1. Nýir bílar
  2. UX World Premiere
Lexus á Íslandi
HEIMSFRUMSÝNING

NÝR UX

Lexus kynnir með stolti uppfærslu á sjálfhlaðandi UX 250h hybrid bílnum. Meira val um útlit, endurbætt margmiðlun og tengimöguleikar og sportlegri nýrri útfærsla, F SPORT Design.

NÝR UX

ÖRUGG AFKÖST

Grunnatriði UX hafa verið bætt enn frekar til að auka þægindi í akstri og aksturseiginleika og gera þannig hinn einstaka Lexus-akstur enn betri. Stöðugleiki undirvagns hefur verið aukinn enn frekar með fleiri suðupunktum. Jeppaeiginleikar UX 250h eru endurbættir með rafrænum E-Four aldrifsgírskiptingu, sem er í boði sem aukabúnaður.
NÝR UX

LITAVAL

Nýtt Sonic Platinum-lakk gefur aukinn gljáa og dýpri skugga á yfirbyggingu bílsins. Litaúrvalið hefur verið tekið í gegn og nú er einnig boðið upp á fleiri tvílitar útfærslur, með sex liti í boði með svörtu þaki á F SPORT og F SPORT Design. Í farþegarýminu er nú einnig hægt að velja nýjan hnotubrúnan lit (nema í F SPORT) fyrir öll áklæði. Gatað leðuráklæðið á sætunum er með ferskt útlit með nýrri Kagome-fellingaáferð í anda hefðbundins japansks tágamynsturs. Gervileðuráklæðið er með nýju Sashiko-saumamynstri.
NÝR UX

4. KYNSLÓÐAR AFL

UX 250h skilar afbragðs afköstum og hárnákvæmum viðbrögðum með fjórðu kynslóð sjálfhlaðandi Hybrid tækni Lexus og 2,0 lítra kerfi sem skilar 184 DIN hö. / 135 kW. 
NÝR UX

FRAMÚRSKARANDI RADD- OG SNJALLSÍMASTÝRING

Ný raddstýring margmiðlunarkerfisins felur í sér möguleika á að nota „Hey Lexus“-raddaðstoðina. Þetta einfaldar notkun raddstýringar til að hringja símtöl, stýra hljómtækjum og hita- og loftstýringu og leita á netinu. Samþætting snjallsíma með Apple CarPlay (þráðlaus tenging) eða Android Auto (snúrutenging) er staðalbúnaður. Í anda hinnar frægu japönsku Omotenashi-gestrisni sem einkennir Lexus geta eigendur notað *Lexus Link appið til að læsa dyrunum eða taka þær úr lás og fjarstýra loftkælingunni.

*Hugsanlega ekki komið á þitt markaðssvæði

NÝR LEXUS UX

KYNNTU ÞÉR STÍL OG LÚXUS

NÝR UX

FRÁBÆRT NOTENDAVIÐMÓT

Nýr UX er búinn nýja margmiðlunarkerfinu frá Lexus, MM21, sem býður upp á viðbragðsbetri, notendavænni og þægilegri stjórnun og aukna notkunareiginleika. Snertiskjár stækkar skjá bílsins í 12,3" eða 8". Miðstokkurinn hefur nú að geyma stjórnhnappa fyrir hita í framsætunum og er einnig búinn upplýstum bakka fyrir framan stjórnborð loftkælingarinnar, með nægu plássi fyrir stóran snjallsíma.

Notagildið hefur verið aukið með því að bæta uppsetningu á rofum. Með verulegum umbótum í forritun bregðast öll kerfi hraðar við skipunum og sítengt leiðsögukerfi gegnum ský er staðalbúnaður, sem veitir aðgang að vega- og umferðarupplýsingum í rauntíma til að auðvelda skipulagningu ferða.

NÝR UX

FRAMÚRSKARANDI ÖRYGGISKERFI

Innleiðing Lexus Safety System +2.5 þýðir að nýr UX er öruggari bíll en nokkru sinni áður. Þetta er leiðandi kerfi í flokki sambærilegra bíla sem varar við hættu og bregst við þegar þörf er á til að koma í veg fyrir árekstur. Ratsjárhraðastillirinn nýtir hraðaminnkun í beygjum, sem lagar aksturshraðann sjálfkrafa að beygjum á veginum.
NÝR UX

NÝ F SPORT DESIGN ÚTFÆRSLA

Útlitið er nú enn kraftmeira með snældulaga grilli með Lexus L-netmynstri og svartri áferð með hrafnsvartri umgjörð um neðri hlutann sem undirstrikar kraftmiklar útlínur bílsins. Þetta sama mynstur er að finna í stórum römmunum utan um þokuljósin og beygjuljósin á framstuðaranum. Meðal annarra hönnunaratriða má nefna gervileðuráklæði á sætum, hita í framsætum, sjálfvirka tveggja svæða loftkælingu, bakkmyndavél, sjálfvirkar rúðuþurrkur, krómaða þakboga og svarta brettakanta.
NÝR UX

UX F SPORT

Í nýjum UX F SPORT eru AVS-fjöðrun og styrktarstengur að framan og aftan staðalbúnaður. Þær stuðla að skarpari aksturseiginleikum, snarpara viðbragði undirvagns og mýkri akstri á öllum vegum. Stýrikerfi AVS-fjöðrunarinnar skiptir áreynslulaust yfir í mikinn deyfikraft þegar aðstæður krefjast þess. Tilfinningin fyrir stýringunni er nú enn betri með nýjum stífum samskeytum milli efri hluta festingar stýrisvélarinnar og fjöðrunarbitans. Deyfikraftur höggdeyfisins hefur verið stilltur til að skila enn betri aksturseiginleikum.