HÉR ER LC-BÍLLINN
Hafi einhvern tíma verið búinn til bíll sem skilur eftir sig óafmáanleg spor á öllum skilningarvitunum er það nýi LC-bíllinn frá Lexus. Við höfum tekið hinn margverðlaunaða LF-LC-hugmyndabíl og þróað hann af vandvirkni og nostursemi yfir í stórkostlegan fjöldaframleiddan bíl. LC-bíllinn frá Lexus er ekki bara fjögurra sæta blæjubíll sem hrífur þig upp úr skónum með útlitinu, heldur sköpunarverk yfir 4000 hönnuða, verkfræðinga og tæknimanna sem hafa í sameiningu tryggt þér algerlega einstaka akstursupplifun.
-
-
SJÁLFHLAÐANDI LEXUS HYBRID
HYBRID-BÍLLINN SEM LÆTUR HJARTAÐ SLÁ ÖRAR
Þetta er hybrid-bíllinn sem lætur hjartað slá örar. Hann nýtir sér tvenns konar aflgjafa, 3,5 lítra V6-bensínvél og tvo kraftmikla rafmótora, sem vinna hnökralaust saman að því að koma þér upp í 100 km hraða á klukkustund á aðeins 4,7 sekúndum. Þarna myndast óviðjafnanlegur kraftur sem lætur hjartað slá örar.
FRÁ HUGMYND AÐ VERULEIKA
LC-bíllinn frá Lexus er hrífandi fjögurra sæta blæjubíll sem er hannaður og smíðaður fyrir nýja og áræðna tíma. En þessi bíll er ekki bara glæsilegt útlitið, heldur sköpunarverk yfir 4000 hönnuða, verkfræðinga og tæknimanna sem hafa í sameiningu tryggt þér algerlega einstaka akstursupplifun.
*Eiginleikar eru mismunandi milli markaðssvæða, hafðu samband við söluaðila til þess að fá upplýsingar um búnað sem er í boði á þínu markaðssvæði.
UPPGÖTVAÐU LC-BÍLINN
Lexus lét kylfu hvergi ráða kasti þegar nýi tveggja dyra LC-lúxussportbíllinn var hannaður. Þar voru engar málamiðlanir gerðar, hvorki á sviði tæknilausna né verkfræðilegrar hönnunarinnar undir lokkandi yfirbyggingunni. Tveggja dyra LC-sportbíllinn er hannaður til að fara fram úr öllum væntingum og markar upphaf nýs og spennandi kafla í sögu Lexus.
-
UPPGÖTVAÐU LC-BÍLINN




