2019 lexus lda banner

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2019 - TEKIÐ ER VIÐ UMSÓKNUM

Lexus International hefur tilkynnt að opið er fyrir umsóknir í hina virtu hönnunarkeppni Lexus fyrir árið 2019. Þessi alþjóðlega keppni var fyrst haldin árið 2013 og hefur frá því stuðlað að hönnun sem gerir heiminn betri og leiðir til betri framtíðar fyrir alla. Þessi árlegi viðburður vekur áhuga hjá þúsundum hönnuða um allan heim sem sækjast eftir þeirri eftirsóttu viðurkenningu að standa uppi sem sigurvegari í hönnunarkeppni Lexus.
Að gera heiminn betri með hönnun hefur alltaf verið yfirskrift hönnunarverðlauna Lexus. Í ár er engin breyting og er markmið að hönnuðir sendi inn hugmyndir sem stuðli að betri framtíð eða “Design for a Better Tomorrow”.
Hönnuðir þurfa að tileinka sér gildi Lexus vörumerkisins í hönnun sinni en þau eru; “Sjá fyrir”, “Nýsköpun” og “Heilla” eða “Anticipate”, “Innovate” og “Captivate”. Auk þess þurfa þeir að sýna fram á að hönnun þeirra sjái fyrir þörfum framtíðar samfélags. Áhersla er lögð á að hönnuðir þrói hugmyndir og notist við nýsköpun sem leiði til frumlegra lausna. Á sama tíma þurfa hugmyndir þeirra að heilla og hrífa áhorfendur og dómnefnd.
Þeir sex þátttakendur sem komast í úrslit verða tilkynntir í byrjun árs 2019. Dómarar og leiðbeinendur verða tilkynntir á næstu mánuðum. Meðal dómara og leiðbeinanda fyrri ára má nefna hin virta Sir David Adjaye.
Dómarar munu velja sex bestu hugmyndirnar, hönnuðir þeirra hugmynda fá fjármagn til að útbúa hagnýta frumgerð úr hugmyndinni með aðstoð leiðbeinanda, og fá til þess úthlutað allt að 3 milljónum japanskra jena (sem jafngildir rúmlega 3 milljónum íslenskra króna). Frumgerðirnar verða til sýnis á hönnunarvikunni í Mílanó 2019* og mun að lokum ein þeirra standa uppi sem sigurvegari hönnunarverðlauna Lexus 2019.
Til þess að undirbúa þátttakendur fyrir sýninguna í Mílanó mun Lexus bjóða þeim hönnuðum sem komast í úrslit aðstoð frá leiðbeinanda sem þeir geta leitað til og fengið ráð varðandi frumgerðina og annað. Allir leiðbeinendur eru reyndir hönnuðir sem geta miðlað reynslu sinni og gefið ómetanlega aðstoð.
Vefsíða hönnunarverðlauna Lexus: LexusDesignAward.com
Opinbert myllumerki: #LexusDesignAward; #MilanDesignWeek
*Stærsta hönnunarsýning í heimi ber nafnið Salone Del Mobile. Á henni eru til sýnis vörumerki í mörgum flokkum meðal annars í flokki húsgagna, tískuvara og vefnaðarvara.