1. Kynntu þér Lexus
  2. Öryggi
  3. RZ Awarded Five-Star Euro NCAP Rating
Lexus á Íslandi
NÝR LEXUS RZ MEÐ TOPPEINKUNN

FIMM STJÖRNU EINKUNN FYRIR ÖRYGGI FRÁ EURO NCAP

Nýi Lexus RZ-bíllinn hefur nú hlotið fimm stjörnur fyrir árið 2023 hjá óháða öryggisprófanafyrirtækinu Euro NCAP.

  • Rafknúni SUV-bíllinn frá Lexus fær frábærar einkunnir í öllum matsflokkum
  • Lexus Safety System + greinir hættur og aðstoðar ökumann við rétt viðbrögð
  • Sterkbyggð hönnun og árekstraröryggisbúnaður tryggir frábæra vernd gegn höggum

 

Niðurstöðurnar voru birtar 6. september og sýna að rafdrifni SUV-bíllinn frá Lexus fær toppeinkunn í öllum öryggisflokkum: Nánar tiltekið fær bíllinn 87% einkunn fyrir farþegavörn fyrir fullorðna, 87% fyrir börn, 84% fyrir óvarða vegfarendur og 81% fyrir öryggisaðstoðarkerfi.

Við birtinguOpens in new window á niðurstöðunum lagði matsaðilinn sérstaka áherslu á eftirfarandi: „Lexus RZ uppfyllir allar kröfur Euro NCAP um heildstæða og vandaða árekstrarvörn fyrir alla farþega, af hvaða hæð, stærð og aldri sem vera skal. Bíllinn er einnig búinn nýjustu árekstrarvarnarkerfum og mörgum nýjum, virkum öryggistæknilausnum. RZ er fyrsti bíllinn sem Euro NCAP verðlaunar sérstaklega fyrir búnað til að greina hvort barn er í bílnum, sem fellur undir nýjasta einkunnakvarða fyrirtækisins frá 2023 (…) Kerfið sem greinir hvort barn er í bílnum gefur viðvörun ef barn eða kornabarn hefur hugsanlega verið skilið eftir í bílnum og getur bjargað mannslífum þegar heitt er í veðri.“

RZ-bíllinn er með sérlega sterkan undirvagn og yfirbyggingu; rafhlaðan er innbyggð í undirvagninn og árekstraröryggið er tryggt með níu loftpúðum sem staðalbúnaði. Auk þess er RZ, rétt eins og allar aðrar Lexus-gerðir, búinn Lexus Safety System +, sem er heildstæður pakki með háþróuðum öryggis- og akstursaðstoðarkerfum.

Þetta er þriðja og nýjasta kynslóð Lexus Safety System + og þar er að finna ýmsar uppfærslur og viðbætur sem auka umfang hættugreiningar. Meðal lykilþátta kerfisins má nefna:

Árekstrarviðvörunarkerfi með ratsjá og myndavél, sem greinir önnur ökutæki sem nálgast, þar á meðal mótorhjól. Árekstrarviðvörunarkerfi þriðju kynslóðar Lexus Safety System + getur nú einnig greint reiðhjólafólk að næturlagi. Nýr eiginleiki, beygjuaðstoð fyrir gatnamót, getur einnig greint ökutæki sem nálgast bílinn þegar beygt er, sem og gangandi vegfarendur á leið yfir götuna.

LDA-akreinaskynjari og akreinarakning hjálpa ökumanni að halda bílnum tryggilega á miðri akreininni. Auk þess að draga úr álagi við aksturinn aðstoðar kerfið einnig við stýringuna, þegar þess gerist þörf.

Ratsjárhraðastillir gerir ökumanni kleift að stilla fjarlægðir og hröðun í kerfi bílsins. Með nýjum eiginleika, hraðaminnkun í beygjum, er nú einnig hægt að stilla hraða bílsins sjálfkrafa í samræmi við beygjuradíus.

Neyðarstöðvunarkerfið hægir á bílnum og stöðvar hann innan akreinarinnar ef ökumaður verður ófær um að stjórna bílnum, til dæmis vegna bráðra veikinda. Um leið og kerfið gerir þetta varar það aðra sem aka um veginn við með því að láta hættuljósin blikka.

Einnig getur ökumannsskynjari stillt snemmbúna virkjun neyðarstöðvunarkerfisins vegna varasams atferlis ökumanns – til dæmis ef ökumaður er annars hugar, situr í annarlegri stellingu, lokar augunum eða hættir að depla þeim eða ef höfuðið færist úr venjubundinni stöðu.

Fyrirbyggjandi akstursaðstoð aðstoðar ökumanninn á nærfærinn og vægan hátt, oftast þegar ekið er á litlum hraða innanbæjar, með því að halda réttri fjarlægð frá bílnum fyrir framan og veita aðstoð við stýringu og við að hægja á bílnum þegar hætta er á ferð, svo sem vegna gangandi vegfarenda, hjólreiðafólks og kyrrstæðra bíla.

Með víðtækum akstursaðstoðarbúnaði hefur Lexus lagt sig fram um að gera bíla á borð við RZ-bílinn eins öruggan og kostur er. Frekari upplýsingar er að finna á:  Heildarpakki fyrir fjölmiðla um Lexus RZOpens in new window