2017 lexus rc 300h hero

RC

SANNKALLAÐUR SPORTBÍLL

Hrífandi afköst og hönnun í sportlegum stíl mæta goðsagnakenndri fágun Lexus í þessum heillandi sportbíl.

LEXUS RC

Sportbíll sem skilar framúrskarandi afköstum með ákveðinni og eftirtektarverðri hönnun. Undir kraftmiklu og áköfu útliti RC er að finna stutt hjólhaf og stífan undirvagn sem bjóða upp á framúrskarandi stjórn og lipurð. Þessi afgerandi fjögurra sæta sportbíll er í boði með afkastamikilli bensín eða Hybrid vél svo þú getur hannað RC drauma þinna.


 

 
  2017 lexus rc 200t key features
 • Sportleg akstursstaða

  Í lágri og sportlegri akstursstöðu finnurðu virkilega fyrir yfirborði vegarins og skynjar hvernig bíllinn bregst við minnstu hreyfingum stýrisins.

 • Sveigjanlegt rými

  Aftursæti með 60:40 skiptingu er staðalbúnaður í RC-gerðum. Þegar öll aftursætin eru lögð niður er pláss fyrir fyrirferðarmeiri hluti, sem þýðir að bíllinn býður upp á sömu þægindin og skutbíll en býr þó yfir tign og fágun sportbílsins.

 • Lyklalaus opnun

  Þegar þú nálgast RC með lykilinn í vasanum lýsa báðir hurðarhúnarnir til að bjóða þér að stíga inn og hurðirnar fara úr lás þegar þær eru snertar. Húnarnir eru fagurlega hannaðir og á þeim er ekkert skráargat, nýjung sem enginn annar bíll með þessa gerð hurðarhúna státar af.

 • Leðurklætt upphitað stýri

  Fallega saumuð leðurklæðning á stýrinu er með fingrastuðningi og þversniði sem er sérsniðið til að sem þægilegast sé að grípa um það. Að auki er einnig hægt að hita stýrið þegar kalt er í veðri.

 • Öryggi og afkastageta

  Nýi RC er sérhannaður til að komast hjá hættu og er í því skyni búinn VDIM kerfi (Vehicle Dynamics Integrated Management) og öflugum, loftkældum diskabremsum.

 • Fáanlegur með bensín- og Hybrid vél

  Hvort sem þú velur þér RC með brautryðjandi Hybrid kerfi eða bensínvél með forþjöppu getur þú treyst á að hann sé ávallt viðbragðsfljótur og einstaklega lipur.

SKOÐA LITAVAL

Hannaðu þinn RC, kynntu þér litavalið og skoðaðu eiginleika og myndasafn bílsins.

Configure your car

Smelltu á bílinn til að snúa

RC Hybrid F-Sport / Svartur

KYNNTU ÞÉR LEXUS RC

Með stjórnrými sem sniðið er að þörfum ökumannsins, kraftmiklu útliti og listilega smíðuðu innanrými býr RC yfir ómótstæðilegu jafnvægi á milli mikilla afkasta og fágunar. Ef sportbíll væri hannaður til að hreyfa við þér kæmi RC sterklega til greina.

KYNNTU ÞÉR LEXUS RC

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

Next steps

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR