LEXUS UX
Allt frá framúrstefnulegri framhliðinni með einkennandi Lexus-grilli til sportlegra útlína og djarflegrar hönnunar afturhlutans leynir sér hvergi að þessi glænýi Lexus UX er stórt og kjarkmikið skref á vegferðinni að nýrri nálgun í hönnun crossover. Þegar inn er komið er bíllinn engu minna hrífandi. Hönnunin byggir á japönsku byggingarlistarnálguninni „engawa“, þar sem mörk þess sem er utan á og að innan renna snurðulaust saman. Þú verður eins og heima hjá þér í þessu ríkulega búna, ökumannsmiðaða umhverfi, sem virðist í senn opið og frjálst og einstaklega öruggt.
SJÁLFHLAÐANDI LEXUS HYBRID
HYBRID-BÍLLINN SEM HLEÐUR SIG SJÁLFUR
Þetta er hybrid-bíllinn sem hleður sig sjálfur. Þennan bíl þarf aldrei að setja í hleðslu og hann getur verið að meðaltali um 50% aksturstímans í rafknúinni stillingu. Bíllinn er í hleðslu allan tímann sem honum er ekið. Ekki bara á hreyfingu heldur líka þegar þú stöðvar eða hægir á, því þá safnar hemlunarkerfi með endurnýtingu hemlunarafls enn meiri orku í búið.
UPPGÖTVAÐU NÝJA SÝN
Með Lexus UX færðu framsækinn lúxusbúnað Lexus og ítrasta öryggi í einum og sama pakkanum, hannað af djarfleika og með skilvirkari aflrás en nokkru sinni. UX er fullur af þrótti og þori, enda smíðaður fyrir hraðan og snarpan, snurðulausan akstur.
*Eiginleikar eru mismunandi milli markaðssvæða, hafðu samband við söluaðila til þess að fá upplýsingar um búnað sem er í boði á þínu markaðssvæði.
UPPLIFÐU UX
-
UPPGÖTVAÐU UX-BÍLINN






