Skip to Main Content (Press Enter)
FRÉTTIR AF LEXUS

KIWAMI-VERÐLAUNIN 2025

  • Kiwami-verðlaunin eru viðurkenning fyrir framúrskarandi rekstur og þjónustu við viðskiptavini fyrir söluaðila Lexus í Evrópu
  • Í ár voru 19 söluaðilar verðlaunaðir, úr hópi rúmlega 340 gjaldgengra fyrirtækja
  • Verðlaunin endurspegla áherslu Lexus á að bjóða upp á „munað á persónulegum nótum“ og sýna öllum viðskiptavinum sínum einstaka „Omotenashi“-gestrisni

Það er Lexus sönn ánægja að heiðra vinningshafa Kiwami-verðlaunahátíðar Lexus árið 2025 og veita þeim söluaðilum sem standa sig best í Evrópu viðurkenningu.

Frá því að Kiwami-verðlaunin (fyrir „framúrskarandi árangur“) voru kynnt til sögunnar árið 2016 hafa þau undirstrikað metnað og nýsköpun söluaðila okkar. Rúmlega 340 opinberir söluaðilar Lexus voru gjaldgengir þetta árið og samkeppnin og árangurinn þannig virkað sérstaklega hvetjandi.

Í ár hlutu 19 söluaðilar viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í rekstri og áherslu sína á að bjóða upp á einstaka Lexus-upplifun sem einkennist af „Omotenashi“-gestrisni. Hver verðlaunahafi endurspeglar hugmyndafræði okkar um að bjóða upp á „munað á persónulegum nótum“ þar sem starfsfólk söluaðila leggur sérstaka áherslu á smáatriðin, ekki aðeins í því hvernig það undirbýr sig fyrir öll samskipti við viðskiptavini, heldur á öllum sviðum hins daglega reksturs. Þetta tryggir að öllum gestum er veitt sú athygli og tillitssemi sem einkennir viðmót sem fólk sýnir gestum á heimilum sínum. 

Andre Schmidt, forstjóri Lexus og Omnichannel Experience hjá Toyota Motor Europe, sagði:

„Kiwami-verðlaunin bera vitni ástríðu og einurð söluaðila okkar. Verðlaunahafarnir hafa ekki aðeins sýnt fram á framúrskarandi árangur í rekstri heldur einnig mikinn metnað við að bjóða upp á þá einstöku persónulegu gestrisni sem einkennir Lexus. Ég óska öllum verðlaunahöfum ársins innilega til hamingju. Afrek ykkar eru allri Lexus-fjölskyldunni í Evrópu hvatning til að setja markið sífellt hærra fyrir framúrskarandi árangur. Það er einmitt þessi einarða áhersla á að gleðja viðskiptavini okkar sem knýr áfram vöxt okkar í Evrópu“

Verðlaunahafarnir okkar nutu ógleymanlegra þriggja daga í Búdapest, frá 11. til 13. september, þar sem blandað var saman hópefli, hátíðarkvöldverði og skapandi menningarupplifun sem sótti innblástur í ríkar hefðir borgarinnar. Þetta var blanda sköpunargleði, áskorana, samvinnu og hátíðahalda, upplifun sem var allt annað en venjuleg.

Við óskum öllum verðlaunahöfum okkar til hamingju með að setja ný viðmið í rekstri og þjónustu við viðskiptavini. Áhugi ykkar og einurð knýr Lexus áfram.

Verðlaunahafar Kiwami-verðlaunahátíðarinnar 2025:

  • Lexus Bergamo – Ítalíu

    Lexus Cambridge – Bretlandi

    Lexus Coruña-Vigo – Spáni

    Lexus Frankfurt – Þýskalandi

    Lexus Fréjus – Frakklandi

    Lexus Galway – Írlandi

    Lexus Haifa – Ísrael

  • Lexus Kifisias – Grikklandi

    Lexus Leipzig – Þýskalandi

    Lexus Odesa – Úkraínu

    Lexus Orléans – Frakklandi

    Lexus Ostrava – Tékklandi

    Lexus Sevilla – Spáni

  • Lexus Shymkent – Kasakstan

    Lexus Stoke – Bretlandi

    Lexus Szeszin – Póllandi

    Lexus Tbilisi – Georgíu

    Lexus Vicenza – Ítalíu

    Lexus Warzawa-Wola – Póllandi