RC

SKARPUR EN ÞÓ MJÚKUR

Nýr RC er endurhannaður með sportlegu og fáguðu ytra byrði sem sækir innblástur í ávala hönnun flaggskipsins okkar, LC-bílsins.

LEXUS RC

Sportbíll sem skilar framúrskarandi afköstum með ákveðinni og eftirtektarverðri hönnun. Undir kraftmiklu og áköfu útliti RC er að finna stutt hjólhaf og stífan undirvagn sem bjóða upp á framúrskarandi stjórn og lipurð. Þessi afgerandi fjögurra sæta sportbíll er í boði með afkastamikilli bensín eða Hybrid vél svo þú getur hannað RC drauma þinna.


 

 
  2018 lexus rc key features 1920x1080 v4
 • Ný fágun

  Nýtt framstuðarahorn flæðir mjúklega niður frá aðalljósunum og netmynstur grillsins breytist eftir því sem neðar dregur. Lóðrétt og afar nett þreföld LED-aðalljós og ný L-laga LED-hliðarljós ýta enn undir skarpari áherslur útlitsins.

 • Takumi-handverk

  Í farþegarýminu var allt frá fyrsta flokks efnum yfir í nákvæmt skipulag stjórntækja og mæla smíðað með Lexus Takumi-handverki til að hámarka akstursánægjuna.

 • Skörp stýring

  Þættir fengnir úr LC-bílnum gera nýja RC-bílinn skarpari og fágaðri en nokkru sinni fyrr. Lítil atriði á borð við nýja uggalögun hliðargluggalista og rás í afturstuðara auka stöðugleika bílsins við akstur og draga úr loftmótstöðu.

 • Hugmyndarík tækni

  Inni í bílnum baðar róandi stemningslýsingarbúnaður farþegarýmið mjúkri lýsingu. Lýsing í hurðarklæðningunni lagar sig sjálfkrafa að akstursskilyrðum. Ný klukka, alveg eins og sú sem er í LC-bílnum, situr hátt á mælaborðinu.

 • Aukið öryggi

  RC-bíllinn er búinn nýju Lexus Safety System +, heildstæðu forvarnarkerfi sem meðal annars inniheldur árekstraröryggiskerfi með greiningu gangandi vegfarenda, LDA-akreinaskynjara með aðstoð við akreinarakningu, sjálfvirkt háljósakerfi, ratsjárhraðastilli og umferðarskiltaaðstoð.

 • Fáanlegur með bensín- og Hybrid vél

  Innblástur hinna einstöku F-álskreytinga í farþegarými RC F SPORT-gerðanna var sóttur í mynstrið á hefðbundnum japönskum sverðsblöðum. F SPORT er einnig með einkennandi svarta áferð í kringum netgrillið og gluggana.

KYNNTU ÞÉR LEXUS RC

Með stjórnrými sem sniðið er að þörfum ökumannsins, kraftmiklu útliti og listilega smíðuðu innanrými býr RC yfir ómótstæðilegu jafnvægi á milli mikilla afkasta og fágunar. Ef sportbíll væri hannaður til að hreyfa við þér kæmi RC sterklega til greina.

UPPLIFÐU RC-BÍLINN

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.


 

 
  2018 lexus new rc razor sharp quote background

 

 
  2018 lexus new rc razor sharp quote foreground 810x1080 v2

SKARPUR OG SAMT MJÚKUR – Í RC-BÍLNUM GETURÐU VALIÐ SPORTLEGA STILLINGU OG ÞÆGINDASTILLINGU, EFTIR ÞVÍ HVAÐ HENTAR HVERJU SINNI.

Andreas Møller kokkur

SÉRSTÖK FORSÝNING Í PARÍS

Sérstakur viðburður var haldinn mánuði fyrir heimsfrumsýninguna á Lexus RC-sportbílnum á bílasýningunni í París 2018. Kokkurinn Andreas Møller hjá veitingastaðnum Copenhague á Champs-Elysées, sem hlaut fyrstu Michelin-stjörnuna sína fyrr á þessu ári, setti saman rétt sem túlkar kjarna RC-bílsins í nýjum búningi, sem er að framreiða eitthvað sannarlega stórfenglegt.

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR