technology pioneering technology hero

TÆKNILAUSNIR

BRAUTRYÐJANDI TÆKNI

Tæknin er í grunnatriðum að endurskapa akstursupplifunina. Við fögnum þeirri þróun. Með aðstoð nýrra eiginleika og nýjunga er það markmið okkar að gjörbreyta akstri.

GJÖRBREYTT AKSTURSUPPLIFUN

Þróun undanfarinna ára er að breyta því hvað það merkir að vera ökumaður og hvað það er að vera farþegi. Eftir því sem nýjungar breyta akstursupplifuninni, hraðar en nokkru sinni fyrr, erum við að kanna þá möguleika sem felast í þessari þróun. Hugmyndabílarnir okkar endurspegla þessa sýn.

NÝSKÖPUN SETT Í NÝJAR HÆÐIR

Hugmyndabílar okkar sækja innblástur til tækni framtíðarinnar en leggja um leið sitt af mörkum til hennar. LF-FC, UX hugmyndabíllinn og nýja hreyfiorkusætið eru verkefni framtíðarinnar en eru einnig brautryðjandi verkefni þar sem við höfum prófað nýjar og djarfar lausnir þar sem hugmyndaflugið fær að leika lausum hala við þróun byltingarkenndrar tækni.

FRAMÚRSKARANDI EIGINLEIKAR LS

Í nýja LS-bílnum er öryggistækni þróuð áfram með djörfum hætti. Þar er byggt á LSS+ til að bæta við nýjum eiginleikum og veita ökumönnum enn meiri aðstoð en áður þekktist. PCS-árekstraröryggiskerfið, LDA-akreinaskynjarinn og hraðastillirinn hafa öll verið endurbætt. LS-bíllinn leggur sitt af mörkum til að koma í veg fyrir árekstur með nýjum leiðum á borð við greiningu á gangandi vegfarendum og virkri stýrisaðstoð til að auka og styðja við skynjun í akstri á snjallan hátt.

        technology pioneering technology ls flagship features