1. Kynntu þér Lexus
  2. Self-Charging Hybrid
Lexus á Íslandi
LEXUS LBX

NÆSTA KYNSLÓÐ SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

Fer ótroðnar slóðir. Nettur. Léttur. Ný öld sjálfhlaðandi Hybrid bíla er gengin í garð hjá Lexus. Upplifðu kraftinn í LBX sem gerir daglegan akstur að nýrri og spennandi reynslu.

LBX er allt annað en hefðbundinn, enda hannaður til að fara ótroðnar slóðir og endurskilgreina mörkin fyrir bæði tæknilausnir og munað. LBX er í fararbroddi nýrrar kynslóðar sjálfhlaðandi Hybrid bíla Lexus og búinn tækni nýrra tíma. Það hefur aldrei verið eins spennandi að aka Hybrid bíl og nú, þegar nýja 1,5 lítra sjálfhlaðandi Hybrid-aflrásin í þessum netta bíl skilar óvæntum en þó alltaf traustum afköstum.

HVERJIR ERU KOSTIRNIR?

Nýju sjálfhlaðandi Lexus Hybrid aflrásinni fylgja margir kostir, allt frá hljóðlátum, friðsælum akstri til lækkunar á eldsneytiskostnaði.

SILKIMJÚKUR, LIPUR AKSTUR.

Næsta kynslóð sjálfhlaðandi LBX Lexus Hybrid gerir hverja ökuferð að ævintýri, enda er þessi bíll einstök upplifun á hverjum degi, frá innanrýminu og út. Hann er hannaður til að henta akstursstíl og lífsstíl allra og er á heimavelli bæði í erli borgargatnanna og á hlykkjóttum sveitavegum.

Hvernig er það hægt? Með því að sameina 1,5 lítra bensínvél og mjög afkastamikinn rafmótor skilar LBX mögnuðum eiginleikum og sannar að afköst snúast um annað og meira en það sem sést á ytra byrðinu.

 

MEIRI HRAÐI, LENGRI VEGALENGDIR.

Sjálfhlaðandi LBX Hybrid bílinn afkastar meiru en þú gætir ímyndað þér, enda allt annað en hefðbundinn. Í rafakstursstillingu nær hann bæði auknum hraða og getur ekið lengri vegalengdir en áður á rafmagni einungis án þess að bensínvélin taki þátt. LBX tryggir aukna akstursánægju og skilvirkni og það má með sanni segja að hann hafi opnað dyrnar að næstu kynslóð rafknúinna Hybrid bíla.

Upplifðu áður óþekktan sveigjanleika á öllum þínum ferðum, með möguleika á að nota rafknúinn akstur allt að 50% aksturstímans. Bíllinn er með nýrri nikkel-málmhýdríðrafhlöðu sem tryggir minna viðnám og aukin afköst og þessar nýju tæknilausnir skila auknum stuðningi rafmótors við hröðun og ljá bílnum snerpu og þrótt.

SPARNAÐUR Í ÖLLUM SKILNINGI

Auk einstakrar afkastagetu tryggir samhliða notkun á 1,5 lítra bensínvél og mjög öflugum rafmótor mikinn sparnað. Ekki aðeins fyrir umhverfið heldur einnig fyrir bókhaldið, þar sem raforkuverð er mun stöðugra en verð á öðru eldsneyti.

Hér er látið reyna á mörk hins mögulega, því samþættir kostir háþróuðu nikkel-málmhýdríðrafhlöðunnar, fisléttra efna og sérlega vel hannaðs ytra byrðis gera þér kleift að lækka bæði eldsneytiskostnaðinn og koltvísýringslosunina.

STERKARI NÆRVERA, MEIRA AFL.

Þegar LBX er annars vegar hefur „nettur“ aldrei verið jafn stórbrotið lýsingarorð. Sjálfhlaðandi Hybrid LBX er nettasti Lexus frá upphafi og hannaður til að veita ekta Lexus upplifun í búningi lítils og lipurs SUV-bíls sem smellpassar við þinn lífsstíl.

Bíllinn er með valkvæðu E-FOUR-aldrifi sem tryggir bestu hugsanlegu stýringu, svo ökumaðurinn nýtur þess að hafa fullkomna stjórn á öllu sem fram fer. Með því að beina afli sjálfkrafa til afturhjólanna, sem eru knúin rafafli, helst LBX stöðugur við allar aðstæður, einnig þegar beygt er úr stæði eða fyrir horn og ekið á yfirborði með litlu gripi.

Hér hefur öllu sem þú telur þig vita um smábíla verið snúið á haus og „lúxus“ fengið nýja merkingu. LBX er fágaður, en um leið skemmtilegur í akstri. Smæðin gerir hann nógu lipran til að njóta sín í borgarumferðinni en um leið er hann klár í ævintýraferðir, vegna þess hvað hann er stöðugur. Það skiptir því engu hvað þig langar að gera eða hvort dagskráin breytist óvænt, bíllinn þinn er tilbúinn í hvaða verkefni sem er.

LÚXUS, ÚTFÆRÐUR TIL HINS ÝTRASTA.

Sérhvert smáatriði í LBX er útfært til að skapa akstursupplifun sem er sannkallaður lúxus, enda er þetta Lexus bíll í húð og hár.

Að utanverðu er bíllinn nettur SUV, en LBX gefur hvergi eftir þegar gæði eru annars vegar. Bílstjóri og farþegar geta tyllt sér í þægileg sæti klædd hálf-anilínleðri með áberandi Tatami-útsaumi, svo dæmi sé tekið um ríkulegan efnivið og falleg hönnunaratriði. Ekki spillir fyrir að vönduð Mark Levinson hljómtæki með 13 frábærlega staðsettum hátölurum (aukahlutur) fylla farþegarýmið af uppáhaldstónlistinni þinni. Þá er bíllinn ekki síður ríkulega búinn að utan, því að fáanlegir litir eru allt frá eftirtektarverðum tveggja lita samsetningum sem skera sig úr fjöldanum yfir í sígildari eintóna liti. Þú getur því valið þann LBX sem endurspeglar þig og þinn stíl.