LEXUS UX

Allt frá framúrstefnulegri framhliðinni með einkennandi Lexus-grilli til sportlegra útlína og djarflegrar hönnunar afturhlutans leynir sér hvergi að þessi glænýi Lexus UX er stórt og kjarkmikið skref á vegferðinni að nýrri nálgun í hönnun crossover. Þegar inn er komið er bíllinn engu minna hrífandi. Hönnunin byggir á japönsku byggingarlistarnálguninni „engawa“, þar sem mörk þess sem er utan á og að innan renna snurðulaust saman. Þú verður eins og heima hjá þér í þessu ríkulega búna, ökumannsmiðaða umhverfi, sem virðist í senn opið og frjálst og einstaklega öruggt.


 

 
  2019 lexus ux presales key features
 • Almennir aksturseiginleikar

  Njóttu þess að sitja þægilega og hafa fulla stjórn og frábært útsýni í þessum nútímalega crossover. Lágur þyngdarpunktur og stífur pallur gera UX-bílnum kleift að tryggja þér hárnákvæma aksturseiginleika sem koma þér á óvart. Þetta er undirstrikað enn frekar með einstökum búnaði sem fullnýtir loftstreymi, er sambyggður snurðulaust við hönnun brettakanta og afturljósa og færir þér stöðugleika við hraðan akstur og í mótvindi.

 • Afburða afköst

  UX býður þér að velja milli tveggja nýhannaðra aflrása. Önnur þeirra er nýjasta kynslóð sjálfhlaðandi Hybrid-aflrásar sem leiðir saman bestu eldsneytisnýtingu í sínum flokki og einstaklega lipran og líflegan akstur. Svo má líka velja bensínvélina sem tryggir þér aðgengi og gífurlegt afl en einnig einstaklega góða eldsneytisnýtingu.

 • Framsækin tækni

  Yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum setur saman myndir úr fjórum myndavélum í eina, magnaða 360° loftmynd af bílnum og nánasta umhverfi hans, á óviðjafnanlegum 10,3” skjá. Nú þarf ekki lengur að vesenast með snúrur, því við bjóðum Qi-samhæft, þráðlaust hleðslutæki sem þú getur notað til að hlaða tæki, svo sem snjallsíma, með því einu að leggja tækið á hleðslutækið.

 • Aukið öryggi

  Nýi UX-bíllinn er búinn nýja Lexus Safety System +, sem er frábært, heildstætt forvarnarkerfi og er meðal annars með greiningu á gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki.

 • Gullfallegt handverk

  Takumi-handverksmeistararnir okkar hafa skapað ríkulega búið og einstakt innanrými fyrir UX og nota aðeins efni í hæsta gæðaflokki. Silkimjúk leðursætin eru prýdd listrænu gatamynstri og saumuð í anda hefðbundinnar, japanskrar Sashiko-saumalistar.

Next steps

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR