1. Legal
Lexus á Íslandi

SKILMÁLAR LEXUS.IS

REGLUR VEFSVÆÐIS

Með því að fara inn á og nota vefsvæði Lexus veitir þú skilyrðislaust samþykki fyrir þessum skilmálum. Aðgangur þinn að vefsvæði Lexus er þar af leiðandi háður þessum skilmálum sem og öllum lögum sem við eiga.

Copyright © Toyota Motor Europe ("TME")

EFNI

Lexus vefsvæðið inniheldur upplýsingar um vörur og kynningarefni frá Lexus. Lexus vörur sem kynntar eru á þessu vefsvæði eru einungis til sölu í Evrópu og tilboð sem lýst er á vefnum eru einungis í boði í þeim löndum sem vísað er til hverju sinni.

Allar upplýsingar sem birtar eru á vefsvæðinu eru einungis veittar í upplýsingaskyni. Þetta vefsvæði getur ekki komið alfarið í stað þeirra upplýsinga sem viðurkenndir söluaðilar og verkstæði á hverjum stað geta veitt.

Upplýsingarnar sem hér er að finna eiga að vera eins ítarlegar og kostur er. TME áskilur sér hins vegar rétt til að gera fyrirvaralausar breytingar á upplýsingum um tegundir, búnað, tæknilýsingar og framboð.

VERÐ Á VÖRUM LEXUS

Verðupplýsingar sem fram koma á þessu Lexus vefsvæði eru eingöngu veittar í upplýsingaskyni og fela ekki í sér sölutilboð á vörum Lexus. Verð sem hér kemur fram er leiðbeinandi söluverð og getur verið frábrugðið ásettu verði hjá viðurkenndum söluaðilum Lexus. Kaup á öllum vörum Lexus skulu vera í samræmi við skilmála í viðkomandi kaupsamningi.

ELDSNEYTISNOTKUN ÖKUTÆKISINS OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS

Mælingar á eldsneytisnotkun og magni koltvísýrings í útblæstri sem vísað er í á vefsvæðinu eru gerðar á grunngerð ökutækisins og fara fram við stýrð umhverfisskilyrði, samkvæmt kröfum tilskipunar 80/1268/EBE, með síðari breytingum. Hafðu samband við næsta viðurkennda söluaðila Lexus til að fá nánari upplýsingar eða ef þú hefur áhuga á að kaupa grunngerð ökutækisins. Eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun bílsins getur hugsanlega verið önnur en mælingar segja til um. Aksturslag og aðrir áhrifaþættir (s.s. ástand vega, umferð, ástand bifreiðar, uppsettur búnaður, farangur, farþegafjöldi o.fl.) hafa áhrif á eldsneytisnotkun bílsins og losun koltvísýrings.

NOTKUN Á VEFKÖKUM

TME notar svokallaðar vefkökur sem gera TME kleift að rekja hvernig þú fannst Lexus vefsvæðið, skrásetja virkni notenda á Lexus vefsvæðinu, leggja mat á Lexus vefsvæðið og betrumbæta það svo það gagnist notendum enn frekar. TME skráir engar upplýsingar um einstaka notendur með þessari tækni og því verða engar sértækar upplýsingar um þig vistaðar eða notaðar á nokkurn hátt. Athugaðu að þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann samþykki ekki vefkökur eða vari þig við ef senda á vefkökur. Nánari upplýsingar um hvernig við notum vefkökur er að finna á síðunni um vefkökur.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR / UPPLÝSINGAR SEM NOTANDI SETUR INN

Hvers kyns persónulegar upplýsingar sem þú veitir TME um þig á Lexus vefsvæðinu verða einungis notaðar af TME til að bæta þjónustuna sem TME veitir þér. TME gerir allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja að söfnun, sending og vistun persónuupplýsinga sé með öruggum hætti, í samræmi við eðli slíkra gagna. TME mun ekki nota persónuupplýsingar þínar til að senda þér óumbeðin skilaboð eða upplýsingar, né mun TME deila slíkum gögnum með eða selja þau til þriðja aðila án þíns samþykkis.

TME er á engan hátt skylt að fylgjast með og/eða fara yfir upplýsingar sem notendur setja inn á Lexus vefsvæðið og ber því ekki ábyrgð á þeim. TME áskilur sér þó rétt til að yfirfara öðru hverju upplýsingar sem notendur setja inn og í einhverjum tilvikum fjarlægja þær án skýringa.

TILKYNNING UM HÖFUNDARRÉTT

Allt efni á þessari síðu er varið með höfundarrétti. Aðeins má nota upplýsingar héðan, texta, myndir eða teikningar til persónulegra nota, ekki í viðskipta- eða auðgunarskyni. Ekki má fjölfalda upplýsingarnar, breyta þeim, dreifa þeim eða gefa þær út, hvorki að hluta né í heild, án skriflegs leyfis TME.

VÖRUMERKI

Öll vörumerki, kennimerki fyrirtækja og þjónustumerki sem koma fram á þessu vefsvæði eru eign Toyota Motor Corporation í Japan, TME eða þriðja aðila. Óheimilt er að nota, sækja, afrita eða dreifa þeim með neinum hætti án skriflegs samþykkis Toyota Motor Corporation, TME eða þriðja aðila í þeim tilvikum sem það á við.

TENGLAR

Á Lexus vefsvæðinu getur verið að finna tengla inn á önnur vefsvæði sem eru með öllu ótengd þessu vefsvæði. TME tekur enga ábyrgð á því að upplýsingar sem fram koma í tenglum eða á viðkomandi vefsvæðum séu réttar eða fullnægjandi og hver sá sem velur að fara inn á aðrar vefsíður af Lexus vefsvæðinu gerir það á eigin ábyrgð.

ENGIN ÁBYRGÐ Á NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Þótt TME reyni eins og hægt er að tryggja að allar upplýsingar á þessu vefsvæði séu réttar er ekki hægt að ábyrgjast nákvæmni þeirra og TME tekur enga ábyrgð á að upplýsingar á vefsvæðinu séu réttar eða fullnægjandi. Þetta vefsvæði og allt efni og innihald þess er birt „eins og það kemur fyrir“, án hvers kyns beinnar eða óbeinnar ábyrgðar.

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

TME undanskilur sig allri ábyrgð vegna tjóns sem gæti með einhverju móti hlotist beint eða óbeint af notkun Lexus vefsvæðisins, meðal annars hvers konar taps eða tjóns af völdum tölvuvírusa í tölvubúnaði notanda eða vegna þess trausts sem notandinn kann að hafa lagt á upplýsingar á Lexus vefsvæðinu.

BREYTINGAR Á REGLUM

TME áskilur sér rétt til að breyta þessum reglum hvenær sem er ef viðskiptaleg sjónarmið krefjast þess og mælir því með því að þú skoðir þessa síðu öðru hvoru til að kanna hvort breytingar hafa verið gerðar.