NÝTT UPPHAF Í VÆNDUM

Lexus UX sportjeppinn verður heimsfrumsýndur á bílasýningunni í Genf 2018. Djörf hönnun með eiginleika jeppa en lipurð og léttleika á við fólksbíl.

 • 2018 lexus ux portrait go beyond

  LEXUS UX

  LEXUS UX

  Nýji Lexus UX bílinn ögrar undanförum sínum og stillir sér upp sem djarfur sportjeppi. Krafmiklar línur í hliðum gefa bílnum dýnamískt útlit.

  Að framan má finna auðkennandi Lexus grillið sem skartar glæsilegu netamynstri í kring um Lexus merkið. Þreföld LED aðalljós ásamt dagljósum með lögun í líkingu við örvarodd gefa bílnum afgerandi útlit.

  Meðal nýjunga hjá hönnuðum Lexus má nefna ýmsar loftaflfræðilegar uppgötvanir. Dæmi um þær eru uggi í afturljósasamstæðu sem hjálpa til við að gera bílinn stöðugan í hliðarvindum auk boga í brettaköntum sem bæta akstur í kröppum beygjum.

 • 2018 lexus ux portrait embrace japanese

  LEXUS UX

  JAPÖNSK VERKKUNNÁTTA OG HÖNNUN Í HÁVEGUM HÖFÐ

  Ein af áskorunum hönnunarteymis okkar var að útrýma hefðbundnum skilum á milli ytra og innra byrðis.

  Í sæti ökumanns virðist mælaborðið flæða í gegnum framrúðuna og inn í húddið. Þessi snjalla hönnun gerir ökumanninum betur kleyft að átta sig á stærð bílsins auk þess sem útsýnið á veginn verður framúrskarandi, sem auðveldar akstur í þéttbýli.

  Þetta þema heldur áfram í Takumi sashiko leður áklæðinu, í því er notast við saumatækni sem er jafnan notuð til að styrkja Judo og Kendo búninga. Ein af klæðningunum sem er í boði fyrir UX bílinn skartar japanska pappírmynstrinu shoji. En shoji pappírinn er oft notaður sem rennihurð á japönskum heimilum.

 • 2018 lexus ux portrait seek new

  LEXUS UX

  NÝJAR LEIÐIR Í KRAFTI OG ÖRYGGI

  Í UX bílnum má finna glænýjan undirvagn og fjöðrun, stíf yfirbygging og lár þyngdarpunktur leiða til þess að bíllinn er einstaklega skemmtilegur í akstri. Bílinn er drifinn áfram af annaðhvort sjálfhlaðandi Hybrid vél sem má finna í UX 250h og er í boði með bæði fram og afturdrifi eða líflegri bensínvél í UX 200.

  Bílinn inniheldur margskonar tækninýjungar á borð við Panoramic View (útsýni frá öllum hliðum bílsins), heimsklassa Mark Levinson® Premium hljóðkerfi og eru allar útfærslur UX búnar Lexus Safety System+ öryggiskerfi sem staðalbúnað. Öryggiskerfið inniheldur árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda, akgreinaskynjara og akgreinavara, sjálfvirkt háljósakerfi sem auka skyggni í myrkri auk sjálfvirks radar hraðastilli sem viðheldur fjarlægð við bílinn fyrir framan.

2018 lexus ux key features
 • AÐGREINANDI HÖNNUN

  UX á engan sinn líkan, hann er rúmgóður og öruggur og djörf og aðgreinandi hönnun á ytra byrði bílsins gerir UX að framúrskarandi bíl í sínum flokki.

 • GOTT ÚTSÝNI

  Innra byrði bílsins er sérhannað fyrir ökumanninn og býður upp á gott útsýni á veginn með upphækkuðu sæti.

 • LIPUR Í AKSTRI

  UX bílinn er fyrsti Lexus bíllinn sem er hannaður á nýjum alheims arkitektúrs grundvelli (GA-C). Bílinn státar af lægsta þyngdarpunkti meðal bíla í sínum flokki auk framúrskarandi stífni í yfirbyggingu sem leiðir til jákvæðrar akstursupplifunar.

 • GÆÐI Í INNRA RÝMI

  Gæða verkkunnátta Lexus er augljós í innra rými UX. Það er skreytt nýrri klæðningu sem er innblásin af japönskum pappír og hefðbundinu sashiko leður áklæð.

 • SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

  Nýtt sjálfhlaðandi Hybrid kerfi af fjórðu kynslóð má finna í UX 250h bílnum. Afköst kerfisins eru betri og rafmagnsmótorinn er kraftmeiri. Vertu viðbúin að kerfið fari fram úr væntingum þínum.

 • 2.0L BENSÍN VÉL

  UX 200 er knúinn áfram af nýrri 2.0 lítra bensín vél með háa varmanýtni og nýrri stiglausri sjálfskiptingu.

 • HYBRID EÐA BENSÍN

  Tvær nýjar aflrásir eru kynntar til leiks í UX bílnum: UX 250h er knúinn áfram af nýju sjálfhlaðandi Hybrid kerfi af fjórðu kynslóð á meðan UX 200 er knúinn áfram af nýrri 2.0L bensínvél.

AFHJÚPUN UX

FJÖLMIÐLAFUNDUR Í GENF

Next steps