
HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS
HÖNNUNARVIÐBURÐIR LEXUS
Sköpunarkrafturinn getur breytt heiminum. Hönnunarverðlaun Lexus veita hugmyndum brautargengi með því að styðja við bakið á ungum hönnuðum sem geta mótað framtíðina á nýjan og spennandi hátt.

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS
ÞEIR SEM KOMUST Í ÚRSLIT Í HÖNNUNARVERÐLAUNUM LEXUS 2018
Lexus International hefur tilkynnt þá 12 sem komust í úrslit hönnunarverðlauna Lexus 2018. Nú á sjötta starfsári þessarar framúrskarandi hönnunarkeppni er ungum hönnuðum boðið að leggja fram hugmyndir byggðar á þema þessa árs, „CO-“, sem dregið er af latnesku forskeyti sem merkir „með“, „saman“ eða „í samhljómi“.

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS
SIR DAVID ADJAYE GENGUR TIL LIÐS VIÐ DÓMNEFND HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2018
Lexus er ánægja að tilkynna liðsauka hins framsækna arkitekts Sir Davids Adjaye sem er nýjasti dómarinn fyrir hönnunarverðlaun Lexus 2018. Adjaye, sem er einn áhrifamesti arkitekt sinnar kynslóðar, gengur nú til liðs við dómnefnd sem þegar er þéttskipuð leiðandi sérfræðingum.

ÞEIR SEM KOMUST Í ÚRSLIT Í HÖNNUNARVERÐLAUNUM LEXUS
Aðeins tólf komast í úrslit af þeim þúsundum sem tóku þátt. Átta þeirra munu kynna hugmyndir sýnar á hönnunarvikunni í Mílanó en hinir fjórir fá það einstaka tækifæri að vinna undir handleiðslu heimsfrægra hönnuða. Ráðgjafarnir munu aðstoða þá sem komast í úrslit við að vinna frumgerð út frá hugmyndum sínum.

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2017
DÓMARARNIR
Dómnefnd hönnunarverðlauna Lexus er skipuð einvalaliði heimsþekktra hönnuða og sérfræðinga á sviði hönnunargreina. Þeir fara yfir þúsundir umsókna og velja úr þeim tólf hugmyndir sem komast í úrslit, fjórar hugmyndir sem gerð er frumgerð eftir og loks sigurvegara í keppninni.