ÞRÓUN TÁKNGERVINGSINS ER LOKIÐ
Ertu tilbúin til að vera með þeim fyrstu til að upplifa lúxus, íhugun og frið í nýja RX í eigin persónu? Bókaðu reynsluakstur í dag til að vera á undan.
Ertu tilbúin til að vera með þeim fyrstu til að upplifa lúxus, íhugun og frið í nýja RX í eigin persónu? Bókaðu reynsluakstur í dag til að vera á undan.
RX hrífur þig við fyrstu sýn, enda einstakur lúxussportjeppi sem var hannaður til að skera sig úr og taka forystuna. Þægindin eru engu lík og krafturinn nánast áþreifanlegur, jafnvel í kyrrstöðu – enda bíður þín óviðjafnanleg akstursupplifun.
Fimmta kynslóð RX er sjálfstraustið uppmálað. Það fyrsta sem fangar augað er ný „snældulaga yfirbygging“, lengri vélarhlíf en á fyrri gerðum og stórar 21" felgur. Á framhlið bílsins er innfellt einkennandi grill með nýju útliti og þreföldu LED-ljósin sem undirstrika kraftmikla stöðu bílsins eru enn rennilegri en áður. RX er nú enn þróttmeiri, enda hjólhafið meira og útlínur bílsins skarpari.
Undirstöðuatriði hafa verið fínstillt, svo sem þyngdarmiðja, tregðugildi, þyngdarminnkun, stífleiki og aflrásir, til að leggja grunninn að náttúrulegri tengingu á milli bíls og ökumanns.
RX sker sig úr fjöldanum, nú sem fyrr. Nú höfum við bætt við nýjum eiginleikum, svo sem þaklínu í anda sportbíls, með einkennandi svartri stoð að aftan. Að aftan er einföld lína af einkennandi LED-ljósum Lexus sem undirstrikar ásýnd og sterka nærveru bílsins.
Þetta er glænýr bíll sem ber með stolti merki fyrri RX-bíla og einkennist af þrótti, fegurð og sjálfsöryggi.
Um leið og þú tyllir þér inn í ríkulega búið farþegarými RX skynjarðu að rómaðir Takumi-handverksmeistarar Lexus hafa verið að verki og fyllt bæði ökumann og farþega af sterkri skynjun á „Omotenashi“.
Verkfræðingarnir okkar hafa skapað sportjeppa sem fyllir þig öryggi frá toppi til táar. Á meðal fjölmargra aðstoðareiginleika er uppfært árekstrarviðvörunarkerfið sem greinir bifhjól og annað sem kann að verða á vegi bílsins.
Innanrými RX er rúmgott og með auknu fótarými og einfaldari línum. Viðmótshönnun eins og stóri sjónlínuskjárinn og einföld og skýr uppsetning stjórntækja tryggja algera slökun undir stýri. Hægt er að laga umhverfislýsingu með 64 litum að stemningunni.
Þaulreyndir handverksmenn hafa skapað umhverfi sem er nútímalegur draumur, úr hágæðaefniviði. Nú er í fyrsta sinn hægt að velja leðurlaust innanrými með sætum, stýrisbúnaði og gírstangarhnúð klætt hágæða Tahara-áklæði.
Í innanrými RX á hefðin stefnumót við framtíðina – og útkoman er einstakt lúxusútlit og óviðjafnanleg akstursupplifun.