
29 / 06 / 2018
UX-LISTASÝNING Í BOÐI LEXUS
Frá júní og fram í október 2018 býður Lexus í Evrópu upp á tímabundna listasýningu í Lissabon. Í UX-sýningarrýminu í boði Lexus er bæði hægt að virða fyrir sér einstaka frumgerð Lexus UX, nýjan lúxusbíl frá Lexus, og upplifunarlistaverk eftir nýja og spennandi listamenn, þau Ines Zehna og Bence Mayarlaki. Listafólkið fékk það krefjandi verkefni að afbyggja UX-bílinn og setja fram sína persónulegu túlkun á þessum spennandi lúxusbíl frá Lexus.
-
NÁNAR UM UX-SÝNINGARSALINN
Í UX-sýningarrýminu er einstök frumgerð til sýnis. Kynntu þér hvernig sýningarrýmið í Lissabon varð til.
0.000.002 -
UX-SÝNINGARSALURINN
SÝNINGARRÝMIÐ Í LISSABON
„Lissabon hefur hin síðari ár orðið að miðstöð sköpunar og menningar og er því fullkominn vettvangur til að kynna nýja UX-lúxusbílinn okkar í hugvitssamlegu, listrænu umhverfi,“ segir Pascal Ruch, yfirmaður Lexus í Evrópu. „UX-sýningarrýmið í boði Lexus gefur gestum færi á að hrífast inn í heillandi heim Lexus og eignast hlutdeild í ástríðu okkar fyrir skapandi hönnun og hugvitssamlegri tækni.“
„UX-sýningarrýmið í boði Lexus myndar samhljóm milli ökutækisins og listaverkanna,“ segir Carolina Grau, sem er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og sérfræðingur í samtímalist. „Þessi sýning hrífur gestina með sér og vekur upp sterkar tilfinningar með notkun abstrakt áhrifa og afbyggingar og er um leið listræn túlkun á hreyfingunum, hljóðheiminum, formunum og litrófinu sem einkenna Lexus.“
Líttu við í UX-sýningarsalnum
Heimilisfang: Largo dos Stephens 5, Cais Sodré district, Lissabon
Opnunartími: 29. júní til 15. september, mánudaga til laugardaga, 12:00 til 20:00
Aðgangur ókeypis -
VIÐTÖL VIÐ LISTAMENNINA
-
-