Skip to Main Content (Press Enter)
FRÉTTIR AF LEXUS

LEXUS KYNNIR ÁFRAMHALDANDI SAMSTARF VIÐ ATP

Lexus kynnir áframhaldandi þriggja ára samstarf við ATP, alþjóðleg samtök sem fara með stjórn atvinnutennis karla, með áberandi viðveru um alla Evrópu.

  • Lexus verður opinber samstarfsaðili og platínusamstarfsaðili á ATP-mótaröðinni til ársins 2028
  • Lexus verður opinber samstarfsaðili og platínusamstarfsaðili Nitto ATP Finals, lokamóts mótaraðarinnar sem haldið verður í Tórínó á Ítalíu og Rolex Paris Masters
  • Lexus verður aðalbakhjarl ATP Head2Head sem hjálpar til við að byggja upp áhuga aðdáenda á íþróttinni og Lexus-vörumerkinu
  • Samtals á Lexus samstarf við 20 ATP- og WTA-mót í Evrópu

Á dögunum tilkynnti Lexus framhald á farsælu samstarfi sínu við ATP næstu þrjú árin þar sem það styður við atvinnumenn í fremstu röð í tennis karla. Frá 2026 til 2028 verður lúxusvörumerkið aftur opinber samstarfsaðili og platínusamstarfsaðili ATP-mótaraðarinnar og byggir þar með á samstarfinu sem fyrst var stofnað til árið 2023.

Drifkraftur Lexus er nýsköpun og ástríða fyrir því að skapa eftirminnilegar upplifanir og þannig færir það tennisheiminum einstaka sýn sína – þar sem tilfinningar, glæsileiki og frammistaða spila fullkomlega saman. Þetta samstarf endurspeglar þau gildi sem skipta viðskiptavini okkar mestu máli: fágaða frammistöðu, persónulegt val og skuldbindingu um afburðagæði – bæði í umferðinni og á vellinum.

Andre Schmidt, forstjóri Lexus í Evrópu, sagði: „Samvinna Lexus við ATP-mótaröðina endurspeglar sameiginlega skuldbindingu okkar um afburðagæði, nákvæmni og ástríðu – gildi sem eiga vel við vörumerkið okkar. Í gegnum úrval okkar af rafdrifnum bílum bjóðum við upp á valkosti sem gera lúxus að persónulegri upplifun í fullkomnu samræmi við þann anda sem einkennir tennis í heimsklassa.“

Eno Polo, forstjóri ATP, sagði: „Lexus er samstarfsaðili sem eykur virði mótaraðarinnar okkar sérlega mikið. Frá upphafi samstarfsins hafa þau sýnt einlæga skuldbindingu gagnvart tennis – bætt upplifun leikmanna okkar og starfsfólks á lykilviðburðum og hjálpað til við að efla sjálfbærnistarf okkar í gegnum ATP Serves. Þessi skuldbinding til að leggja sitt af mörkum veldur því að þetta samstarf sker sig úr. Við erum stolt af að halda áfram að byggja á þessum grundvelli.“ 

Lexus-vörumerkið nýtur samstarfsins við heim tenniskeppni í fremstu röð og leggur áherslu á framúrskarandi frammistöðu og árangur sem grundvallast á áherslu á smáatriði og stöðugar framfarir. 

Lexus staðfestir einnig að það verði opinber samstarfsaðili og platínusamstarfsaðili Nitto ATP Finals, sem er hápunktur tímabilsins þar sem átta stigahæstu leikmenn heims í einliða- og tvíliðaleik karla etja kappi.

Lexus gegnir lykilhlutverki á Rolex Paris Masters sem opinber bíll mótsins, sem styrkir nærveru vörumerkisins í ATP-mótaröðinni og skuldbindingu þess til að styðja tennisviðburði í heimsklassa. 

Lexus byggir áfram upp áhuga tennisáhugafólks og aðdáenda vörumerkisins sem aðalbakhjarl ATP Head2Head, þáttaraðar þar sem stórstjörnum er stillt upp gegn hver annarri í ýmsum skemmtilegum íþróttakeppnum utan tennisvallarins. 

Lexus býður áfram upp á flota rafknúinna bíla á sérstökum viðburðum til að aðstoða við flutning á leikmönnum, embættismönnum og gestum. Með úrvali sjálfhlaðandi hybrid-bíla, tengiltvinnbíla og rafbíla er forysta vörumerkisins í rafvæðingu í góðum samhljómi við áherslu ATP-mótaraðarinnar á sjálfbærni undir merkjum ATP Serves og átaks Sameinuðu þjóðanna um loftslagsaðgerðir á sviði íþrótta, sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.

Samstarfið veitir stuðning frá Lexus á mótum í ATP-mótaröðinni á vel völdum stöðum allt árið 2026, eins og greint er frá hér á eftir. Lexus heldur einnig áfram stuðningi við ýmsa viðburði á vegum WTA og ATP Challenger Tour í gegnum samstarf sitt við LTA.

MÓT STAÐUR
ATP 250 Open Occitanie Montpellier, Frakkland
WTA 500 Upper Austria Ladies Linz  Linz, Austurríki
ATP 500 ABN AMRO Open Rotterdam, Holland
ATP 500 Barcelona Open Banc Sabadell Barcelona, Spánn
ATP 500 Hamburg Open Hamborg, Þýskaland
WTA 125 Lexus Birmingham Open Birmingham, Bretland
ATP Challenger Lexus Birmingham Open Birmingham, Bretland
WTA 125 Lexus Ilkley Open Ilkley, Bretland
ATP Challenger Ilkley Open Ilkley, Bretland
WTA 500 HSBC Championships London, Bretland
WTA 250 Lexus Nottingham Open Nottingham, Bretland
ATP Challenger Lexus Nottingham Open Nottingham, Bretland
ATP 500 HSBC championship (Queen’s) London, Bretland
ATP 250 Lexus Eastbourne Open – Rothesay International Eastbourne, Bretland
WTA 250 Lexus Eastbourne Open Eastbourne, Bretland
WTA 250 MSC Hamburg Ladies Open Hamborg, Þýskaland
ATP 250 Generali Open Kitzbühel, Austurríki
ATP 250 Almaty Open Almaty, Kasakstan
ATP Masters 1000 ‘Rolex Paris Masters’ París, Frakkland
Nitto ATP Finals Tórínó, Ítalía

UM LEXUS

Lexus var stofnað árið 1989 og er alþjóðlegur framleiðandi lúxusbíla sem býður upp á mikið úrval fyrsta flokks bíla í Evrópu, þar á meðal LBX-, UX-, NX-, RZ- og RX-sportjeppana, GX og LX SUV-bílana, ES Sedan-bílinn og LM-lúxusfjölnotabílinn.

Lexus leitast við að „veita munað á persónulegum nótum“ með hugmyndaríkri tækni, vönduðu handverki, fáguðu útliti og „omotenashi“ – japönsku hefðinni um úrvals gestrisni.

Með rúmlega 3,5 milljónum sjálfhlaðandi hybrid-bíla, tengiltvinnbíla og rafbíla sem seldir hafa verið hingað til um allan heim er framtíðarsýn Lexus Electrified byggð á reynslu vörumerkisins af rafknúnum ökutækjum og miðar að verulegu forskoti í afköstum, aksturseiginleikum, stjórn og akstursánægju í gegnum rafbílatækni.

Árið 2024 afhenti Lexus fleiri en 850.000 bíla um allan heim, þar af 88.184 í Evrópu, sem er nýtt met, og þar af voru yfir 90% bílanna rafknúin.

UM ATP

Hlutverk ATP er að þjóna tennisíþróttinni og hafa alþjóðlega yfirumsjón með atvinnumennsku karla í tennis. Við sinnum milljarði aðdáenda um allan heim, kynnum bestu leikmenn heims á virtustu mótunum og veitum næstu kynslóð aðdáenda og leikmanna innblástur. Allt frá United Cup í Ástralíu og yfir til Evrópu, Ameríku og Asíu berjast stjörnurnar í íþróttinni um titla og PIF ATP-stig á ATP Masters 1000-, 500- og 250-viðburðum auk Grand Slams. Allir vegir liggja til Nitto ATP Finals, hins virta lokamóts mótaraðarinnar sem haldið er í Tórínó á Ítalíu. 

Á mótinu keppa aðeins 8 efstu leikmenn heims í einliðaleik og tvíliðaleik og í lok þess fer einnig fram opinber krýning á ATP-keppanda númer 1 í heiminum, sem kynntur er af PIF, og er mesta afrekið sem hægt er að ná í tennis. Frekari upplýsingar er að finna á www.ATPTour.com.