lexus limitless co existence milan hero

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS

VIÐBURÐUR LEXUS, „LIMITLESS CO-EXISTENCE“, Á HÖNNUNARVIKUNNI Í MÍLANÓ – ÓTRÚLEG SÝNING TIL HEIÐURS SÉRSTÖÐU Í SAMHLJÓMI

Markmið Lexus er að búa til betri heim með tilstuðlan hönnunar og að virkja ímyndunaraflið og sköpunargleðina – og nýr áfangi náðist í dag með kynningu vörumerkisins á viðburðinum „LIMITLESS CO-EXISTENCE“. Þetta verður í 11. sinn sem lúxusbílaframleiðandinn kemur fram á hinni virtu hönnunarviku í Mílanó.

LIMITLESS CO-EXISTENCE

Gestir upplifa hugmyndaríka hönnun sem vekur spurningar um framtíð samfélagsins án takmarkana. Lexus lítur á hönnun sem uppsprettu samfelldra breytinga til valdeflingar og samkenndar. Hönnun getur umbreytt hinu hefðbundna í eitthvað óviðjafnanlegt og varpað ljósi á „CO-“, sem er að finna í sam-félagi, sam-vinnu og sam-vist – möguleikarnir eru óþrjótandi.
Stórkostlegur miðpunktur viðburðarins er sköpun japanska arkitektsins Sota Ichikawa hjá doubleNegatives Architecture. Þar standa gestir augliti til auglitis við „CO-“ í kraftmiklu listaverki í fjórum víddum. Ichikawa, sem þekktur er fyrir að tvinna saman upplýsingatækni og hönnun til að endurskapa rýmið, skapar hér innsetningu sem þverar hið stafræna og hið hliðræna. Verkið er byggt á þeirri frumlegu nálgun að allir séu miðdepill alheimsins með að því er virðist óteljandi fjölda lóðréttra strengja í hlutverki allra einstaklinga jarðarinnar. Allir lóðréttu strengirnir eru lýstir upp samtímis með einum ljósgjafa án þess þó að einn skyggi á annan, sem endurspeglar það að hver einstaklingur er miðja sinnar tilveru. Með notkun nýstárlegrar tækni og framsækinni hönnun er það sem virðist ógerlegt gert.
Ástríða Lexus fyrir hönnun liggur að baki auknum vinsældum vörumerkisins hin síðari ár og í Mílanó afhjúpar Lexus nýjasta hugmyndabílinn sinn – Lexus LF-1 Limitless – innlit í heim framtíðarhönnunar Lexus.
Hægt er að berja Lexus Design Event augum í Cavallerizze, í safninu Museo Nazionale della Scienza e della Tecnologia Leonardo da Vinci, fyrrverandi klaustri og hesthúsi frá 19. öld sem nýlega fór í gegnum gagngerar endurbætur sem hluti af endurbyggingu og endurskipulagningu borgarinnar.
Upplifun gesta verður auk þess útfærð fyrir bragðlaukana þar sem þrír ungir kokkar frá veitingahúsinu ALTATTO í Mílanó munu galdra fram einstaka rétti. Réttirnir skerpa á skynjuninni í gegnum bragð og sjón og flytja LIMITLESS CO-EXISTENCE með því yfir í allt aðra vídd. Þar að auki geta gestir virt fyrir sér verk þeirra 12 einstaklinga sem komust í úrslit hönnunarverðlauna Lexus 2018, verðlauna sem vekja athygli á efnilegum hönnuðum hvaðanæva. Á fjölmiðladeginum (e. Press Day) 16. apríl verður sigurvegarinn svo kjörinn af dómnefnd að viðstöddum fulltrúum fjölmiðla.

2018 MILAN LEXUS DESIGN EVENT TEASER