Lexus á Íslandi
LEXUS LBX

SJÁÐU EINSTÖK VERK LISTAMANNANNA

Stafrænir samtímalistamenn fanga „einstaka upplifun á hverjum degi“ til að fagna nýjum Lexus LBX.

  • Lexus kynnir nýjan Lexus LBX í samstarfi við framúrskarandi stafræna listamenn í Evrópu sem skapa ný verk undir áhrifum frá þemanu „einstök upplifun á hverjum degi“
  • Þessir skapandi einstaklingar eru Andreas Wannerstedt frá Svíþjóð, Ricardo Ulises Hernandez Gomez (öðru nafni „Ulises“) frá Spáni og Charlotte Taylor frá Bretlandi
  • Hver listamaður hefur hannað eftirtektarverð stafræn listaverk og sett þar með persónulegt mark sitt á kynningarherferð Lexus LBX
  • Listaverk verða kynnt í dag af listamönnunum og Lexus á samfélagsmiðlum sem og öðrum vettvangi

 

Lexus hefur fengið hóp evrópskra stafrænna listamanna til að skapa einstaka sýn á daglegt borgarlíf með því að nýta hrífandi hönnun og kraftmikið myndmál í því skyni að fagna kynningu nýs og netts LBX.

listafólkið hefur búið til myndefni og hreyfimyndir sem unnin eru upp úr myndum og myndskeiðum úr herferðinni „Einstök upplifun á hverjum degi“ fyrir LBX, sem skapar ný sjónarhorn á þekkt borgarumhverfi með áhrifaríkum aðferðum til að umbreyta byggingarlist og gatnakerfum borga. Þetta er nýjasta verkefnið í samstarfi Lexus við heim samtímalistar og -hönnunar sem er þáttur í stuðningi fyrirtækisins við nýsköpun og skapandi hugsun.

Nýju verkin eru afhjúpuð í dag frá hendi listamannanna á samfélagsmiðlum þeirra og Lexus hyggst nota þau á ýmsum vettvangi og í markaðssetningu til að fanga athygli og höfða til yngra fólks. Hver listamaður leggur einnig fram kvikmynd sem sýnir á bak við tjöldin til að veita persónulega innsýn í hugmyndir sínar og hvernig þær eru virkjaðar í listaverkunum. Það samræmist því að LBX höfðar til nýrra kaupenda, einkum yngri viðskiptavina sem kunna vel að meta fyrsta flokks gæði, en með afslappaðra yfirbragði.

Filip Belmans, upplýsingastjóri Lexus í Evrópu og yfirmaður á sviði reynslu viðskiptavina, sagði: „Það er búið að vera ótrúlegt að sjá LBX-hugmyndafræðina okkar túlkaða í fjölbreyttri stafrænni list sem veitir nýja sýn á daglegt borgarlíf. Markmið okkar fyrir LBX var að hanna bíl sem hefur afslappað yfirbragð fremur en formlegt, og um leið einstakan áreynslulausan stíl sem auðvelt er að tengja við. Hver listamaður hefur fangað þessa eiginleika samhliða því að beita eigin skapandi sýn á verkefnið.“

LISTAMENNIRNIR

Listamennirnir þrír, sem valdir voru vegna tækni sinnar, listrænnar sýnar og sterkrar nærveru á samfélagsmiðlum, eru Andreas Wannerstedt (Svíþjóð); Ricardo Ulises Hernandez Gomez, þekktur sem „Ulises“ (Spánn); og Charlotte Taylor (Bretland).

Wannerstedt er yfirhönnuður og þrívíddarlistamaður sem er rómaður fyrir skúlptúra sína og ógleymanlegar lykkjuhreyfimyndir. Hann sagði: „LBX kemur með ferska og einstaka nálgun á daglegt líf. Ég hreifst mjög af því ásamt skarpri hönnun og líflegum litum bílsins og kaus því að vinna með Lexus að því að skapa listaverk sem tjáir nýtt sjónarhorn á borgarlífið.“

Ulises er einnig þrívíddarlistamaður og hefur reynslu af myndbanda- og hreyfimyndalist. Vinna hans hjá Ulises Studio í Berlín kallar fram hughrif um fyrsta flokks gæði og fetar fullkomlega línuna milli þess raunverulega og þess súrrealíska. Í hreyfimynd hans er LBX ekið gegnum dæmigerða svarthvíta borg sem breytist smátt og smátt í litríkt og fjölbreytt borgarlandslag.

Charlotte Taylor er stafrænn listamaður og stofnandi Studio Charlotte Taylor, sem heitir í höfuðið á henni, og Maison du Sable. Hún sérhæfir sig í arkitektúr, innanhússhönnun og listrænni stjórnun.

HERFERÐIN „EINSTÖK UPPLIFUN Á HVERJUM DEGI“

Nýr LBX býður upp á „einstaka upplifun á hverjum degi“ með því að lyfta upp daglegri akstursupplifun og breyta henni í virka lúxusupplifun. Markaðsherferðin til að kynna nýju gerðina fangaði þessa hugmynd áður með röð fjögurra viðburða í Mílanó, London, Madríd og París þar sem þekktum hversdagslegum aðstæðum – bílaþvottastöð, bílastæðahúsi á mörgum hæðum, götulistagalleríi og bakaríi – var umbreytt í heildræna lúxusupplifun með LBX í aðalhlutverki.

UM LBX

Nýr, sjálfhlaðandi LBX Hybrid er nettasti Lexus-bíllinn til þessa, en verðskuldar þó fyllilega að kallast tímamótabíll. Þetta er bíll sem afbyggir hefðbundna stigveldishugsun lúxusbílahönnunar og mun breyta ásýnd vörumerkisins í Evrópu.

Sem ný stærð í rótgróinni sportjeppalínu Lexus vekur hann vafalaust áhuga yngri viðskiptavina og þeirra sem hafa ekki litið á Lexus sem valmöguleika fyrr. Hann er þróaður og hannaður án málamiðlana og býður upp á gæði handverks og búnað sem einkennir yfirleitt stærri bíla, auk þeirrar gefandi akstursupplifunar sem er hluti af hverjum nýjum Lexus bíl.

Línan er hönnuð til að veita eigendum meira frelsi til að tjá eigin smekk og stíl, í anda þess hvernig Lexus býður upp á lúxus á persónulegum nótum. Hún býður upp á val um mismunandi útfærslur sem tjá fágað, kröftugt eða sportlegt þema með mismunandi samsetningum skreytinga, lita, áferðar og efna.

Lestu nánar um nýjan Lexus LBX á https://www.lexus.is/new-cars/lbx