Lexus Cup 2018

Skráning er hafin

Lexus Cup 2018 verður haldið 6. júlí á Leirdalsvelli GKG. Nú er aftur komið að okkar sívinsæla og árlega golfmóti. Skráning er hafin og má nálgast frekari upplýsingar hér að neðan.

Skráning á Lexus Cup 2018

Skráning fer fram í gegnum póstfangið lexuscup@lexus.is eða síma 570-5400 og þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram.

- Fullt nafn
- Kennitala
- Golfklúbbur
- Forgjöf
- Bílnúmer
- Netfang
- Farsímanúmer

Einungis Lexuseigendur geta skráð sig.

Vegna mikillar aðsóknar á golfmótið hafa eigendur Lexus bifreiða sem nýskráðar hafa verið 2006 eða seinna forgang inn á mótið. Eigendur eldri bifreiða eru þó settir á biðlista komi til þess að aðrir keppendur afboði.