Sjónlínuskjárinn í ES er bæði í lit og mikilli upplausn og innblásinn af tækni sem var fyrst þróuð fyrir orrustuþotur. Hann er staðsettur á eðlilegu sjónsviði ökumannsins og varpar lykilupplýsingum um aksturinn á framrúðu bílsins. Skjárinn skilar svo skörpum myndum að þú verður í aldrei í vandræðum með að skoða upplýsingarnar, jafnvel í skæru sólarljósi.
STAFRÆNIR HLIÐARSKJÁIR
Stafrænir hliðarskjáir koma í stað hefðbundinna hliðarspegla. Skjáirnir eru með hárri upplausn og veita góða yfirsýn á svæði bakvið og til hliðar við bílinn.
LEÐURKLÆTT STÝRI
Þriggja arma stýrið er úr ekta leðri og fíntrefja viði og fellur mjúklega og fullkomlega að greipunum. Það er fáanlegt með hitun fyrir köldu morgnana og er með innfelldum rofum sem stjórna hljóði, síma, raddgreiningu, margmiðlunarskjánum, ratsjárhraðastilli og aðstoð við akreinarakningu.