- Ný sérútgáfa af vinsælum sportjeppa Lexus
- Áhersla á sportlegt, kraftmikið útlit
- Svart þema í ytri hönnun, þar á meðal matt svartar 18" álfelgur
- Tvílita og einlita valkostir á ytra byrði
- Lúxus hálfanilín leðurinnrétting í svörtu með andstæðum dökkrauðum litum
- Ríkulegur búnaður: rafdrifin ökumannssæti, 64 lita stemningslýsing, þráðlaus hleðsla, nanoe-X loftgæðatækni og gírskiptiflipar
- Takmörkuð framleiðsla: frá september 2025 til maí 2026
Glæsilegri Lexus LBX - Vibrant Edition
Áhersla á sportlegt og kraftmikið útlit bílsins sem lyftir honum á hærri stall
Frá því hann kom á markað árið 2023 hefur LBX staðið við loforð sitt um að kynna spennandi nýjungar fyrir Lexus vörumerkið og laða að sér nýja viðskiptavini sem heillast af ferskri „premium casual“ nálgun á stíl og lúxus. Þessi einkenni eru nú staðfest með kynningu á sérútgáfu LBX – nýrri Vibrant Edition.
Eins og nafnið gefur til kynna fær Vibrant Edition áberandi stíleinkenni sem undirstrika nútímalegt og snjallt útlit LBX. Með því að bæta við enn fleiri valkostum í fjölbreyttu LBX línunni er þetta fullkomin birtingarmynd af hugmyndafræði Lexus um að „gera lúxus persónulegan“.
Andre Schmidt, yfirmaður Lexus Europe, sagði:
„LBX hefur fljótt orðið lykilbíll fyrir Lexus í Evrópu, byggt upp sterka stöðu á nýjum markaðssvæðum og náð árangri í lykilhlutverki sínu að laða að nýja viðskiptavini. Hann er nú þegar næst mest selda módel okkar, með yfir 23.000 seld eintök árið 2024. Með nýju Vibrant Edition bætum við við valmöguleikum og einstökum stíleinkennum sem styrkja sportlegt og kraftmikið útlit bílsins. Við erum sannfærð um að hann muni enn frekar styrkja hæfileika LBX til að laða að nýja viðskiptavini sem sannkallaður Lexus – bara minni að stærð.“
Sérstök ný einkenni styrkja sportlegt og lipurt yfirbragð LBX Emotion módelið, þar á meðal 18" matt svartar álfelgur, svartir fram- og afturlistar, svartir glugga- og hurðalistar og svartar innfellingar á stuðurum. Einnig er svartkróm á skrautlista fyrir ofan framgrillið og grillið sjálft er með svartri áferð – innblásið af háafkastamesta LBX RR Morizo hugmyndabílnum.
Þrír litamöguleikar eru í boði: tvílita valkostir sem sameina Astral Black þak og stoðir með Ruby Red eða Sonic Quartz yfirbyggingu, og einlita Astral Black áferð. Til að undirstrika sérstöðu módelins er „Vibrant Edition“ merki á afturstoðum.
Í innréttingunni er „lifandi“ karakter borgarjeppans fanginn með svörtu hálfanilínleðri og andstæðum Dark Rose litum á hliðum sætanna, öxlum, hnépúðum, miðjustokk og sætisörmum. Sportlegt yfirbragð og handverkslúxus Lexus birtist í rauðum tvöföldum Tatami saumun á sætisbökum og Dark Rose öryggisbeltum.
„Class above“ gæði LBX birtast í ríkulegum búnaði. Helstu atriði eru: átta stillingar á rafdrifnu ökumannssæti, stemningslýsing með 64 litum, þráðlaus hleðsla, nanoe-X loftgæðatækni og gírskiptiflipar fyrir „Shiftmatic“ handvirka raðskiptingu.
Vibrant Edition er búin nýjasta Hybrid kerfi Lexus, með afar skilvirkri 1.5 lítra þriggja strokka vél sem skilar allt að 136 DIN hö/100 kW. Sem minnsta módel í núverandi Lexus línu hentar hann einstaklega vel fyrir akstur í borgum, með gott útsýni frá ökumannssæti og góðan beygjuradíus upp á 10,4 metra.
Nýi Lexus LBX Vibrant Edition verður í takmörkuðu magni með áætlaðri framleiðslu frá september 2025 til maí 2026 eingöngu.