HÉR ER RX

Djarfar og áberandi línur færa þér heim þæginda, rýmis og munaðar. Frágangur í þessum gæðaflokki er einfaldlega ekki í boði í venjulegum sportjeppum. Hægt er að velja á milli hybrid-drifs og bensínvéla og útfæra RX þannig eftir þörfum hvers og eins.


 

 
  2018 lexus rx 450h key features
 • Rúmgóður

  Innanrýmið er einstaklega rúmgott og hægt er að koma allt að fjórum stórum ferðatöskum fyrir í farangursrýminu. Hægt er að halla aftursætunum aftur að hluta en armpúðinn í miðjunni helst á sínum stað.

 • Fimm stjörnu öryggi

  Lexus RX fékk fimm stjörnur í hinum virtu árekstrarprófunum Euro NCAP. Stigagjöfin á öllum prófuðum sviðum var vel yfir lágmarkinu sem ná þarf til að fá fimm stjörnur og skipaði Lexus í hóp öruggustu bíla í sínum flokki.

 • Aldrif er í boði sem aukabúnaður

  Í RX 450h-gerðinni með aldrifi er að finna E-FOUR sem skilar hnökralausum akstri og góðri spyrnu í torfærum. Framsækin E-FOUR-aflrásin er sömuleiðis búin 50 kW rafmótor á afturöxli sem skilar samstundis togi eftir þörfum.

 • Þakgluggi

  Stór foruppsettur þakglugginn hleypir birtu inn og gefur tilfinningu fyrir auknu höfuðrými í farþegarými RX. Færanlegur glerhluti að framan gefur tilfinningu fyrir því að maður sé úti undir berum himni og rafknúin rennihlíf skyggir ef sólin verður of sterk.

 • Lítil mengun í útblæstri

  Með hybrid-tækni, ríkulegum búnaði og úrvali aukabúnaðar, meðal annars F SPORT-útfærslunni, getur þú útfært RX eftir þínu höfði.

SKOÐA LITAVAL

Hannaðu þinn RX, kynntu þér litavalið og skoðaðu eiginleika og myndasafn bílsins.

Smelltu á bílinn til að snúa

RX 450h Luxury / Svartur

UPPLIFÐU RX

Frá framleiðanda fyrsta lúxussportjeppans á markaðinum kemur fjórða kynslóð RX sem vekur eftirtekt hvert sem farið er. Að innan jafnt sem utan ögrar RX öllum hugmyndum um hvernig jeppi á að vera. Sestu inn í bílinn og kynntu þér vandað handverk og fyrsta flokks gæði, áherslu á sérhvert smáatriði og brautryðjandi öryggistækni. Upplifðu Lexus RX, jeppa sem á engan sinn líka.

UPPLIFÐU RX

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR