HÖNNUN YTRA BYRÐIS: NÝTT ÚTLIT LEXUS
Markmið Lexus var að hanna bíl sem hefur afslappað yfirbragð fremur en formlegt, og um leið einstakan áreynslulausan stíl sem auðvelt er að tengja við. Eftirtektarverðasta hönnunarbreytingin er nýtt útlit að framan sem „brýtur upp“ snældulaga grillið – einkennismerki síðasta áratugar – og leiðir Lexus inn í nýtt upphaf.
Hnökralaust og rammalaust grillið myndar línurnar í snældulaga yfirbyggingu LBX-bílsins og stuðlar að sterkri og kraftmikilli útgeislun. Straumlínulögunin tryggir mjúkt loftstreymi yfir og umhverfis bílinn. Hin nýja hönnun aðalljósanna skapar sterk sjónræn áhrif með tvívirkum innbyggðum dag- og stefnuljósum. Með þessu nýja fyrirkomulagi hefur einkennandi L-lögun ljósanna verið breytt til að vísa út frekar en inn á við til að passa við stefnu hvors stefnuljóss.
Afturhluti bílsins hefur einnig sterka útgeislun. Númeraplatan hefur verið færð niður á stuðarann, þannig nýtur LEXUS-áritunin á afturhleranum sín enn betur. Á sama hátt hefur nýjasta þróunin á einkennandi L-laga ljósastiku Lexus meiri sjónræn áhrif þar sem stefnuljósin og bakkljósin hafa látlausa nærveru þegar slökkt er á þeim.
Lágstæð vélarhlífin, listar sem falla vel að yfirbyggingunni, þakvindskeið að aftan og nákvæm hönnun ljósasamstæðnanna draga úr loftmótstöðu og auka sparneytni, stöðugleika og viðbragðsflýti LBX-bílsins. Við litaval að utan má velja milli skærra litatóna og „sonic“-áferðar Lexus með djúpum gljáa. LBX Emotion- og LBX Cool-útgáfurnar er hægt að fá með tvílituðu lakki þar sem hvaða litur sem er kallast á við svart þak.
Lágstæð vélarhlífin, listar sem falla vel að yfirbyggingunni, þakvindskeið að aftan og nákvæm hönnun ljósasamstæðnanna draga úr loftmótstöðu og auka sparneytni, stöðugleika og viðbragðsflýti LBX-bílsins. Við litaval að utan má velja milli skærra litatóna og „sonic“-áferðar Lexus með djúpum gljáa. LBX Emotion- og LBX Cool-útgáfurnar er hægt að fá með tvílituðu lakki þar sem hvaða litur sem er kallast á við svart þak.