Lexus á Íslandi
KYNNTU ÞÉR HANDVERKIÐ

EINKENNISHÖNNUN OKKAR

Lexus er hannaður til að vekja sterkar tilfinningar og setja ný viðmið og hönnunin endurspeglar þetta. Uppgötvaðu fegurðina og innsæið sem skapar „L-finesse“ einkennisstílinn okkar, allt frá L-laga aðalljósunum til snældulaga grillsins.

Á BAK VIÐ

EINKENNANDI ÚTLIT OKKAR


Hönnun okkar byggir á lögmálinu um framsækni og fágun. Hún samanstendur af þremur grundvallaratriðum þar sem framúrstefnuleg hönnun og tækni fer saman við hárfína eiginleika og einstakan lúxus.

01

OMOTENASHI

Leiðarljós okkar er „omotenashi“, eða gestrisni að hætti Japana. Þannig sjáum við fyrir og förum fram úr þörfum og væntingum ökumanna á hnökralausan hátt svo þú getir notið ótrúlegrar upplifunar.
02

AKSTURSÁNÆGJA

Einlæg og ósvikin akstursánægja er þungamiðja Lexus, sem þýðir að öll flækjustig eru fjarlægð. Allt sem við búum til verður að vera kristaltært til að tryggja þér einstaklega þægilega og ómengaða upplifun.
03

TAKUMI GLÆSILEIKI

Bílarnir okkar geta fangað öll skilningarvitin. Því lengur sem þú virðir þá fyrir þér, því meira heillast þú af undraverðu yfirbyggingunni, heillandi hönnunaratriðunum og djörfu útlitinu. Þetta er það sem hönnuðir okkar kalla sjónrænt ferðalag.

MARGRÓMUÐ HÖNNUNAREINKENNI

FRAMÚRSKARANDI YTRA BYRÐI

ÞÚ ÞEKKIR HANN STRAX

Einkennandi snældulaga grillið okkar er örlítið mismunandi eftir því hver útfærslan er. Lexus LBX, er enn eitt skrefið fram á við í hönnun frammendans. Með því að „afbyggja“ þetta hönnunareinkenni var búið til nýtt útlit fyrir framhlið LBX, sem þó er enn auðþekkjanlegur sem Lexus. Prófíll allra bílanna er straumlínulagaður til að draga úr loftmótstöðu og úr línunum á hliðinni má gjarnan lesa L-ið okkar. Einstöku L-laga ljósin okkar bera vott um nýjustu tækni.
ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI

FEGURÐ AÐ INNAN SEM UTAN

Þegar þú sest inn í Lexus skaltu gefa þér tíma til að dást að fallega handverkinu í innanrýminu. Handsaumaðar línur og saumar mynda fallega andstæðu við hátæknilega mælana og stjórntækin. Þótt allt sé einfalt á yfirborðinu skyldi ekki vanmeta kunnáttuna sem býr að baki.
HÆSTU STAÐLAR

HUGAÐ AÐ HVERJU SMÁATRIÐI

Það eru engar ýkjur að handverk Lexus er engu líkt Við styttum okkur aldrei leið þegar um vandað handverk er að ræða. „Takumi“-handverksmeistarar okkar og ökumenn sem annast reynsluakstur eru sérvaldir til að skila einstökum gæðum.

FRAMÚRSTEFNULEGUR Á ALLA KANTA

MEÐ HUGREKKIÐ AÐ LEIÐARLJÓSI

Magnaðar upplifanir verða ekki til úr því kunnuglega og keimlíka. Þær verða til vegna ákafa til að skera sig úr fjöldanum og taka hugrakkar og öruggar ákvarðanir. Þetta er útgangspunktur hönnunarstefnu okkar. Vegna þess að hugrökk hönnun skapar ógleymanlega upplifun.

ÞRÓUN Á

„STAÐFÖSTU YFIRBRAGÐI“

Í takt við djarfa hönnunarstefnu okkar aðlöguðum við og þróuðum arfleifð hins þekkta „staðfasta yfirbragðs“ Lexus þegar við hönnuðum LBX. Eiginleikar á borð við snældulaga grill, lágt húdd og einkennandi aðalljós vekja athygli og ljá hversdagsakstri ferskt og nútímalegt yfirbragð. Það fer þó aldrei á milli mála að þetta er Lexus, með öllum þeim hönnunareinkennum sem því fylgir. Þótt LBX sé nettur SUV-bíll er hann samt sem áður óvenju kraftmikill og fágaður.