2019 lexus ly 650 luxury yacht hero

12 / 09 / 2018

LEXUS LY 650 LÚXUSSNEKKJAN AFHJÚPUÐ: EINSTÖK UPPLIFUN

 • Þróun og smíði óviðjafnanlegra bíla er nokkuð sem Lexus hefur unnið að hörðum höndum, eins og til dæmis má sjá á fallegum handgerðum hurðarbyrðum LS 500 bílsins eða flókinni lakksprautun þar sem innblástur hins glæsilega bláa litar er sóttur til blárra draumfiðrilda. Yfirfærsla Lexus-vörumerkisins er jafnframt tækifæri sem Lexus lætur ekki fram hjá sér fara. Siglingar eru enn eitt skrefið hjá Lexus við könnun inn á ný svið, hvort heldur sem er innan eða utan bílaiðnaðarins.
  Lexus leggur stöðugt mat á það hvað felst í lúxus og hefur í kjölfarið leitað inn á svið matargerðar, hönnunar, kvikmyndagerðar og fleira til að finna tækifæri til samspils og samstarfs við vörumerkið. Í anda þeirrar hugmyndar Yoshihiros Sawa, forstjóra Lexus International, að Lexus eigi að vera vörumerki þar sem „nýjar leiðir eru kannaðar til að veita gestum okkar nýstárlega og ógleymanlega upplifun“ hefur Lexus tekið upp samstarf við ýmsa forystuaðila með það að markmiði að bjóða áfram upp á ótrúlega upplifun.
  Nú sækir Lexus á ný mið með næstu útgáfu sinni af Lexus-snekkjunni, LY 650. Með LY 650-snekkjunni er þráðurinn tekinn upp frá Lexus-hugmyndasnekkjunni og hún ber merki nútímalegrar hönnunar Lexus, L-finesse.
 • 2019 lexus ly 650 luxury yacht landscape
 • TAKUMI-MEISTARAR LEXUS TAKA HÖNDUM SAMAN VIÐ HÖNNUÐI MARQUIS-LARSON

  Mikill áhugi almennings á Lexus-hugmyndasnekkjunni varð hvatning til að fylgja henni eftir með frekari þróun á siglingasviðinu, ekki síst sökum þeirrar óskar Shigekis Tomoyama, varaforstjóra Lexus, að „koma með draumkennda birtingarmynd lúxuslífsstílsins; þar sem ferðamöguleikar Lexus eru færðir yfir á úthöfin“. Til að raungera þessa draumkenndu sýn var Marquis-Larson Boat Group valið til að smíða, selja og sinna þjónustu á nýju Lexus-snekkjunni, einkum vegna mikillar hæfni og reynslu þeirra af smíði sérhannaðra báta sem var enn fremur staðfest með vinnu þeirra að því að gera Lexus-hugmyndasnekkjuna að veruleika.
  Marquis-Larson er með aðsetur í Pulaski í Wisconsin og er fullkominn samstarfsfélagi til að koma öðrum kaflanum í snekkjuhönnun Lexus í framkvæmd með einstöku handverki, nútímatækni og innblásinni hönnun. Rómuð arfleifð Takumi-meistara Lexus, sem eru sérlega færir á sínu sviði, hlýtur hér verðugan stuðning í handverki Marquis-Larson, sem býr að sérfræðiþekkingu bátasmiða sem margir hverjir hafa starfað hjá fyrirtækinu í 30 ár.
 • 2019 lexus ly 650 luxury yacht portrait

  L-FINESSE FLYST HNÖKRALAUST ÚR BÍLUM YFIR Í SIGLINGAR

  Í LY 650 má finna nokkra af glæsilegustu eiginleikum 42 feta hugmyndasnekkjunnar. Nýja Lexus-snekkjan er 65 fet að lengd með 19 feta þiljubita og afgerandi stíl sem einkennist meðal annars af sterkum, áberandi bógi, sveigðum áhersluatriðum á dekki og afmörkuðum hliðarsvip við skut. Ef horft er á snekkjuna frá hlið sést hvernig einstök Lexus-þaklínan rís og hnígur og flæðir svo inn í upplyftan og breiðan afturhlutann.

 • VÆNTANLEGIR ÁFANGAR OG SAMSKIPTAUPPLÝSINGAR

  Stefnt er að því að fyrsta fullgerða Lexus LY 650-snekkjan verði tilbúin á síðari hluta ársins 2019 og verði frumsýnd á heimsvísu seint sama ár. Þeim sem hafa áhuga á að afla sér frekari upplýsinga eða vilja spyrjast fyrir um kaup á Lexus LY 650 er bent á að hafa samband við:
  Matthew Vetzner
  Aðstoðarforstjóri markaðsdeildar hjá Marquis-Larson Boat Group
  +1 920.822.3214
  mvetzner@marquis-larson.com
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
   
   
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Heildarlengd
   
  65’ 5”
   
  19.96 m
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Þiljubiti (breidd)
   
  18’ 8”
   
  5.72 m
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Vélar
   
  Volvo IPS 1200
   
  Volvo IPS 1350
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Vélar
   
  1,000 gal
   
  3,785 l
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Vatnsgeymir
   
  225 gal
   
  852 l
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Safngeymir
   
  170 gal
   
  643 l
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Káetur
   
  3
   
  3
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Salerni
   
  3
   
  3
  TÆKNILÝSING (óstaðfestar bráðabirgðatölur)
  Svefnpláss
   
  6
   
  6

BAKGRUNNUR

Lexus var stofnað 1989 til að þróa og framleiða bestu bíla sem nokkru sinni hafa verið smíðaðir ásamt því að veita bestu mögulegu þjónustu við viðskiptavini. Lexus International var gert að sérstöku fyrirtæki innan Toyota-samstæðunnar árið 2012 til að samræma miðlæga áætlanagerð, skipulag, hönnun, þróun og framleiðslu vörumerkisins.
Marine Business Department hjá Toyota Motor Corporation (TMC) var stofnuð árið 1997 til að þróa lúxussnekkjur með tækni og gæðastjórnunarferlum sem höfðu verið fullkomnuð í framleiðslu lúxusbíla frá Lexus. Ponam-lína Toyota Marine hefur meðal annars boðið upp á 26 og 28 feta sportveiðibáta og 31, 35, 37 og 45 feta lúxussnekkjur með endingargóðum og hljóðlátum kjölum úr A5083-álblöndu. Ponam-gerðirnar eru knúnar með sparneytnum dísilvélum með forþjöppu sem byggjast á vélum lúxusbílanna GX 300d (3,0 lítra og fjögurra strokka dísilvél með forþjöppu) og LX 450d (4,5 lítra V8-dísilvél með tveimur forþjöppum) frá Lexus. Toyota Ponam-línan er mest selda lúxussnekkjulínan í Japan.
Árin 1998 til 2002 þróaði og framleiddi Toyota Marine einnig Epic-línuna, báta úr trefjagleri sem hannaðir voru til keppni á sjóskíðum og sjóbrettum og voru helst ætlaðir á Bandaríkjamarkað. Allir bátarnir voru knúnir með 4,0 lítra 1UZ-FE DOHC V8-bensínvélinni úr Lexus LS 400-lúxusbílnum.
Marquis-Larson Boat Group: Það er okkar skoðun að það jafnist engin frelsistilfinning á við það að sigla á vatni. Þess vegna bjóðum við upp á sex gerðir hágæðaskemmtibáta sem eru frá 16 og upp í 52 feta langir: Nýju Marquis Carver-snekkjurnar, léttu Larson-fjölskyldubátana, Larson FX-fiskibátana fyrir ferskvatnsveiðar, Larson Escape-flatbytnurnar og Striper-fiskibátana fyrir sjóveiðar.