2017 lda finalists thumb

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS

BÚIÐ ER AÐ TILKYNNA UM ÞÁ SEM KOMUST Í ÚRSLIT Í HÖNNUNARVERÐLAUNUM LEXUS 2017

Lexus International hefur tilkynnt um þá 12 sem komust í úrslit hönnunarverðlauna Lexus 2017. Lexus heldur upp á fimm ára afmæli þessarar alþjóðlegu hönnunarkeppni sem styður við bakið á upprennandi hönnuðum um allan heim, en hún var fyrst haldin árið 2013 til að þróa mikilvægar hugmyndir til að byggja upp betri framtíð. Alls voru sendar inn 1.152 hugmyndir frá 63 löndum í hönnunarverðlaun Lexus 2017 með þemanu „Yet“.
Sem viðhorf til nýsköpunar hjá Lexus á „Yet“ sérlega vel við á fimm ára afmæli þessa viðburðar. „Yet“ hvetur okkur til að finna samvirkniáhrif með því að setja saman markmið sem virðast ekki fara saman – til dæmis rúmgóða en þó straumlínulagaða hönnun. Með því að samræma þætti sem virðast stangast á opnar „Yet“ ný og ókönnuð svið framsækinnar hönnunar og tækni sem skilar heiminum ótrúlegum nýjum ævintýrum.
Í nóvember árið 2016 kom dómnefnd heimsþekktra hönnuða saman til að dæma hugmyndirnar sem bárust. Eftir að dómnefndin hafði metið og rætt verkin til hlítar valdi hún tólf þeirra í úrslit.
Úr þessum hópi voru eftirfarandi fjórir hönnuðir valdir til að gera frumgerð af hönnun sinni undir handleiðslu heimsþekktra hönnuða.
Hönnunarverðlaun Lexus 2017 hafa fengið fjóra þekkta leiðbeinendur til að veita framangreindum fjórum þátttakendum skapandi leiðsögn: arkitektana og þverfaglegu hönnuðina Neri og Hu, hönnuðinn Max Lamb, hönnuðinn/arkitektinn Elenu Manferdini og listamennina/arkitektana Snarkitecture. Þau voru öll leiðbeinendur í úrslitakeppni síðasta árs.
Frumgerðirnar fjórar verða hluti af sýningu Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó á þessu ári, ásamt kynningu á hinum hugmyndunum átta sem komust í úrslit. Hönnunarvikan stendur yfir frá 3. apríl (fjölmiðla- og kynningardagur verðlauna) til og með 9. apríl. Hinn 3. apríl kynna þeir sem komast í úrslit hönnun sína fyrir dómnefnd og alþjóðlegum fjölmiðlum. Dómnefndin metur frumgerðirnar fjórar og kynnir sigurvegarann, sem markar hápunkt hönnunarverðlauna Lexus 2017.
Frekari upplýsingar og myndir má finna á:
Vefsvæði hönnunarverðlauna Lexus: https://www.lexus-int.com/lexus-design-award
Instagram: @lexusdesignaward
Opinber myllumerki: #LexusDesignAward; #MilanDesignWeek;