2019 lexus rxl hero

RX 450h L

ÞAR SEM RÝMI OG FÁGUN FARA SAMAN

Njóttu sveigjanleikans sem þriðja sætaröðin býður upp á í nýjum og glæsilegum RX L.

KYNNTU ÞÉR RX L 450h

Lengri útgáfan af nýjum RX býður upp á sveigjanleika fyrir allt að sjö manns en heldur samt sem áður rennilegri hönnun ytra byrðisins og fágun í akstri. Eiginleikar eins og aðskilin loftkælingarsvæði, fínstillt hliðarloftpúðatjöld og rafknúin sæti gera að verkum að farþegar í þriðju sætaröð upplifa vellíðan og öryggi.


 

 
  2019 lexus rxl key features
 • Munaður í þremur sætaröðum

  Þriðja sætaröðin í nýjum RX L býður upp á sæti fyrir tvö börn – eða tvo fullorðna – og hægt er að stýra henni rafknúið úr annarri sætaröðinni eða farangursgeymslunni til að færa hana um 93 mm fram eða aftur til að skapa meira fótarými fyrir farþegana.

 • Nýstárleg hönnun

  Nýi RX L ber merki nýjustu hönnunareinkenna Lexus, með fágaðri útgáfu af sígilda grillinu, rennilegri þreföldum LED-aðalljósum og L-laga LED-ljósum að aftan. Einstakar svartar og krómaðar dyrastoðir sem gefa þakinu „svífandi“ yfirbragð blasa við þegar horft er á bílinn að aftan.

 • Takumi gæðasmíði

  Einstök áhersla okkar rómaða handverksfólks á smáatriði er sýnileg um leið og litið er á nýja RX L-bílinn, með hárnákvæmum leðursaumum og „Takumi“-efni sem ljær farþegarýminu andrúmsloft nútímalegrar fágunar.

 • Öryggi

  Loftpúðatjöldin voru endurhönnuð fyrir RX L til að verja farþega í þriðju sætaröð betur. Lexus Safety System + er búið árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks; akreinarakningu sem heldur þér á beinu brautinni; sjálfvirku háljósakerfi með BladeScan™ sem lýsir upp gangandi vegfarendur og bíla í myrkri; umferðarskiltaaðstoð sem greinir umferðarskilti; og ratsjárhraðastilli.

 • Hrífandi afköst

  Sjálfhlaðandi Hybrid RX L frá Lexus er brautryðjandi sem sameinar snilldarlega 3,5 lítra V6-bensínvél og tvo rafmótora, sem þýðir að bíllinn er sérlega gefandi í akstri, hvert sem þú ferð.

 • Hugvitssamleg tækni

  Inni í RX L-bílnum er að finna stóran 12,3" snertiskjá fyrir margmiðlunarefni sem er einfalt að stjórna og sem býður upp á hnökralausan aðgang að ýmsum snjallsímaforritum.

SKOÐA LITAVAL

Hannaðu þinn RX L, kynntu þér litavalið og skoðaðu eiginleika og myndasafn bílsins.

Gerðin sem er sýnd er ekki einkennandi fyrir heildarlínuna.

SVARTUR (212)

SVART LEÐUR

með bambus innfellingum (LA22)

UPPLIFÐU RX L

Einstök áhersla á smáatriði er aðalsmerki nýja RX L-bílsins. Hvort sem horft er til loftstýringareiginleikans, glasahaldaranna eða aðskildu loftkælingarsvæðanna í þriðju sætaröðinni sést að þessi jeppi smíðaður með þig og farþega þína í huga. Upplifðu það á eigin skinni.

UPPLIFÐU RX L

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.