1. Nýir bílar
  2. All-New LBX
Lexus á Íslandi
LEXUS

LBX

EINSTÖK UPPLIFUN Á HVERJUM DEGI

Sjálfhlaðandi LBX hybrid-bíllinn er ný og frumleg nálgun á hversdagsakstur og sameinar afkastagetu og lipurð, fyrirhafnalaust og frábærlega. Í þessum netta og fyrirferðarlitla lúxusbíl er enginn afsláttur gefinn af hinum rómuðu Lexus-gæðum, heldur er þeim skilað í nýjum og einstökum búningi. Þessi bíll er allt nema hversdagslegur.

Lexus LBX driving in a town

NÝR LEXUS

LBX er nettasti Lexus SUV-bíllinn hingað til en hefur þó yfirbragð stærri bíls, sem gerir hann einstakan. Hann er knúinn nýrri kynslóð af sjálfhlaðandi Lexus hybrid kerfi sem gefur þér kost á að velja á milli framhjóladrifs eða aldrifs á einfaldan hátt.

  • GERÐ YFIRBYGGINGAR
    Smájeppi
  • SÆTI
    5
  • ÚTFÆRSLUR
    5

VELDU ÞAÐ SEM ÞÚ VILT SKOÐA

NÝTT ÚTLIT HJÁ LEXUS

Kynntu þér einstakan stíl og yfirbragð LBX og kíktu á myndir af innanrými og ytra byrði

 

VERTU MEÐ Í LBX-UPPLIFUNINNI

Finndu þá LBX-útfærslu sem hentar þér með því að fá aðgang að sérsniðnu efni

 

FRAMFARIR Í ÁTT AÐ FULLKOMNUN

Kynntu þér óviðjafnanlega tengigetu, margmiðlunareiginleika og öryggisbúnað LBX-bílsins.

 

GERÐU AKSTURINN ENN MAGNAÐRI

Fáðu að vita meira um vellíðan, þægindi og afköst með LBX

 

BYRJAÐU ÞÍNA LBX-ÆVINTÝRAFERÐ

Hvað er þá næst? Skráðu þig í áskrift að LBX-fréttabréfinu og pantaðu þinn LBX-bíl á netinu strax í dag.

NÝTT LEXUS-ÚTLIT

NÝIR TÍMAR Í HÖNNUN

Ný hönnun. Nýjar skilgreiningar. Nú göngum við enn lengra og gerum enn betur. Við höfum endurhugsað einkennandi hönnunarþætti og þessi magnaði LBX skartar nýju og djarflegu útliti að framan sem leiðir Lexus inn á nýtt hönnunartímabil með nýrri ásýnd, allt frá mótuðum útlínum ytra byrðisins til einstakra blæbrigða í innanrýminu.

GLÆSILEG NÝ HÖNNUN

ALLT ANNAÐ EN HEFÐBUNDINN

Fallegar nýjungar í hönnun, svo sem rammalaust snældulaga grill, öfug L-laga aðalljós, stórar 18“ álfelgur og tvílitað lakk fanga athyglina og skapa eftirvæntingu við fyrstu sýn.

YTRA BYRÐI ÚT FYRIR ÖLL MÖRK

NETTUR EN SAMT SVO STÓR

Hver sagði að nettur bíll gæti ekki haft mikil áhrif? Takumi-meistararnir okkar hafa skapað Lexus sem býr yfir sama krafti og stærri sportjeppar. Glæsileg og fáguð yfirbyggingin gera að verkum að hann á vel heima í borginni sem og úti á sveitavegum.

EINSTAKUR AÐ INNAN SEM UTAN

HVORKI SÆTI NÉ SAUMAR ÓSNERTIR

LBX-bíllinn leyfir þér að vera eins og þú ert. Þú tjáir þinn persónulega stíl með miklu úrvali lita og efna, þar með talið vegan-efnum í innanrýminu. Takumi-handverksfólkið hefur gert mannlegt handbragð að list og tryggir að hvert smáatriði sé einstaklega vandað, allt frá saumunu

GLÆSILEGT OG PERSÓNULEGT

ÞÍN BÍÐUR ÞÆGILEGT FAÐMLAG

Þú upplifir umhyggju og þægindi þegar þú sest inn í breitt Tazuna-ökumannsrýmið. Það er hannað til að auka stjórn ökumanns þar sem þú færð stærra sjónsvið en búast mætti við. Þú stjórnar síðan stemningunni í farþegarými LBX með vali um 64 lita lýsingu.

    
KYNNTU ÞÉR EINSTAKA VALKOSTI

KYNNTU ÞÉR MISMUNANDI LBX-ÚTFÆRSLUR

LBX-bíllinn frá Lexus hefur ótal víddir. Hann er búinn til fyrir margs konar lífsstíl og einstaka persónuleika og þess vegna eru ólíkar útgáfur í boði, hver og ein með mismunandi liti að utan og stíl í innanrými. Í hinum einstaka heimi LBX nefnast þetta útfærslur. Hvaða LBX-útfærslu langar þig að keyra?

SKOÐA SÉRSNIÐIÐ EFNI

TAKA ÞÁTT Í LBX-UPPLIFUNINNI

Rear view of the Lexus LBX
A person in the doorway of a Lexus LBX
STÍLVALSKÖNNUN

HVAÐA LBX-BÍLL HENTAR ÞÍNUM STÍL?

Óformleg? Þversagnakennd? Lituð af borginni? Það er til LBX sem er sérsniðinn að þínum þörfum, sama hvaða blæbrigði felast í einstakri upplifun á hverjum degi hjá þér. Til að finna fullkomna LBX-útfærslu fyrir þig skaltu taka þátt í stuttu lífsstílsmiðuðu stílvalskönnuninni okkar.

Lexus LBX driving on a city street
LBX 360-UPPLIFUNIN

FARA Í SÝNDARSKOÐUNARFERÐ

Ertu til í að skoða LBX betur? Farðu í sýndarskoðunarferð til að sjá ytra byrði og innanrými LBX með 360-upplifuninni og settu saman LBX-útfærslu sem endurspeglar þig áður en þú pantar á netinu.

FRAMFARIR Í ÁTT AÐ FULLKOMNUN

TÆKNI SEM MIÐAST VIÐ ÞIG

Í nýja LBX-bílnum er lúxus meira en bara þægileg sæti. LBX býður upp á eiginleika og tækni sem fæstir búast við enda er hér hvergi slegið af lúxuskröfunum heldur boðið upp á framúrskarandi öryggisbúnað, tengimöguleika og margmiðlunarkerfi.

LEXUS SAFETY SYSTEM +

ÖRYGGIÐ SETT Á ODDINN

Þriðju kynslóðar Lexus Safety System + auðveldar öruggan akstur. Akstursaðstoð bregst við til að koma í veg fyrir árekstur auk þess sem aðstoðarkerfi fyrir örugga útgöngu hindrar dyr í að opnast þegar það er ekki öruggt.

EINFÖLD UPPSETNING

SNJÖLL YFIRSÝN

Tazuna-ökumannsrýmið er hannað í kringum þarfir ökumannsins og færir þér fulla stjórn. Sjónlínuskjárinn birtir upplýsingar á framrúðunni í öruggri augnhæð og stafrænn 12,3“ mælaskjár Lexus breytist eftir því hvaða akstursstillingu þú hefur valið.

LEXUS LINK+

FJÖLBREYTTAR TENGINGAR

Með Lexus Link+ er auðveldara en nokkru sinni að vera í góðu sambandi og hafa fullkomna stjórn á bílnum. Með appinu geturðu til dæmis forstillt hitastig í bílnum, ekið af stað í heitum bíl á köldum degi.

MARK LEVINSON-HÁGÆÐAHLJÓÐKERFI

FYRSTA FLOKKS HLJÓMGÆÐI

Búðu til alveg sérstakan hljóðheim með Mark Levinson. Hljómur tónlistarinnar er bættur og skerptur til að komast sem næst upprunalegu upptökunum. Þannig getur þú ekið í ósviknum lúxushljómi með 13 hátölurum sem komið er fyrir á bestu mögulegu stöðum.

AUÐGAÐU AKSTURINN

ÁÐUR ÓÞEKKT AKSTURSÁNÆGJA

LBX er bandamaður á strætum borgarinnar og hlykkjóttum sveitavegum sem þyrstir í að kanna nýjar slóðir. Upplifðu aukna stjórn á daglegu lífi í mjúkum, liprum og viðbragðsfljótum akstri. Finndu eðlilega tengingu við djúp sætin, fáðu yfirsýn í sérflokki og eiginleika sem stuðla að velferð.

SJÁLFHLAÐANDI LEXUS HYBRID

FRELSI Á RAFMAGNI

Þægileg, lág akstursstaða og framúrskarandi nýtt sjálfhlaðandi Lexus hybrid kerfi skila sér í einstaklega góðri afkastagetu í LBX. Þú upplifir frelsi undir stýri með silkimjúkum afköstunum og í þeirri vissu að bíllinn hleður sig á meðan þú ekur.

ÍTARLEGT SNJALLT ALDRIF

UPPLIFÐU RÓ Í STÖÐUGLEIKANUM

Áreiðanlegt. Traust. Öruggt. E-FOUR-aldrifið okkar beinir afli til afturhjólanna til að halda bílnum stöðugum þegar ekið er út úr stæði, beygt og ekið á hálu yfirborði. Afturhjólunum er stýrt með rafmótor sem gefur fyrirtaks aksturseiginleika og afköst.

MIÐAST VIÐ ÞIG

ÞÆGINDI ALLT UM KRING

Í LBX-bílnum upplifirðu velsæld. Fyrsta flokks hljóðdeyfandi klæðningin gerir þér kleift að njóta þín enn betur í ríkulegum, lágum sætunum þar sem hávaði fyrir utan nær ekki til þín. Á meðan fá húð og hár raka með nanoe™ X-tækni sem kemur í veg fyrir bakteríur.

ÞÚ OG LBX

LEGGÐU UPP Í LBX-ÆVINTÝRIÐ

Ert þú tilbúin að taka næsta skref í LBX-ævintýrinu? Pantaðu þinn Lexus LBX