1. Eigendur
  2. Connected Services
Lexus á Íslandi

BLUETOOTH®

Bættu akstursupplifunina á einfaldan máta með Bluetooth® í bílnum. Þú tengir einfaldlega símann við bílinn og gerir allar ferðir enn betri.

SÍMINN TENGDUR MEÐ BLUETOOTH®

Með því að para tæki getur þú hringt handfrjáls símtöl og fengið aðgang að eiginleikum símans. Nýttu tímann meðan þú ekur.

 

BLUETOOTH SPURNINGUM ÞÍNUM SVARAÐ

 

Athugaðu hvort við svörum Bluetooth spurningum þínum hér að neðan, ef ekki skaltu hafa samband við Lexus söluaðila.

Bluetooth er þráðlaus gagnaflutningur yfir stuttar vegalengdir. Tæknin byggir á sérstakri útvarpstíðni sem sendir gögn yfir skammdrægt netkerfi. Bluetooth-tenging er örugg leið til að skiptast á gögnum og hana má finna í mörgum tækjum, frá farsímum til stafrænna myndavéla.

1. Byrjaðu á því að kveikja á Bluetooth í bílnum þínum.

2. Settu gírstöngina í „PARK“ (stöðugír) og passaðu að hafa fæturna ekki á fótstigunum. Ýttu einu sinni á hnappinn „POWER“ (afl) til að kveikja á margmiðlunarkerfinu.

3. Þegar kerfið er virkt skaltu ýta á hnappinn „MENU“ (valmynd) á miðstokknum til að sækja valmyndarskjáinn.

4. Veldu „SETUP > BLUETOOTH > ADD DEVICE“ (uppsetning > Bluetooth > bæta við tæki) með fjarstýringunni og veldu tækið þitt af listanum yfir tiltæk tæki.

5. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum í tækinu til að ljúka skráningunni. Þú gætir verið beðin(n) um að slá inn kóða til að staðfesta auðkenni símans þíns eða hann kann að tengjast sjálfkrafa.

6. Þegar tækið er skráð skaltu fara aftur á uppsetningarvalmyndina „BLUETOOTH“ og velja að tengja það sem síma, tónlistarspilara eða bæði.

7. Þegar tækið hefur verið parað við mun bíllinn þekkja það sjálfkrafa. Þú kveikir einfaldlega á Bluetooth til að koma á tengingunni.

8. Þegar snjallsími er tengdur er hægt að hringja símtöl á auðveldan og öruggan hátt og þú getur einnig spilað hljóðefni úr síma eða spjaldtölvu með því að opna valmyndina „AUDIO“ (hljóð) í margmiðlunarkerfinu í bílnum.

Ef þú átt enn í vandræðum skaltu skoða eftirfarandi upplýsingar áður en þú leitar aðstoðar hjá söluaðila Lexus.

1. Athugaðu hvort síminn þinn sé samhæfur við Bluetooth tengingu bílsins með aðferðinni sem lýst er hér að ofan.

2. Athugaðu hvort síminn eða bíllinn greini annað tæki. Veldu „Settings“ (stillingar), „Bluetooth“ og síðan „Add phone“ (bæta við síma) til að tryggja að bíllinn þinn greini bæði sem traust tæki.

3. Fjarlægðu annað tækið tímabundið ef bíllinn getur ekki greint bæði tækin.