lexus make your mark hero

LEXUS FRÉTTIR

MAKE YOUR MARK

Lexus tilkynnti listrænt samstarf við hinn margverðlaunaða upptökustjóra og tónlistarmann Mark Ronson fyrir markaðssetningu nýja LC bílsins. Þessi nýi tveggja dyra bíll er flaggskip Lexus sem markar upphaf nýs tímabils með herferð undir slagorðinu „Make Your Mark“.
Samstarfið við Ronson er í anda áherslu Lexus á sköpun ógleymanlegrar upplifunar á sviði tónlistar, listar og tækni. Samstarfið fylgir í kjölfar herferðar ársins 2015 með Jude Law, „The Life RX“, sem gaf áhorfendum sem boðið var á þátttökusýningu tækifæri til að setjast undir stýri sem kvikmyndastjarna.

MARK RONSON

Næstu sex mánuðina mun herferðin „Make Your Mark“ veita neytendum og aðdáendum tækifæri til að reyna sig við spennandi efni og ótrúlega upplifun.

Mark Ronson hafði eftirfarandi að segja um herferðina: „Ég hef alltaf ánægju af því að vinna með fólki sem er nýjungagjarnt og engu líkt hvort sem er innan eða utan upptökurýmisins. Þegar Lexus hafði samband við mig og kynnti fyrir mér hugmyndina á bak við herferðina og ég sá nýja LC sá ég að hér var á ferðinni eitthvað nýtt og spennandi. Ég heillaðist af þeirri hugmynd að nota tónlist til að veita innblástur og skapa upplifun í tengslum við þennan bíl.“

LEXUS LC

Hönnun tveggja dyra LC víkur í ótrúlega fáum atriðum frá hönnun LF-LC-hugmyndabílsins, sem skilaði þeim báðum verðlaunum á EyesOn hönnunarverðlaununum. LC vísar veginn í þeim stakkaskiptum sem bílaþróunarmenning Lexus tekur um þessar stundir, þar sem áhersla er lögð á samstarf hönnunar- og þróunardeilda við sköpun ótrúlega fallegs bíls sem fer fram úr björtustu vonum.

Alain Uyttenhoven, forstjóri Lexus í Evrópu, hafði þetta að segja um samstarfið við Mark Ronson: „Mark Ronson er virtur upptökustjóri og tónlistarmaður sem komið hefur að mörgum stærstu smellum undanfarins áratugar og við hefðum ekki getað nælt okkur í betri samstarfsaðila fyrir „Make Your Mark“-herferðina. Lexus LC markar nýtt upphaf hjá Lexus, þar sem áhersla er lögð á samstarf þróunar- og hönnunardeilda. Mark passar fullkomlega við þessa áherslu, maður sem hefur lagt sitt fram í tónlistinni bæði í gegnum eigin flutning sem og í gegnum samstarf við aðra.“