
ÁBYRGÐ
ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA
Lexus-bílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika. Framleiðandaábyrgð Lexus veitir þér hugarró.
ÁVINNINGUR AF LEXUS-ÁBYRGÐ
Framleiðandaábyrgð Lexus tryggir að sérhver ferð gangi smurt fyrir sig, hvort sem um er að ræða stuttar vinnuferðir eða akstur í helgarfríum. Staðlaða ábyrgðin veitir fullkomna vernd svo þú getir átt afslappaða ferð, með 100.000 km ábyrgð vegna bilana í vélbúnaði og fimm ára ábyrgð á bæði hybrid-íhlutum og -rafhlöðum.

-
HVERSU LENGI GILDIR FRAMLEIÐANDAÁBYRGÐ LEXUS?
Staðlaða Lexus-ábyrgðin gildir í þrjú ár eða 100.000 km – og henni fylgir fimm ára ábyrgð á hybrid-rafhlöðum og hybrid-íhlutum.
-
HVAÐ FELLUR UNDIR FRAMLEIÐANDAÁBYRGÐINA?
Staðlaða Lexus-ábyrgðin veitir alhliða ábyrgð á Lexus-bílnum, þar með talið vernd gegn bilunum í vélbúnaði, vernd gegn tæringu og ryði, auk ábyrgðar á hybrid-rafhlöðum og -íhlutum.
-
HVAÐ KOSTAR LEXUS-ÁBYRGÐIN?
Staðalábyrgð Lexus gildir í þrjú ár og fylgir ókeypis með öllum nýjum Lexus-bílum. Fjöldi viðbótarábyrgða eru einnig í boði.
-
HVAÐ GERIST ÞEGAR STAÐLAÐA ÁBYRGÐARTÍMABILINU LÝKUR?
Þegar Lexus staðalábyrgðin fellur úr gildi er lítið mál að framlengja ábyrgðina. Þú getur nýtt þér viðbótarábyrgð Lexus og haldið áfram að njóta þægilegrar þjónustu áhyggjulaus. Með henni fylgir gæðatrygging Lexus fyrir bíla sem eru allt að 10 ára gamlir, í boði fyrir bæði nýja og notaða bíla. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Lexus.
HVAÐ FELLUR UNDIR ÁBYRGÐINA?
Loftkæling |
Sjálfskipting |
Hemlakerfi |
Hlífar |
Kúpling |
Kælikerfi |
Dísilinnspýtingarkerfi |
Rafkerfi |
Tölvustýrð neistakveikja |
Gírskipting með fjórhjóladrifi |
Eldsneytiskerfi |
Gírkassi og beinskipting |
Olíuleki |
Drifskaft |
Afturöxull |
Stýri |
Fjöðrun |
Forþjappa |
HVAÐ FELLUR EKKI UNDIR ÁBYRGÐINA?
Rafgeymir (HV-rafhlaða í Hybrid-bílum fellur undir ábyrgð) |
Stillingar á hemlum og kúplingu vegna slits |
Tæring á útblástursröri |
Stilling drifreimar |
Glerskipti vegna sprungna eða högga |
Klæðning í innanrými |
Ljós, ljósaperur og stillingar á aðalljósum |
Málun og vinna við yfirbyggingu |
Málun og vinna við yfirbyggingu |
Rekstrarvörur |
Stillingar á glugga- og hurðarlæsingum |