lexus lda 2018 winners article 001

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS

SIGURVEGARI HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2018 TILKYNNTUR Á HINNI ÓTRÚLEGU SÝNINGU LIMITLESS CO-EXISTENCE Í MÍLANÓ

Lexus International hefur tilkynnt aðalsigurvegara hönnunarverðlauna Lexus fyrir árið 2018 – Tilgátuprófanir (e. Testing Hypotheticals) eftir Extrapolation Factory (Christopher Woebken, Elliott P. Montgomery) – og þar með hápunkt þessa virta alþjóðlega viðburðar. Alls voru sendar inn 1319 hugmyndir, sem er metfjöldi, frá 68 löndum í hönnunarverðlaun Lexus 2018 með þemanu „CO-“.
Við hjá Lexus trúum því innilega að hönnun geti breytt heiminum. Þess vegna styður Lexus og hampar upprennandi hönnuðum sem beisla þetta afl til að skipta um sjónarhorn, miðla hugmyndum og örva ímyndunaraflið í því skyni að móta betri framtíð.
„Sigurvegari þessa árs hefur mikil áhrif á hugmyndir dagsins í dag um hlutverk hönnunar í samfélögum okkar þar sem á sér stað mikil þróun og tæknisviptingar. Vörur gegndu veigaminna hlutverki og fræðsla/kennsla í hönnun og hugmyndafræði henni tengd eru í forgrunni. Það hvernig almennir borgarar og hönnuðir nota vörur, ýmis ferli og framtíðarsýn skipa sífellt mikilvægari sess í því að miðla þessum áhrifum hönnunar í heimi sem horfir sífellt meira til framtíðar og þar sem tækniþróun er allsráðandi. Hönnunin sem var valin sýnir aðferðir og tækni sem tengir saman almenning og hönnuði í hlutverkaleik um hugsanlega framtíðarsýn og hvernig við tökumst á við áhrif hins tæknivædda heims,“ sagði David Adjaye arkitekt sem sat í dómnefnd hönnunarverðlauna Lexus 2018.
        lexus lda 2018 winners article 002
Elliott P. Montgomery frá Extrapolation Factory sagði: „Þetta var sannarlega frábært, og ótrúleg reynsla að fá að vinna með leiðbeinendum okkar hjá Formafantasma. Við gætum ekki hafa gert þetta án stuðningsins frá Lexus.“
Frá árinu 2013 hafa hönnunarverðlaun Lexus stutt við bakið á nýrri kynslóð hönnuða víðs vegar um heiminn. Á sjötta starfsárinu er þema verðlaunanna „CO-“, latneskt forskeyti sem merkir „með“ eða „saman“. Við hjá Lexus trúum því að frábær hönnun geti tryggt samhljóm milli náttúru og samfélags. Í þeim skilningi er „CO-“ nálgun sem gerir vörumerkinu kleift að kanna möguleika hönnunar og umhverfis nánar með því að skapa ný tækifæri í gegnum samstarf, samhæfingu og sambönd.
Úr hinu fjölbreytta úrvali innsendra hönnunarhugmynda fyrir „CO-“ hefur dómnefnd sérfræðinga valið 12 til úrslita og af þeim verða gerðar frumgerðir af fjórum og átta sýndar á sýningarspjöldum. Þær verða sýndar alþjóðlega hönnunarsamfélaginu á sýningu Lexus, „LIMITLESS CO-EXISTENCE“, sem haldin verður 17.–22. apríl 2018 í Cavallerizze í Museo Nazionale della Scienza e della Tecnologia Leonardo da Vinci á hönnunarvikunni í Mílanó, stærsta viðburði heims á sviði hönnunar.
Fyrir þessa sýningu hefur Lexus fengið til liðs við sig japanska arkitektinn Sota Ichikawa sem verður heildarrýmishönnuður. Við aðalinnsetninguna hefur Ichikawa notað nýjar aðferðir til að skapa einstaka upplifun af LIMITLESS CO-EXISTENCE. Hugmyndabíllinn Lexus LF-1 Limitless, sem kynntur var á alþjóðlegu bílasýningunni í Norður-Ameríku, er einnig sýndur með aðstoð einstakra aðferða Ichikawa.

UM HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2018 – VAL FÓLKSINS

Í kjölfar mikillar þátttöku almennings í hönnunarverðlaunum Lexus í gegnum tíðina hefur Lexus stofnað verðlaunaflokkinn „HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2018 – VAL FÓLKSINS“, sem býður upp á enn meiri þátttöku en áður. Sigurvegarinn var valinn með atkvæðagreiðslu á vefsvæðinu 16. til 21. apríl og tilkynntur 23. apríl. Val fólksins þetta ár er „Heiðarlegt egg“ (e. Honest Egg) eftir Aesthetid.
Frekari upplýsingar má finna hér: Hönnunarverðlaun Lexus: www.lexusdesignaward.com Hönnunarviðburður Lexus: www.lexusdesignevent.com Opinber myllumerki: #LexusDesignAward; #LexusDesignEvent;

SAMANTEKT UM HÖNNUNARVIÐBURÐ LEXUS Í MÍLANÓ