1. Kynntu þér Lexus
  2. Atmosphere Guide
Lexus á Íslandi
LEXUS LBX

FINNDU LBX ÚTFÆRSLUNA SEM HENTAR ÞÉR

Hvaða merkingu hefur einstök upplifun á hverjum degi fyrir þér? Eru það eigur og áhugamál sem endurspegla þig sem einstakling? Heimilisleg tilfinning við hvert tækifæri? Eða að upplifa eitthvað alveg einstakt? Þá kemur LBX til sögunnar.

LBX sjálfhlaðandi Hybrid bíllinn veitir þér sérsniðna og einstaka upplifun á hverjum degi. Hann er fáanlegur í mismunandi útfærslum. Þessi úrvalsbíll er skemmtilegur í akstri og hver útfærsla er með mismunandi liti á ytra byrði og efni í innanrými. LBX býður upp á lúxus á persónulegum nótum þar sem hægt er að sérsníða bílinn að þér og þínum lífsstíl.

Lestu meira til að kynna þér einkenni hverrar LBX útfærslu og finna þá réttu.

FYRIR HVERJA ERU ÚTFÆRSLURNAR HANNAÐAR?

LBX útfærslurnar eru hannaðar til að henta ótal ökumönnum og óskum þeirra. Fágaðar og kraftmiklar útfærslurnar geta verið einstaklingsbundnar bæði í útliti og eiginleikum og höfða þannig til mismunandi stíls og lífsstíls.

Fáguðu útfærslurnar henta vel fyrir látlausan stíl og þau sem kjósa einfalda og nútímalega hönnun. Kraftmiklu útfærslurnar eru lausnin fyrir þau sem hallast að meira áberandi hönnun.

FÁGUÐU ÚTFÆRSLURNAR

Glæsilegt? Fágað? Látlaust sjálfsöryggi? Fáguðu útfærslurnar eru tvær, LBX Elegant og LBX Relax, og voru hannaðar fyrir þau sem kjósa látlaust sjálfsöryggi og einfaldan stíl.

Hægt er að sérsníða þær eftir óskum og geta ökumenn valið úr fjölbreyttu úrvali eintóna lita að utan fyrir báðar útfærslur. Þú getur valið hversu nútímalegur bíllinn er að sjá, allt frá áberandi dökkbláum yfir í glæsilegan gjásvartan lit. Fágunin skilar sér fullkomlega.

LBX ELEGANT: FYRIR FÁGAÐAN STÍL

LBX Elegant er tilvalinn fyrir ökumenn sem kunna að meta hið fágaða. Þar er leiðarstefið „minna er meira“, fyrir þau sem hallast að einfaldleika, rólegheitum um helgar og mínímalískum heimilum.

Innanrými LBX Elegant gerir daglegt amstur að einstakri upplifun en það fæst í fallegum skógarbrúnum lit eða einföldum steingráum lit. Það hentar þeim sem kjósa meðvitaða neyslu, en tahara-gervileður á sætishlífum, stýri, gírstöng og hurðarklæðningum er staðalbúnaður.

 

LBX RELAX: FYRIR NÚTÍMALEGT YFIRBRAGÐ

Útlit LBX Relax er sérhannað til að sameina sígildan stíl og nútímaleg smáatriði. Bíllinn hentar þeim sem kjósa heilbrigðan og nútímalegan lífsstíl. Þessi útfærsla er hentugur nýr bíll fyrir ökumenn sem vilja tileinka sér nýjungar án þess að sleppa takinu alveg af þeim Lexus sem þeir þekkja og elska.

LBX Relax er táknmynd fágunar með glæsilegt eintóna ytra byrði og fallega svart eða leðurbrúnt innanrými. Innanrýmið fæst hálf-anilínleðurklætt með afgerandi tatami-saumum og óhætt er að segja að smáatriðin séu til staðar fyrir þau sem kjósa stílhreina fágun.

KRAFTMIKLU ÚTFÆRSLURNAR

Áberandi? Ástríðufullt? Frjálslegt? LBX Emotion og LBX Cool eru kraftmiklar útfærslur fyrir fólk sem vill skera sig úr á ferðinni.

Útfærslurnar fást í ýmsum tvítóna litum á ytra byrði, þar á meðal rúbínrauðum, Sonic-koparlit eða ástríðugulum ásamt nætursvörtum. Þessar útfærslur eru hannaðar fyrir þau sem vilja setja ný viðmið og aka bíl sem endurspeglar einstakan lífsstíl.

LBX EMOTION: FYRIR ÆVINTÝRALEGA FEGURÐ

LBX Emotion er fullkominn bíll fyrir fólk sem er óhrætt við að láta taka eftir sér og kýs líflegan stíl og spennandi lífsstíl. LBX Emotion getur gert sérhverja upplifun einstaka, allt frá því að renna glæsilegur um götur borgarinnar og yfir í að þræða hlykkjótta sveitavegi.

Hann hentar þeim sem vilja leggja áherslu á sérkenni sín, enda er LBX Emotion táknmynd persónuleika þíns frá fyrstu sýn. Bíllinn fæst með götuðu tahara-gervileðri í svörtum lit með áberandi rauðum saumum og er fullkominn ferðafélagi í litríku lífi þínu. LBX Emotion gerir öll viðfangsefni spennandi, sama hvort þau eru stór eða smá.

LBX COOL: FYRIR SKAPANDI FÓLK

Ökumenn sem vilja skera sig úr ættu að skoða LBX Cool. Þessi bíll er fyrir þau sem bæði leita innblásturs og vilja veita hann öðrum og styður vel við litríkan lífsstíl, spennandi áhugamál og ástríðufull viðfangsefni. Ef sköpunargáfan á sér engin mörk og þú þráir áberandi lúxus er þessi útfærsla fyrir þig.

Innanrýmið í LBX Cool er ekki síður einstakt og er alveg jafn glæsilegt og tvítóna ytra byrðið. Þar má finna Ultrasuede-rúskinn og mjúkt leður í svörtum og dökkgráum lit með koparlituðum saumum. Vönduð útlitseinkenni og nýstárlegt yfirbragð sameinast í því að senda Lexus inn í nýja tíma.

GETURÐU EKKI VALIÐ? PRÓFAÐU LBX-STÍLVALIÐ

Ertu ekki viss um hvaða fágaða og kraftmikla útfærsla hentar þínum smekk og lífsstíl? Taktu LBX-stílvalskönnunina og svaraðu nokkrum stuttum spurningum til að komast að því hvaða LBX-útfærslu við mælum með fyrir þig.