NÝR LEXUS UX

VÍKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN MEÐ LEXUS UX

Nýr Lexus UX ögrar öllum sínum forverum. Djörf hönnun ýtir undir kröftugt útlit. Fágað yfirborðið gefur til kynna karakter bílsins sem er bæði stílhreinn og dínamískur.

LEXUS UX

Allt frá framúrstefnulegri framhliðinni með einkennandi Lexus-grilli til sportlegra útlína og djarflegrar hönnunar afturhlutans leynir sér hvergi að þessi glænýi Lexus UX er stórt og kjarkmikið skref á vegferðinni að nýrri nálgun í hönnun crossover. Þegar inn er komið er bíllinn engu minna hrífandi. Hönnunin byggir á japönsku byggingarlistarnálguninni „engawa“, þar sem mörk þess sem er utan á og að innan renna snurðulaust saman. Þú verður eins og heima hjá þér í þessu ríkulega búna, ökumannsmiðaða umhverfi, sem virðist í senn opið og frjálst og einstaklega öruggt.


 

 
  019 lexus ux presales key features 1920x1080 v2
 • Almennir aksturseiginleikar

  Njóttu þess að sitja þægilega og hafa fulla stjórn og frábært útsýni í þessum nútímalega lúxussportjeppa. Þetta er undirstrikað enn frekar með einstökum búnaði sem fullnýtir loftstreymi, er sambyggður snurðulaust við hönnun brettakanta og afturljósa og færir þér stöðugleika við hraðan akstur og í mótvindi.

 • Gullfallegt handverk

  Takumi-handverksmeistararnir okkar hafa skapað ríkulega búið og einstakt innanrými fyrir UX og nota aðeins efni í hæsta gæðaflokki. Silkimjúk leðursætin eru prýdd listrænu gatamynstri og saumuð í anda hefðbundinnar, japanskrar Sashiko-saumalistar.

 • Afburða afköst

  UX býður þér að velja milli tveggja nýhannaðra aflrása. Önnur þeirra er nýjasta kynslóð sjálfhlaðandi Hybrid-aflrásar sem leiðir saman bestu eldsneytisnýtingu í sínum flokki og einstaklega lipran og líflegan akstur. Einnig má velja bensínvélina sem tryggir aðgengi og mikil afköst með sérlega góðri eldsneytisnýtingu.

 • Framsækin tækni

  Yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum setur saman myndir úr fjórum myndavélum í eina, magnaða 360° loftmynd af bílnum og nánasta umhverfi hans, á óviðjafnanlegum 10,3” skjá. Nú er ekki lengur þörf á fyrirferðamiklum snúrum því við bjóðum Qi-samhæft, þráðlaust hleðslutæki sem þú getur notað til að hlaða tæki, svo sem snjallsíma, með því einu að leggja tækið á hleðslutækið.

 • Aukið öryggi

  Nýi UX-bíllinn er búinn nýja Lexus Safety System +, sem er frábært, heildstætt forvarnarkerfi og er meðal annars með greiningu á gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki, LDA-akreinaskynjara með aðstoð við akreinarakningu, sjálfvirku háljósakerfi, ratsjárhraðastilli og umferðarskiltaaðstoð.

 • F SPORT-útlit

  Akstursupplifunin verður þróttmeiri og öflugri þegar þú kynnist UX F SPORT. Gírskiptirofar og stýri klædd götuðu leðri skapa spennandi sportlegt umhverfi en einkennandi stíll á grilli og framstuðara tryggja að UX F SPORT-gerðirnar skera sig alls staðar úr.


 

 
  2019 lexus ux sunrise to sunrise campaign banner

Á MILLI SÓLARUPPRÁSA

SÓLARHRINGUR Í BORGINNI Á LEXUS UX

Kynntu þér hvernig UX hentar fullkomlega fyrir sólarhringslangan rúnt um borgarumhverfið.

SKOÐA LITAVAL

Hannaðu UX að þínum kröfum, prófaðu þig áfram með liti eða kynntu þér eiginleika og skoðaðu myndasafnið hér fyrir neðan.

Smelltu á bílinn til að snúa

UX 250 h Comfort 2wd / Svartur

UPPLIFÐU UX

UPPGÖTVAÐU UX-BÍLINN

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.


 

 
  2018 lexus ux ar banner hybrid 1920x1920 v2

VÍKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN

UX SÝNDARVERULEIKAFORRIT

Breyttu hvaða rými sem er í sýningarsal og upplifðu nýjan Lexus UX í fullri stærð með Lexus UX sýndarveruleikaforritinu. Þú getur notast við 360 gráðu eiginleikann til þess að skoða innra og ytra byrði bílsins frá öllum sjónarhornum.

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR