LEXUS RX MYNDASAFN
RAFMAGNAÐUR AÐ UTAN SEM INNAN
Nýr RX verður fáanlegur í þremur ólíkum en rafdrifnum útgáfum í Evrópu.
Lexus hefur nú afhjúpað fimmtu kynslóð af RX í gjörbyltri útfærslu sem markar kaflaskil í sögu þessa sígilda bíls.
LEXUS RX MYNDASAFN
Nýr RX verður fáanlegur í þremur ólíkum en rafdrifnum útgáfum í Evrópu.
Nýr RX 500h skilar byltingarkenndri afkastagetu og er allra fyrsti Hybrid bíllinn frá Lexus með forþjöppu. Aflið í RX 500h kemur frá nýju Hybrid byggingarlagi með 2,4 lítra vél með forþjöppu og sex þrepa sjálfskiptingu. Með DIRECT4-kerfinu skilar þetta 371 DIN hö. og 645 Nm togi sem tryggir einstaka hröðun og framúrskarandi aksturseiginleika.
Rafmótorinn að framan er staðsettur á milli vélarinnar og gírkassans; hann er með kúplingu á báðum hliðum sem skilar miklum sveigjanleika við inngjöf. Að aftanverðu er að finna 80 kW e-Axle, netta samstæðu við afturhjól sem samanstendur af mótor, gírum og stjórntölvu.
Í nýjum RX eru háþróaðir tengimöguleikar og á meðal staðalbúnaðar er 14" snertiskjár, einn sá stærsti í flokki sambærilegra bíla. Til viðbótar við hefðbundið og innbyggt leiðsögukerfi er skýjaþjónusta staðalbúnaður í nýjum RX*. DCM-gagnasamskiptaeining bílsins skilar þér sítengingu og þar með rauntímaupplýsingum um t.d. umferðaratvik, slys og ástand á vegum.
Í nýja margmiðlunarkerfinu er nú að finna snjöllu raddaðstoðina „Hey Lexus“. Einföld samþætting við snjallsíma er staðalbúnaður – þráðlaus fyrir Apple CarPlay og með snúrutengingu fyrir Android Auto. Hægt er að fá þráðlausan hleðslubakka sem nú er með 50% meiri hleðslugetu.
* á markaðssvæðum þar sem þjónustan er í boði.
Til viðbótar við fyrirliggjandi fjarstýringaraðgerðir í Lexus Link Pro, s.s. akstursgreiningu, Hybrid þjálfun, eftirliti með eldsneytisstöðu og „Finna bílinn minn“, fylgja nýjar aðgerðir með í RX 450h+: hleðslueftirlit fyrir rafhlöðu, hleðsluáætlun og hleðslutímastilling. Með appinu er einnig hægt að læsa og opna bílinn, opna afturhlerann, stjórna hita- og loftstýringunni eða jafnvel blikka hættuljósum bílsins til að finna hann á stórum bílastæðum. Tengd þjónusta fylgir með sem staðalbúnaður í fjögur ár.*
*Appið er væntanlegt seinnipart ársins 2022