- Lexus kynnir nýjan Lexus LBX í samstarfi við framúrskarandi stafræna listamenn í Evrópu sem skapa ný verk undir áhrifum frá þemanu „einstök upplifun á hverjum degi“
- Þessir skapandi einstaklingar eru Andreas Wannerstedt frá Svíþjóð, Ricardo Ulises Hernandez Gomez (öðru nafni „Ulises“) frá Spáni og Charlotte Taylor frá Bretlandi
- Hver listamaður hefur hannað eftirtektarverð stafræn listaverk og sett þar með persónulegt mark sitt á kynningarherferð Lexus LBX
- Listaverk verða kynnt í dag af listamönnunum og Lexus á samfélagsmiðlum sem og öðrum vettvangi
Lexus hefur fengið hóp evrópskra stafrænna listamanna til að skapa einstaka sýn á daglegt borgarlíf með því að nýta hrífandi hönnun og kraftmikið myndmál í því skyni að fagna kynningu nýs og netts LBX.
listafólkið hefur búið til myndefni og hreyfimyndir sem unnin eru upp úr myndum og myndskeiðum úr herferðinni „Einstök upplifun á hverjum degi“ fyrir LBX, sem skapar ný sjónarhorn á þekkt borgarumhverfi með áhrifaríkum aðferðum til að umbreyta byggingarlist og gatnakerfum borga. Þetta er nýjasta verkefnið í samstarfi Lexus við heim samtímalistar og -hönnunar sem er þáttur í stuðningi fyrirtækisins við nýsköpun og skapandi hugsun.
Nýju verkin eru afhjúpuð í dag frá hendi listamannanna á samfélagsmiðlum þeirra og Lexus hyggst nota þau á ýmsum vettvangi og í markaðssetningu til að fanga athygli og höfða til yngra fólks. Hver listamaður leggur einnig fram kvikmynd sem sýnir á bak við tjöldin til að veita persónulega innsýn í hugmyndir sínar og hvernig þær eru virkjaðar í listaverkunum. Það samræmist því að LBX höfðar til nýrra kaupenda, einkum yngri viðskiptavina sem kunna vel að meta fyrsta flokks gæði, en með afslappaðra yfirbragði.
Filip Belmans, upplýsingastjóri Lexus í Evrópu og yfirmaður á sviði reynslu viðskiptavina, sagði: „Það er búið að vera ótrúlegt að sjá LBX-hugmyndafræðina okkar túlkaða í fjölbreyttri stafrænni list sem veitir nýja sýn á daglegt borgarlíf. Markmið okkar fyrir LBX var að hanna bíl sem hefur afslappað yfirbragð fremur en formlegt, og um leið einstakan áreynslulausan stíl sem auðvelt er að tengja við. Hver listamaður hefur fangað þessa eiginleika samhliða því að beita eigin skapandi sýn á verkefnið.“