1. Nýir bílar
  2. Stay Ahead Film
Lexus á Íslandi
NÝR LEXUS RX

STAY AHEAD-MYNDBANDIÐ

Sjáðu fyrsta flokks bílaeltingarleik á nýja RX-bílnum í Stay Ahead-myndbandinu. Kynntu þér hvernig eiginleikar og tækni bílsins hjálpa ökumanni RX að halda forystunni í rafmögnuðum bílaeltingarleik og sleppa burt á ótrúlegan hátt.

FÁÐU PÓST FRÁ OKKUR

FYLGSTU MEÐ NÝJUSTU FRÉTTUM

SÉRSNIÐIN AFKÖST

AKSTURSSTILLINGAROFI

Akstursstillingarofi RX setur stjórnina í hendur ökumannsins. Normal-stilling skilar fullkomnu jafnvægi milli sparneytni, kraftmikilla aksturseiginleika og þess hversu hljóðlátur bíllinn er á meðan Eco-stilling minnkar notkun ökumanns á fótstigunum, inngjafarsvörun og hitastýringu til að skila sparneytnari akstri. Sport-stillingin eykur hins vegar afl til aflrásarinnar og skiptir yfir í liprari stýringu til að bæta lipurð og hröðun.
SJÁÐU HLUTI Á NÝJAN HÁTT

STAFRÆNN BAKSÝNISSPEGILL

Ökumenn geta séð það sem áður var óséð með stafrænum baksýnisspegli RX sem minnkar blindsvæðið og eykur skyggni óháð farþegum, farangri og veðri. Spegillinn er einstaklega ökumannsmiðaður og bætir árvekni með því að birta myndir úr tveimur myndavélum aftan á bílnum, ásamt því að vera með fyrirferðarminni ramma.
NÝ ÚTFÆRSLA

ÖFLUGUR F SPORT

Falleg hönnun og rafvæðing RX500h F SPORT Performance Hybrid veitir nýja sýn á sportlegt yfirbragð RX. Á bak við rennilegu svörtu hliðarspeglana eru F-álinnfellingar og sætispúðar úr rúskinni í anda akstursíþrótta sem auka grip. Þegar þú hefur komið þér fyrir geturðu notið þess að finna 371 hestafls* heildaraflið sem fengið er með einstakri rafknúinni aflrás.


Nýr og afkastamikill RX 500h er fyrsti hybrid-bíllinn frá Lexus sem er með forþjöppu. Bíllinn sækir afl í glænýja hybrid-hönnun sem samanstendur af 2,4 lítra túrbóvél og sex þrepa sjálfskiptingu sem tryggja 371 DIN hö. eða 273 kW og þú nærð 0–100 km/klst. hröðun á 6,2 mögnuðum sekúndum.
ÖFLUGT ALDRIF

DIRECT4-TÆKNI

DIRECT4-tæknin er einstök ný akstursátakstækni Lexus sem sameinar þægindi þess að vera við stjórnvölinn og spennuna á bak við aflið. Kerfið fínstillir breytingar á stöðu bílsins með fjórhjólastýringu til að dreifa krafti stöðugt í samræmi við akstursskilyrði og skilar þannig frábærum aksturseiginleikum. Bíllinn setur skynjun ökumannsins í forgang svo ekkert mun koma þér á óvart við aksturinn.
FÁÐU PÓST FRÁ OKKUR

FYLGSTU MEÐ NÝJUSTU FRÉTTUM

FARÐU ALLA LEIÐ

PRUFAÐU 360 UPPLIFUNINA

PRÓFAÐU HANN FYRST

BÓKAÐU REYNSLUAKSTUR

BETRI TENGING

EINSTAKUR LEXUS-AKSTUR

Nýr RX skilar hinum einstaka Lexus-akstri með því að mynda betri tengingu og hámarka samskipti milli bíls og ökumanns. Með endurbættri svörun og sérsniðnum stöðugleika veitir hinn nýi RX ökumönnum betri stjórn og meiri kyrrð til að auka sjálfstraust, þægindi og gleði ökumanna með hverjum akstri.
NÝJASTA TÆKNI

MARGMIÐLUNAR- OG TENGILAUSNIR

Njóttu þægindanna sem fylgja hnökralausu hljóði, leiðsögn og netþjónustu. 14” snertiskjárinn birtir umferðarupplýsingar á meðan 21 hátalara Mark Levinson Premium Surround Sound-hljóðkerfið í dýrari útgáfunum skilar hljómgæðum í sérflokki.. Einnig er boðið upp á eftirlit með rafhlöðunni og áætlaða hleðslu um fjartengingu í gegnum Lexus Link-forritið til að veita hugarró.
INNANRÝMI SEM ER MIÐAÐ AÐ ÖKUMANNINUM

TAZUNA-ÖKUMANNSRÝMI

Japanska orðið Tazuna er skilgreint sem „reiðtygi“ og felur í sér einfalt og sérhannað andrúmsloft innanrýmis RX. Tazuna-ökumannsrýmið er prýtt eiginleikum sem miðaðir eru að ökumanninum, eins og fullkomlega staðsettum 14" snertiskjá og mælum sem lágmarka truflanir og hámarka einbeitingu. Bíllinn er til fyrirmyndar hvað varðar lúxus, og býður upp á 64 blæbrigði í stemningslýsingu.
TÆKNINÝJUNGAR Í RAFBÍLAFRAMLEIÐSLU

HYBRID-AFLRÁSIR

2,4 lítra sjálfhlaðandi Hybrid-aflrás býður upp á fullkomin þægindi og hleður sig í hverri ferð til að þú getir ekið á tillitssamari hátt. Plug-In Hybrid-aflrásin gengur skrefinu lengra í sparneytni, þökk sé kærkominni viðbót 65 km aksturs aðeins á rafmagni í blönduðum akstri. Og Performance Hybrid-aflrásin vekur athygli sem fyrsta hybrid-aflrásin með forþjöppu.