Lexus Design awards entries open

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2018 – TEKIÐ ER VIÐ UMSÓKNUM

Í samræmi við þá stefnu okkar að bæta heiminn með hönnun auglýsir Lexus hér með eftir umsóknum fyrir hönnunarverðlaun Lexus 2018. Skapandi þema ársins er „CO-“, sem er latneskt forskeyti sem merkir „með“, „saman“ eða „í samhljómi“.

STUTT VIÐ BAKIÐ Á EFNILEGUM HÖNNUÐUM

Verðlaununum var hleypt af stokkunum árið 2013 og hefur síðan þá verið ætlað að vera alþjóðlegur vettvangur og stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði um allan heim. Á hverju ári taka þúsundir hæfileikaríkra hönnuða frá öllum heimshornum þátt. Tólf þeirra komast í úrslit og verða verk þeirra kynnt fyrir hönnunarsamfélaginu og fleirum á hönnunarvikunni í Mílanó 2018 - Salone Del Mobile, stærstu hönnunarsýningu í heimi. Í kjölfarið fá fjórir þeirra sem komast í úrslit ráðgjöf hjá virtum alþjóðlegum hönnuðum ásamt framleiðslustyrk að andvirði þriggja milljóna japanskra jena (meira en 25.000 Bandaríkjadala) til að vinna að frumgerðum eftir hugmyndum sínum.

HUGMYNDIR UM „CO-“

Þema hönnunarverðlauna Lexus 2018 er „CO-“, sem er latneskt forskeyti sem merkir „með“, „saman“ eða „í samhljómi“. Við trúum því að frábær hönnun geti tryggt samhljóm milli náttúru og samfélags – í þeim skilningi er „CO-“ nálgun sem gerir Lexus-vörumerkinu kleift að kanna möguleika hönnunar og umhverfis nánar með því að skapa ný tækifæri í gegnum samstarf, samhæfingu og sambönd. Nú hafa ungir hönnuðir tækifæri til að kanna „CO-“ og skapa innblástur fyrir betri heim.

DÓMARAR OG RÁÐGJAFAR

Dómnefndina skipar fagfólk sem hefur skapað sér góðan orðstír á heimsvísu og starfar á hinum ýmsu sviðum hönnunar. Auk þess fá útvaldir þátttakendur ráðgjöf virtra hönnuða sem veita handleiðslu og miðla af þekkingu sinni. Þeir munu leiðbeina völdum þátttakendum við að nýta hæfileika sína til fulls og umbreyta framsæknum hugmyndum sínum í nothæfar frumgerðir. Dómararnir og ráðgjafarnir deila þeirri sannfæringu Lexus að frábær hönnun geti gert heiminn að betri stað.
Tilkynnt verður um val á dómurum og ráðgjöfum fyrir hönnunarverðlaun Lexus 2018 í ágúst.

SÝNINGIN

Á hönnunarvikunni í Mílanó verða verk þeirra sem komast í úrslit sýnd í upplifunarrými Lexus. Dómarar munu meta þessar fjórar frumgerðir og velja sigurvegara keppninnar árið 2018. Fyrri sigurvegarar í keppninni hafa notið velgengni og fengið tækifæri til að þróa vörur úr hugmyndum sínum.

UPPLÝSINGAR UM UMSÓKNIR

Tekið verður við umsóknum í hönnunarkeppni Lexus 2018 frá 24. júlí til 8. október. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á LexusDesignAward.com. Þær tólf hugmyndir sem komast í úrslit verða tilkynntar í byrjun árs 2018.

LEXUS-STUTTMYNDIR: FJÓRÐA UMFERÐ – AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM