1. Kynntu þér Lexus
Lexus á Íslandi
 

HANDVERK

Nákvæmni. Einbeitni. Hæfni. Allt er þetta órjúfanlegur hluti einstaks handverks sem greinilegt er í hverjum einasta Lexus bíl.

YFIRBURÐAGÆÐI

 

Hjá Lexus er hvert einasta smáatriði framleitt þannig að það uppfylli ýtrustu gæðastaðla. Öll þessi atriði koma saman til að skapa fágaða og áreynslulausa akstursupplifun fyrir ökumenn og farþega.

NÁKVÆMUR HANDSAUMUR

Næst þegar þú sest inn í bíl frá okkur skaltu taka þér tíma til að upplifa gullfallegan sauminn sem skreytir innanrýmið. Einfaldleiki saumsins og fágun er afurð erfiðrar vinnu.

Hann þarf að vera fullkomlega nákvæmur – í hvert skipti. Niðurstaðan er áþreifanleg þar sem handsaumaðar línurnar innramma nýjustu tækni í mælum og mælaborði bílsins.

MARGLAGA LAKK

Lakkið okkar er margbrotið og býr yfir sérstökum einkennum. Við notum sérstakt marglaga ferli sem gerbreytir útliti bílsins og því hvernig lakkið bregst við sólarljósinu. Notuð eru fimm lög og lakkið er hitað fjórum sinnum.

 

Ómögulegt er að ná með hefðbundnum aðferðum dýptinni og gljáanum sem næst með þessu móti. Við þurftum að framkvæma miklar breytingar á framleiðsluferlinu okkar þegar við kynntum þessa byltingarkenndu aðferð til sögunnar. Með skýrri framtíðarsýn, tíma, natni og fínstillingu hefur okkur tekist það.

 

 

 

BLAUTSLÍPUN

Fullkomið yfirborð lítur út fyrir að vera fyrirhafnarlaust en það krefst mikillar vandvirkni. Eftir hvert lag af lakki er yfirborðið blautslípað handvirkt.

Takumi handverksmeistararnir skanna árangurinn með haukfránum augum, sem og með stafrænum skönnum. Engir gallar fara fram hjá þeim. Lýtalaus mýkt er eina niðurstaðan sem uppfyllir okkar staðla.

FÍNSTILLT HÖNNUN

Vélaprófanir okkar eru ekki aðeins sjálfvirkar. Til viðbótar við nýjustu tækni til að tryggja hámarksgæði er allt undir vélarhlífinni einnig athugað með auga fagmannsins.

Mannshöndin er í samhljómi við háþróaða tækni, á borð við sneiðmyndatækni líkt og notuð er í læknavísindum. Með þessari tækni er hægt að sjá inn í hverja vél, ólíkt hefðbundnum skönnum, og þannig er hægt að tryggja að hver einasta vél uppfylli strangar gæðakröfur Lexus.

Takumi meistarar nota einnig hefðbundin verkfæri á borð við hlustunarpípu til að tryggja samfellda nákvæmni og gæði.

TAKUMI MEISTARAR

Hin forna japanska hugmynd um „Takumi“ er nátengd öllu sem við gerum. Takumi handverksmeistarar okkar eru gæslumenn listrænnar hugmyndafræði. Þeir glæða hvern einasta þátt hönnunar og þróunar hjá Lexus látlausri mannlegri áferð.

Það tekur 10.000 klukkustundir að verða sérfræðingur en það tekur 60.000 klukkustundir að verða Takumi meistari. Þessi einstaka heimildarmynd segir sögu fjögurra Takumi handverksmeistara, hvernig þeir hafa tileinkað sér lífstil án þess að stytta sér leið með endalausum endurtekningu,m með það að markmið að vera meistari. Auk þess sem farið er yfir spurninguna um það hvort og hvernig handverksmenn munu lifa af í heimi þar sem gervigreind þróast hratt.

 

ALDREI STYTTA SÉR LEIÐ

Það er bara ein aðferð til að skila framúrskarandi handverki og hún felst í gríðarlegri áherslu á smáatriði. Lexus kemur meira að segja göllum fyrir á bílum í framleiðsluferlinu til að prófa starfsfólkið og tryggja að það uppfylli kröfurnar líka. Ökumenn eru prófaðir áður en reynsluakstur fer fram og sérstakar kennslustofur hafa verið útbúnar þar sem Takumi-meistarar framtíðarinnar þjálfa skilningarvitin. Horfðu á myndskeiðin sem sýna þér af hverju engin önnur smíð jafnast á við Lexus.

FÓLK OG TÆKNI

Óviðjafnanlegt handverk fæst eingöngu með því að samhæfa störf fólks og vélmenna. Við forrituðum stöðugar og skilvirkar hreyfingar vélmennatækninnar með einstökum skilningarvitum okkar færustu handverksmeistara og niðurstaðan er Lexus-gæðasmíði sem á engan sinn líka.

YFIRNÁTTÚRULEGT

Eftir að hafa æft sig og þjálfað klukkustundum saman öðlast Takumi-meistarar Lexus nánast yfirnáttúruleg skilningarvit. Sjón sem greinir galla sem eru öðrum ósýnilegir, heyrn sem getur fínstillt vél með ofurnákvæmni og snertiskyn sem getur greint ójöfnur upp á brot úr millimetra.