2019 lexus rx hero

RX 450h

EINSTÖK FÁGUN Í AKSTRI

Nýji RX-bíllinn setur ný viðmið fyrir Lexus-sportjeppana með áður óþekktri akstursánægju og óviðjafnanlegum munaði.

KYNNTU ÞÉR RX 450h

Til viðbótar við einstaklega fágað útlit er aksturinn í þessum sportjeppa sérlega ánægjulegur. Sjálfhlaðandi RX 450h Hybrid er fáanlegur í spennandi F SPORT-útfærslu. Að innan má finna suma af háþróuðustu tækni nútímans, sem býður upp á alveg nýja tengimöguleika, auk fullvissu um að nýjasta Lexus Safety System + öryggiskerfið sé ávallt viðbúið.


 

 
  2019 lexus rx key features
 • Nýstárleg hönnun

  Nýi RX-bíllinn ber merki nýjustu hönnunareinkenna Lexus, með fágaðri útgáfu af sígilda grillinu, rennilegri þreföldum LED-aðalljósum og L-laga LED-ljósum að aftan. Einstakar svartar og krómaðar dyrastoðir sem gefa þakinu „svífandi“ yfirbragð blasa við þegar horft er á bílinn frá hlið.

 • Takumi gæðasmíði

  Einstök áhersla okkar rómaða handverksfólks á smáatriði er sýnileg um leið og litið er á nýja RX-bílinn, með hárnákvæmum leðursaumum og „Takumi“-efni sem ljær farþegarýminu andrúmsloft nútímalegrar fágunar.

 • Hrífandi afköst

  Framsækna sjálfhlaðandi Hybrid vélin í RX 450h gefur þér einstaka upplifun og gefandi akstur, hvert sem ferðinni er heitið.

 • Hugvitssamleg tækni

  Inni í nýja RX-bílnum er að finna stóran 12,3" snertiskjá fyrir margmiðlunarefni sem er einfalt að stjórna og sem býður upp á hnökralausan aðgang að ýmsum snjallsímaforritum.

 • Öryggi

  Lexus Safety System + er byltingarkennt öryggiskerfi sem felur í sér árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda í myrkri og greiningu hjólreiðafólks í dagsbirtu; akreinarakningu sem heldur þér á beinu brautinni; sjálfvirkt BladeScan™-háljósakerfi (AHS) sem auðveldar ökumönnum að greina gangandi vegfarendur og umferðarskilti í meiri fjarlægð í myrkri; umferðarskiltaaðstoð sem greinir umferðarskilti og birtir upplýsingar um þau á snertiskjánum; og ratsjárhraðastilli.

 • F SPORT

  Svart, svart/hvítt og eldrautt leðuráklæði á sætum ljær F SPORT-gerðum RX djarflegt nýtt yfirbragð. Vönduð sætin eru með svampsamlögun sem veitir aukinn hliðarstuðning og álinnfellingar fullkomna fagurlega mótað stýrið sem sækir innblástur í stýri LFA-ofurbílsins okkar. Gírstöng F SPORT er klædd götuðu leðri í stíl við stýrið og fullkomnar sportlegt yfirbragð farþegarýmisins, ásamt álsportfótstigunum.

SKOÐA LITAVAL

Hannaðu þinn RX, kynntu þér litavalið og skoðaðu eiginleika og myndasafn bílsins.

Gerðin sem er sýnd er ekki einkennandi fyrir heildarlínuna.

SVARTUR (212)

SVART F SPORT LEÐUR

með ál innfellingum (LC25)

UPPLIFÐU RX

Fáguð hönnun. Gullfallegt handverk. Framúrskarandi aflrásir. Byltingarkenndur öryggisbúnaður og fjölbreytt úrval nýjustu tækni. Nýi RX-bíllinn er allt sem lúxusjeppi á að vera. Kynntu þér hann nánar hér. Upplifðu hann svo á eigin skinni.

UPPLIFÐU RX

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.