- Lexus kynnir nýja stefnu vörumerkisins, „Discover“, á samgöngusýningunni í Japan
- Þessi endurskipulagning á vörumerkjum Toyota Group veitir Lexus frelsi til að fara ótroðnar slóðir og „líkja ekki eftir neinum“
- Heimsfrumsýning á Lexus LS-hugmyndabílnum, sex hjóla bíl sem er ekið af einkabílstjóra og er hugsaður sem persónulegur griðastaður – nú stendur LS fyrir „Luxury Space“, eða lúxusrými
- LS-hugmyndin mótar jafnframt bíla af fjölmörgu tagi, allt frá sportbílum til sjálfkeyrandi eins manns bíla
- Lexus vill hjálpa fólki að stýra eigin lífi, kanna nýja samgöngumöguleika og lifa sjálfstæðu lífi í lystisemdum á eigin forsendum
„DISCOVER“: NÝ STEFNA FYRIR VÖRUMERKIÐ LEXUS
Discover: leiðarljós nýrrar stefnu Lexus-vörumerkisins
Hinn 29. október kynnti alþjóðlega lúxusvörumerkið Lexus nýja stefnu sína. Með þessari breytingu á vörumerkinu, sem kynnt var á samgöngusýningunni í Japan, tekur Lexus skref út fyrir bílaheiminn til að bjóða nýjar vörur, þjónustu, upplifanir og lífsstíl með grunnhugmyndina „Discover“ að leiðarljósi.
Lexus skuldbindur sig til að „líkja ekki eftir neinum“ og markar sér þannig nýja stefnu þar sem viðskiptavinum um allan heim gefst kostur á að uppgötva ný gildi.
Þessu frelsi til breytinga fylgir endurskipulagning á vörumerkjum Toyota Group, sem kynnir nú til sögunnar Century, nýtt vörumerki þar sem boðið verður upp á fordæmalausan munað.
Í inngangserindi sínu á samgönguráðstefnunni í Japan sagði Simon Humphries, vörumerkjastjóri Toyota Motor Corporation: „Nú þegar Century hefur markað sér stöðu á efsta stigi lúxusgeirans hefur Lexus frelsi til að einbeita sér enn frekar að almenna lúxusmarkaðnum. Í því felst að nema ný lönd: að hugsa sjálfstætt og af öryggi, að vera ævintýragjörn og framsækin og efast um sjálfa skilgreininguna á lúxus sem er viðtekin á markaðnum.“
Viðskiptavinir Lexus vilja skilgreina hlutina á eigin forsendum og hafa rými og frelsi til að skipuleggja tíma sinn á sem skilvirkastan hátt. Þar að auki eru þeir reiðubúnir að umbreyta óbreyttu ástandi í leit að þeirri hugmynd.
Frá því að Lexus-vörumerkinu var hleypt af stokkunum árið 1989 hefur það leitast við að flétta vörur sínar saman við lífsstílsupplifanir og sýna þannig fram á að allt sé mögulegt um leið og haldið er fast í „Lexus“-kjarnann. Við gerum okkur grein fyrir því að reglur lúxusmarkaðarins hafa breyst mikið og margir sækjast eftir mismunandi gerðum bíla sem bjóða upp á nýjar upplifanir og endurspegla betur persónulegan lífsstíl hvers og eins.
Finndu griðastað: nýr Lexus LS-hugmyndabíll
Þessi róttæka breyting endurspeglast í afhjúpun nýja Lexus LS-hugmyndabílsins í dag. Með þessari nýju hugmynd er Lexus LS ekki lengur stór Sedan-bíll, eins og venjan hefur verið, heldur byltingarkennd framtíðarsýn um sex hjóla bíl sem er ekið af einkabílstjóra og er í raun einstakur persónulegur griðastaður. S-ið í nýja LS stendur ekki fyrir „Sedan“ heldur „Space“, eða rými, og býður fólki upp á hámarkspláss fyrir ómetanlega og eftirsótta eiginleika frelsis og næðis.
Simon Humphries útskýrði þetta nánar: „Þetta er ekki bara bíll heldur farartæki þar sem þér býðst að uppgötva þitt eigið rými. Þetta er gátt að umfangsmeiri lúxusstíl sem gefur þér leyfi til að brjóta reglurnar sem hafa gilt um lúxus í bílum til þessa og velja það sem virkar fyrir þig.“
Sex hjóla sniðið hefur verið aðlagað til að hámarka innanrýmið, án þess að það halli nokkuð á hjólhúsið, og koma fyrir breiðum dyrum sem gera farþegum í annarri og þriðju sætaröð kleift að komast inn í og út úr bílnum samtímis án vandkvæða.
Lexus viðurkennir að á heimsvísu sækist fólk ekki eftir einhverri einni tiltekinni gerð af bíl. Í stað þess að hafa eina lykilgerð ætti vörumerkið því að bjóða upp á röð ólíkra gerða. LS-hugmyndabíllinn vísar veginn og á eftir fylgir fjölda nýrra hugmynda sem taka mið af LS.
LS COUPE-HUGMYNDABÍLLINN
LS MICRO-HUGMYNDABÍLLINN
LS SPORT-HUGMYNDABÍLLINN
Kynntu þér frelsi, sjálfstæði og fleira
Lexus lætur ekki þar við sitja heldur kannar einnig hvernig hægt sé að gera fólki kleift að njóta ferðafrelsis utan bílsins. Á kynningunni á samgöngusýningunni í Japan var sagt frá Lexus Catamaran, skipi sem nýtir sjálfbæra orkugjafa og sem gervigreindarsjálfstýring stýrir. Í lúxusvistkerfi Lexus er einnig að finna frumgerð eVTOL (electric vertical take-off and landing), loftfars sem Joby Aviation er að þróa ásamt Toyota Motor Corporation.
Möguleikarnir á sjálfstæðu og íburðarmiklu lífi á eigin forsendum kristallast í Lexus Home-hönnunarheimspekinni. Hún gengur út á hönnun húsa þar sem rafbíll íbúans er í aðalhlutverki, sem og hlutverk bílsins við að geyma sólarorku í rafhlöðunni og nota hana til að annast orkuþarfir heimilisins. Lexus Hub þjónar nærsamfélaginu og er framtíðarsýn fyrir samnýtt rými með þarfir samfélagsins í huga. Þar myndi sameinast þjónusta, félagsleg tækifæri og almenningsaðstaða á einum stað, þar á meðal verslanir, afþreying og veitingastaðir, sem tengjast margvíslegum samgöngumátum á landi, sjó og í lofti.
Þessar hugmyndir endurspegla vaxandi væntingar viðskiptavina Lexus um að geta lifað á eigin forsendum og tryggt sitt eigið persónulega rými, ekki bara í bílnum sem þeir kjósa sér heldur í umhverfinu öllu, þar sem þeir stýra eigin lífsstíl. Þetta hvetur Lexus til að skapa hnökralausa tengingu milli viðskipta og ánægju og alhliða samgöngur.
Simon Humphries bætti við að lokum: „Viðskiptavinirnir okkar eru sitt eigið vörumerki. Við leggjum metnað okkar í að fylgja þeim hvert skref. Við viljum hjálpa þeim að sjá heiminn með nýjum augum, uppgötva endalausa nýja sjóndeildarhringi en líða samt eins og heima hjá sér.“