KÖKUR Á VEFSVÆÐI LEXUS

Kökum er skipt upp í fjóra flokka, eftir eiginleikum og tilgangi:

KÖKUR Á VEFSVÆÐI LEXUS

„Lexus og samstarfsaðilar þess nota „kökur“, „vefvita“ og aðrar rakningartæknilausnir til að gera upplifun þína á netinu áhugaverðari. Kökur eru textaskrár sem settar eru í vafra tölvunnar og geyma upplýsingar um það sem þú velur. Lexus notar kökur eða aðrar rakningartæknilausnir til að greina notkun þjónustu og netskoðun og til að bæta eða sérsníða vörur, efni, tilboð eða þjónustu á vefsvæðum Lexus.
Til dæmis kunnum við að nota kökur til að sérsníða notkun þína á samsetningar- og kaupþjónustu Lexus (t.d. til að ávarpa þig með nafni þegar þú velur þjónustu aftur eða til að muna tiltekna samsetningu á bíl), vista aðgangsorðið þitt á öruggu svæði fyrir aðgangsorð og gera þér kleift að nota innkaupakörfur.
Lexus flokkar kökurnar sínar í fjóra mismunandi flokka:

1. Nauðsynlegar kökur
a. Við notum þessar kökur til að veita þér grunnþjónustu á vefsvæðum Lexus
b. Við notum þessar kökur til að auka öryggi á vefsvæðum Lexus
c. Þessar kökur eru nauðsynlegar og ekki er hægt að slökkva á þeim á þessu vefsvæði
d. Almennt séð geturðu slökkt á kökum í vafranum þegar þú vilt

2. Afkastakökur
a. Lexus notar afkastakökur til að bæta þjónustuna sem við bjóðum á netinu með greiningum, könnunum í sprettigluggum og almennu eftirliti með afköstum og framboði
b. Þessar kökur eru valfrjálsar og hægt er að afvelja þær í svarglugga kökustillinga efst á þessari síðu

3. Virknikökur
a. Lexus notar virknikökur til að muna innskráningarupplýsingar þínar næst þegar þú heimsækir vefsvæði okkar
b. Við notum þessar kökur einnig til að bæta notkun með því að muna sumt sem þú velur, t.d. til að ávarpa þig með nafni þegar þú velur þjónustu aftur eða til að muna tiltekna samsetningu á bíl
c. Þessar kökur eru valfrjálsar og hægt er að afvelja þær í svarglugga kökustillinga efst á þessari síðu

4. Miðunar/rakningarkökur
a. Þessar kökur bjóða upp á heildstæða upplifun á vefsvæðum Lexus með því að skrá hvaða síður þú hefur opnað á vefsvæði Lexus eða veita þér staðbundna þjónustu á borð við upplýsingar um staðsetningu næsta söluaðila Lexus. Þessar kökur geta valdið því að þú sjáir miðaðar auglýsingar á öðrum vefsvæðum en vefsvæðum Lexus
b. Þessar kökur eru valfrjálsar og þær þarf að samþykkja sérstaklega á kökuborða eða í svarglugga efst á þessari síðu Lexus, þriðju aðilar sem veita þjónustu eða samstarfsaðilar okkar kunna einnig að nota kökur eða aðrar rakningartæknilausnir til að stjórna og mæla virkni auglýsinga sem birtar eru á öðrum vefsvæðum sem þú heimsækir.

Þegar þú skoðar vefsvæði Lexus, hvort sem er sem skráður notandi eða á annan hátt, samþykkir þú að við skráum hvað þú gerir á vefsvæðinu og notkun þína á þjónustu og virkni með þeim tæknilausnum sem lýst er hér að ofan, eða svipaðri tækni sem kann líta dagsins ljós síðar meir.

Þriðju aðilar kunna að nota sínar eigin rakningarlausnir þegar þú heimsækir vefsvæði Lexus og þeir kunna að hafa aðgang að uppsöfnuðum upplýsingum um þig og það sem þú gerir á netinu á mismunandi vefsvæðum eða í forritum sem þú notar á vefsvæðum Lexus. Þessi notkun er Lexus óviðkomandi og fellur undir persónuverndarstefnur viðkomandi þriðju aðila.
Slökkt á kökum

Flestir vafrar eru stilltir á að samþykkja kökur. Hugsanlega geturðu stillt vafrann á að vara þig við áður en þú samþykkir tilteknar kökur eða að hafna tilteknum kökum. Ef þú á hinn bóginn slekkur á notkun á kökum í vafranum getur verið erfitt að nota suma eiginleika vefsvæða Lexus eða þá að þeir virka ekki rétt.