Á BAK VIÐ
EINKENNANDI ÚTLIT OKKAR
Hönnun okkar byggir á lögmálinu um framsækni og fágun. Hún samanstendur af þremur grundvallaratriðum þar sem framúrstefnuleg hönnun og tækni fer saman við hárfína eiginleika og einstakan lúxus.
Lexus er hannaður til að vekja sterkar tilfinningar og setja ný viðmið og hönnunin endurspeglar þetta. Uppgötvaðu fegurðina og innsæið sem skapar „L-finesse“ einkennisstílinn okkar, allt frá L-laga aðalljósunum til snældulaga grillsins.
Hönnun okkar byggir á lögmálinu um framsækni og fágun. Hún samanstendur af þremur grundvallaratriðum þar sem framúrstefnuleg hönnun og tækni fer saman við hárfína eiginleika og einstakan lúxus.
Það eru engar ýkjur að handverk Lexus er engu líkt Við styttum okkur aldrei leið þegar um vandað handverk er að ræða. „Takumi“-handverksmeistarar okkar og ökumenn sem annast reynsluakstur eru sérvaldir til að skila einstökum gæðum.
Magnaðar upplifanir verða ekki til úr því kunnuglega og keimlíka. Þær verða til vegna ákafa til að skera sig úr fjöldanum og taka hugrakkar og öruggar ákvarðanir. Þetta er útgangspunktur hönnunarstefnu okkar. Vegna þess að hugrökk hönnun skapar ógleymanlega upplifun.
Í takt við djarfa hönnunarstefnu okkar aðlöguðum við og þróuðum arfleifð hins þekkta „staðfasta yfirbragðs“ Lexus þegar við hönnuðum LBX. Eiginleikar á borð við snældulaga grill, lágt húdd og einkennandi aðalljós vekja athygli og ljá hversdagsakstri ferskt og nútímalegt yfirbragð. Það fer þó aldrei á milli mála að þetta er Lexus, með öllum þeim hönnunareinkennum sem því fylgir. Þótt LBX sé nettur SUV-bíll er hann samt sem áður óvenju kraftmikill og fágaður.