SKOÐAÐU LEXUS LC-HUGMYNDABLÆJUBÍLINN

Lexus LC-hugmyndablæjubíllinn var kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Norður-Ameríku í janúar, 2019 og markar ný tímamót í þróun vörumerkisins eftir að LC fjögurra dyra sportbíllinn skók bílaheiminn í Detroit fyrir þremur árum.

GLÆSILEG ENDURGERÐ

Hugmyndabíllinn var hannaður til að vera birtingarmynd „hreinnar fegurðar“ og er opinn sportbíl til aksturs á vegum úti, bíll sem er glæsilega útfærð endurgerð á LC fjögurra dyra sportbílnum. Sérhver lína í þessum LC-hugmyndabíl er dregin upp með tilfinningaleg viðbrögð að markmiði, allt frá halla framrúðunnar til mjúkra útlína afturhlerans yfir blæjunni. Hönnun LC-hugmyndabílsins hrífur augað frá hvaða sjónarhorni sem er og gerir bílinn að metnaðarfullu flaggskipi fyrir Lexus.

LÁTLAUS FÁGUN

Auk einstaklega fallegrar áferðar á ytra byrðinu heillar LC-hugmyndabíllinn jafnt ökumenn sem farþega með sérlega aðlaðandi innanrými þar sem öllum þörfum er mætt. Hvort sem litið er til sérsmíðaðra og einstaklega þægilegra sæta eða notalegrar áferðarinnar á rofum og hnöppum er óhætt að segja að sérhvert smáatriði í þessum LC-bíl sé hannað til að gera jafnvel hversdagsskutlið að spennandi viðburði. Snjóhvítar leðurklæðningar eru hvarvetna en gulir saumar glæða þær smá lit án þess að draga athyglina frá látlausri fágun hönnunarinnar í heild.

AFKÖST Í ANDA FORVERANNA

LC-hugmyndabíllinn er ekki bara glæsilegt ökutæki heldur má rekja kraftinn og glæsilegt útlitið beint til forvera bílsins, í þróttmiklum ytri útlínum hans. Stutt skögun, 22 tommu hjól og breið staða gefa skýrt til kynna hvers vænta má af þessum kraftmikla bíl.