einföld. Mælaborðið rennur inn í hurðarbyrðið báðum megin og umvefur þannig bæði ökumann og farþega í framsæti. Samfelld línan sem þannig myndast hjálpar ökumanninum einnig að skynja umfang veltings í beygjum. Mjaðmir ökumanns sitja lágt sem eykur á tengingu ökumanns og bíls, og um leið er nægt hnépláss. Til að tryggja gott útsýni fyrir alla sitja aftursætin örlítið hærra en framsætin.

Farangursrýmið er allt að 332 lítrar (FWD-gerðir með aftursætum á sínum stað) – sem veitir nægilegt pláss fyrir tvær 75 lítra töskur undir farangurshlífinni.