KYNNTU ÞÉR LEXUS

HANDVERK

Nákvæmni. Einbeitni. Hæfni. Allt er þetta órjúfanlegur hluti einstaks handverks sem greinilegt er í hverjum einasta Lexus bíl.

NÁKVÆMNI TAKUMI MEISTARANS, ÁRATUGA ÞJÁLFUN

Takumi er ævafornt japanskt hugtak og hefð sem lýsir kjarna hins sanna handverks. Allt okkar framleiðsluferli er byggt á því. Takumi handverksmeistarar okkar búa allir yfir einstaklega næmum skynfærum og hafa gengið í gegnum áralanga stranga þjálfun. Þeirra eina markmið er besta mögulega niðurstaðan og þeir hætta ekki fyrr en þeir hafa náð að hanna framúrskarandi bíla sem bjóða upp á ótrúlega upplifun, þar sem blandað er saman hefðbundinni tækni og nýjustu tækni.

 •     takumi hub masters

  HANDVERK

  TAKUMI MEISTARAR

  Hver einasti Takumi meistari Lexus býr yfir minnst 25 ára reynslu. Saman koma þeir að borðinu með óviðjafnanlega hæfni, þekkingu og innsæi á öllum stigum bílaframleiðsluferlisins.

 •     Takumi Replacement 1920x1080 Hero

  HANDVERK

  ORIGAMI KETTIR

  Takumi meistarar sanna hæfileika sína með því að brjóta saman origami kött á 90 sekúndum með víkjandi hendi. Táknrænt próf sem sannar yfirburðahæfileika.

 •     takumi hub flagship craft

  HANDVERK

  FRÁGANGUR SEM SÆMIR FLAGGSKIPI

  Hver einasti þáttur hins rómaða LS endurspeglar áherslu okkar á fullkomið handverk. Íburðarmikil áferð, klæðningar og efni lyfta akstursupplifuninni á annað stig, í fullkomnum samhljómi við hrífandi afköstin.