HÉR ER LC-BÍLLINN

Hafi einhvern tíma verið búinn til bíll sem skilur eftir sig óafmáanleg spor á öllum skilningarvitunum er það nýi LC-bíllinn frá Lexus. Við höfum tekið hinn margverðlaunaða LF-LC-hugmyndabíl og þróað hann af vandvirkni og nostursemi yfir í stórkostlegan fjöldaframleiddan bíl. LC-bíllinn frá Lexus er ekki bara fjögurra sæta blæjubíll sem hrífur þig upp úr skónum með útlitinu, heldur sköpunarverk yfir 4000 hönnuða, verkfræðinga og tæknimanna sem hafa í sameiningu tryggt þér algerlega einstaka akstursupplifun.


 

 
  2017 lexus lc key features
 • Fullkomlega mótaður tveggja dyra sportbíll

  Einkennandi snældulaga Lexus-grillið passar vel við sterka ljósasamsetninguna, auk þess sem sérlega nett bygging er notuð til að halda vélarhlíf sportbílsins lágri. Að aftan mjókkar samfelld þaklína farþegarýmisins inn á milli breiðra brettakantanna og gerir kröftuga stöðu bílsins enn þróttmeiri.

 • Fjöldi spennandi aflrása til að velja um

  5,0 lítra V8-bensínvél og hraðvirk, 10 gíra sjálfskipting gera LC 500 alveg einstaklega viðbragðsfljótan. LC 500h skartar fyrsta Multi Stage Hybrid-kerfinu í heiminum sem blandar hugvitssamlega saman afli 3,5 lítra V6-bensínvélar og framúrskarandi rafmótors.

 • Kraftmikil og spennandi aflrás [aðeins í boði fyrir bensínvél]

  Handsmíðuð 5,0 lítra vélin gerir LC 500 ótrúlega viðbragðsfljótan og ljær bílnum magnaðan V8-hljóm. 10 gíra hraðvirk sjálfskipting gerir gírskiptingu ótrúlega fljótlega en AI-SHIFT-kerfið velur besta gírinn hverju sinni, eftir því hvernig aksturslag þú kýst helst.

 • Létt tækni

  Sterkt en létt koltrefjastyrkt plast er notað fyrir íhluti LC-bílsins, svo sem þakið og hurðakarma. Klæðning í hurðum, vélarhlíf og þaki er úr fisléttu áli og yfirbygging þessa hrífandi tveggja dyra sportbíls er úr stáli með einstaklega mikið togþol.

 • Stjórnrými sem er sérhannað fyrir ökumanninn

  Stjórnrýmið er hugvitssamlega hannað með þarfir ökumannsins í huga og það færir þér sjálfsöryggi og þægindi sem skila ánægjulegum og þróttmiklum akstri. Stjórntæki og skjáir eru staðsett á sem aðgengilegastan hátt, einmitt þar sem það hentar best. Þá eru stjórntækin sem eru oftast notuð, svo sem val á akstursstillingu, staðsett á stýrinu, alveg innan seilingar.

UPPGÖTVAÐU LC-BÍLINN

Lexus lét kylfu hvergi ráða kasti þegar nýi tveggja dyra LC-lúxussportbíllinn var hannaður. Þar voru engar málamiðlanir gerðar, hvorki á sviði tæknilausna né verkfræðilegrar hönnunarinnar undir lokkandi yfirbyggingunni. Tveggja dyra LC-sportbíllinn er hannaður til að fara fram úr öllum væntingum og markar upphaf nýs og spennandi kafla í sögu Lexus.

UPPGÖTVAÐU LC-BÍLINN

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR