1. Nýir bílar
  2. RX World Premiere
Lexus á Íslandi
NÝ ÚTFÆRSLA Á SÍGILDUM BÍL

NÝR LEXUS RX

Lexus hefur nú afhjúpað fimmtu kynslóð af RX í gjörbyltri útfærslu sem markar kaflaskil í sögu þessa sígilda bíls.

NÝR LEXUS RX

FÁGAÐ OG EINKENNANDI AKSTURSLAG

Undirstöðuatriði hafa verið fínstillt, svo sem þyngdarmiðja, tregðugildi, þyngdarminnkun, stífleiki og aflrásir, til að leggja grunninn að náttúrulegri tengingu á milli bíls og ökumanns. Nýr RX er byggður á GA-K undirvagninum og afturhluti bílsins hefur verið endurhannaður frá grunni til að tryggja enn nákvæmari fjöðrun. Þetta býður upp á enn meiri afkastagetu, þægindi og fágun.
NÝR LEXUS RX

FRAMSÆKIN HÖNNUN

Hönnun nýs RX er kröftugri. Að framanverðu fellur snældulaga grillið mun betur inn í ásýnd bílsins og framljósin eru rennilegri. Hliðarsvipur bílsins er kröftugri og traustari en áður með langri vélarhlíf, enn lengra hjólhafi (6 cm), lægri þaklínu (1 cm) og stærri 21" hjólum. Afturljósin eru í fullri breidd með innbyggðu Lexus-merki og sporvídd að aftan (4 cm) er breiðari, sem ýtir enn frekar undir trausta stöðu nýs RX að aftanverðu. 
NÝR LEXUS RX

ENN MEIRI LÚXUS

Þótt viss naumhyggja einkenni innanrýmið er það snjallt og glæsilegt, búið hágæðaefnum og nýjustu tæknilausnunum sem skila þér einstökum þægindum og vellíðan um borð. Framsætin hafa verið endurhönnuð til að tryggja aðgengi, líkamsstuðning og hita- og loftræstikerfi í hæsta gæðaflokki. Innrétting er einnig fáanleg í gervileðri (án dýraafurða).
NÝR LEXUS RX

ÖKUMANNSRÝMI, SÉRHANNAÐ FYRIR ÖKUMANNINN

„Tazuna“-ökumannsrýmið er hugsað sérstaklega út frá þörfum ökumannsins og tryggir honum beintengda og þægilega stjórn á bílnum. Þar sem öll stjórntæki og upplýsingamiðlun eru innan seilingar er dregið verulega úr augna- og höfuðhreyfingum ökumannsins, sem bætir bæði akstursupplifun og öryggi.

LEXUS RX MYNDASAFN

RAFMAGNAÐUR AÐ UTAN SEM INNAN

Nýr RX verður fáanlegur í þremur ólíkum en rafdrifnum útgáfum í Evrópu.

NÝR LEXUS RX

RX 450h+ ER FYRSTA PLUG-IN HYBRID ÚTFÆRSLA AF RX

Í RX 450h+ er fjögurra strokka 2,5 lítra Hybrid-vél og 18,1 kWh Li-ion hleðslurafhlaða. Viðbótarrafmótor að aftan gerir þér kleift að nota aldrifið öllum stundum. Li-ion rafhlaðan skilar yfir 65 km drægi á rafmagni.
NÝR LEXUS RX

RX 500h: BYLTINGARKENND HYBRID-AFKASTAGETA

Nýr RX 500h skilar byltingarkenndri afkastagetu og er allra fyrsti Hybrid bíllinn frá Lexus með forþjöppu. Aflið í RX 500h kemur frá nýju Hybrid byggingarlagi með 2,4 lítra vél með forþjöppu og sex þrepa sjálfskiptingu. Með DIRECT4-kerfinu skilar þetta 371 DIN hö. og 645 Nm togi sem tryggir einstaka hröðun og framúrskarandi aksturseiginleika.

Rafmótorinn að framan er staðsettur á milli vélarinnar og gírkassans; hann er með kúplingu á báðum hliðum sem skilar miklum sveigjanleika við inngjöf. Að aftanverðu er að finna 80 kW e-Axle, netta samstæðu við afturhjól sem samanstendur af mótor, gírum og stjórntölvu.

NÝR LEXUS RX

RX 350h: SPARNEYTINN OG SJÁLFHLAÐANDI HYBRID BÍLL

Með innleiðingu fjórðu kynslóðar tæknilausna er þessi sjálfhlaðandi Hybrid útgáfa RX enn mýkri og sparneytnari. 2,5 lítra aflrás skilar 245 DIN hö. og 0–100 km/klst. hröðun á 8,0 sekúndum.
NÝR LEXUS RX

FYRSTA FLOKKS ÖRYGGISTÆKNI

RX er búinn þriðju kynslóð Lexus Safety System+ öryggiskerfisins sem inniheldur endurbætt árekstrarviðvörunarkerfi, nýja og forvirka akstursaðstoð, fyrirstöðuskynjara, hraðaminnkunaraðstoð og stýrisaðstoð. Í viðbótaröryggispakkanum er auk þess: umferðarskynjari að framan, akreinaskiptihjálp og neyðarstýrisaðstoð með virkum stuðningi.
NÝR LEXUS RX

FRAMSÆKNAR MARGMIÐLUNAR- OG TENGILAUSNIR

Í nýjum RX eru háþróaðir tengimöguleikar og á meðal staðalbúnaðar er 14" snertiskjár, einn sá stærsti í flokki sambærilegra bíla. Til viðbótar við hefðbundið og innbyggt leiðsögukerfi er skýjaþjónusta staðalbúnaður í nýjum RX*. DCM-gagnasamskiptaeining bílsins skilar þér sítengingu og þar með rauntímaupplýsingum um t.d. umferðaratvik, slys og ástand á vegum.

Í nýja margmiðlunarkerfinu er nú að finna snjöllu raddaðstoðina „Hey Lexus“. Einföld samþætting við snjallsíma er staðalbúnaður – þráðlaus fyrir Apple CarPlay og með snúrutengingu fyrir Android Auto. Hægt er að fá þráðlausan hleðslubakka sem nú er með 50% meiri hleðslugetu.

* á markaðssvæðum þar sem þjónustan er í boði.

NÝR LEXUS RX

TENGD ÞJÓNUSTA – LEXUS LINK

Til viðbótar við fyrirliggjandi fjarstýringaraðgerðir í Lexus Link Pro, s.s. akstursgreiningu, Hybrid þjálfun, eftirliti með eldsneytisstöðu og „Finna bílinn minn“, fylgja nýjar aðgerðir með í RX 450h+: hleðslueftirlit fyrir rafhlöðu, hleðsluáætlun og hleðslutímastilling. Með appinu er einnig hægt að læsa og opna bílinn, opna afturhlerann, stjórna hita- og loftstýringunni eða jafnvel blikka hættuljósum bílsins til að finna hann á stórum bílastæðum. Tengd þjónusta fylgir með sem staðalbúnaður í fjögur ár.*


*Appið er væntanlegt seinnipart ársins 2022   

NÝR LEXUS RX

RÝMI TIL AÐ NJÓTA LÍFSINS

Í nýjum RX er feykinóg rými fyrir alla farþega og fimm lúxussæti með frábæru fótarými. Með aukinni fjarlægð milli mjaðmapunkts farþega í fram- og aftursæti, nýrri sætahönnun og snjallri útfærslu á farþega- og farangursrými býður RX upp á rúmbetri tilfinningu en áður. Snjöll hönnun afturhlera gerir að verkum að farangursrýmið er orðið 50 mm lengra og til að auðvelda aðgengi er hleðsluhæðin 30 mm lægri.
NÝR LEXUS RX

HLÝLEGT ANDRÚMSLOFT

Í anda „Omotenashi“-gestrisni Lexus geta farþegar í RX valið á milli 64 lita og fjórtán sérhannaðra þema í „Lexus Mood Selector“ til að sérstilla lýsinguna.
NÝR LEXUS RX

F SPORT

Með sérstakri áherslu á sportlega eiginleika RX verður hægt að fá F SPORT útfærslu RX 500h og RX 350 í Austur-Evrópu. F SPORT útfærslan er búin ýmsum viðbótum, t.d. annarri útfærslu á framgrilli, svuntum og straumlínulöguðum fram- og afturstuðurum. Lögun framsætanna í F SPORT styður auk þess enn betur við farþegana. Þau er hægt að fá annaðhvort svört eða dimmrauð. Álskreytingar undirstrika enn frekar sportlegt yfirbragðið í innanrýminu. Auk þess er F SPORT útfærslan með ýmsar kraftmiklar viðbætur, þar á meðal sportlegri fjöðrunarstillingu, stærra hemlakerfi o.s.frv.