Lexus var stofnað 1989 til að þróa og framleiða bestu bíla sem nokkru sinni hafa verið smíðaðir ásamt því að veita bestu mögulegu þjónustu við viðskiptavini. Lexus International var gert að sérstöku fyrirtæki innan Toyota-samstæðunnar árið 2012 til að samræma miðlæga áætlanagerð, skipulag, hönnun, þróun og framleiðslu vörumerkisins.
Marine Business Department hjá Toyota Motor Corporation (TMC) var stofnuð árið 1997 til að þróa lúxussnekkjur með tækni og gæðastjórnunarferlum sem höfðu verið fullkomnuð í framleiðslu lúxusbíla frá Lexus. Ponam-lína Toyota Marine hefur meðal annars boðið upp á 26 og 28 feta sportveiðibáta og 31, 35, 37 og 45 feta lúxussnekkjur með endingargóðum og hljóðlátum kjölum úr A5083-álblöndu. Ponam-gerðirnar eru knúnar með sparneytnum dísilvélum með forþjöppu sem byggjast á vélum lúxusbílanna GX 300d (3,0 lítra og fjögurra strokka dísilvél með forþjöppu) og LX 450d (4,5 lítra V8-dísilvél með tveimur forþjöppum) frá Lexus. Toyota Ponam-línan er mest selda lúxussnekkjulínan í Japan.
Árin 1998 til 2002 þróaði og framleiddi Toyota Marine einnig Epic-línuna, báta úr trefjagleri sem hannaðir voru til keppni á sjóskíðum og sjóbrettum og voru helst ætlaðir á Bandaríkjamarkað. Allir bátarnir voru knúnir með 4,0 lítra 1UZ-FE DOHC V8-bensínvélinni úr Lexus LS 400-lúxusbílnum.
Marquis-Larson Boat Group: Það er okkar skoðun að það jafnist engin frelsistilfinning á við það að sigla á vatni. Þess vegna bjóðum við upp á sex gerðir hágæðaskemmtibáta sem eru frá 16 og upp í 52 feta langir: Nýju Marquis Carver-snekkjurnar, léttu Larson-fjölskyldubátana, Larson FX-fiskibátana fyrir ferskvatnsveiðar, Larson Escape-flatbytnurnar og Striper-fiskibátana fyrir sjóveiðar.