1. Kynntu þér Lexus
  2. Lexus LBX wins its first major European awards
Lexus á Íslandi
LEXUS LBX

HLÝTUR FYRSTU STÓRU EVRÓPSKU VERÐLAUNIN

Lexus LBX hefur nú hlotið sín fyrstu stóru evrópsku verðlaun, en bíllinn var útnefndur „Bíll ársins“ og „Lítill SUV-bíll ársins“ árið 2024 af hinu virta bílatímariti What Car?

  • Hinn byltingarkenndi netti sportbíll frá Lexus hefur fengið sín fyrstu stóru evrópsku verðlaun, en bílatímaritið What Car? veitti honum titilinn „Bíll ársins“ og „Lítill SUV-bíll ársins“
  • Lexus hreppti auk þess áreiðanleikaverðlaun What Car? sjöunda árið í röð, fyrst allra vörumerkja.

 

Lexus LBX hefur nú hlotið sín fyrstu stóru evrópsku verðlaun, en bíllinn var útnefndur „Bíll ársins“ og „Lítill SUV-bíll ársins“ árið 2024 af hinu rómaða bílatímariti What Car?

Þessi virtu verðlaun voru afhent á verðlaunahátíð í London 18. janúar og eru upptakturinn að því að kynna til sögunnar bílgerð sem vænta má að marki tímamót hjá Lexus og opni ný markaðssvæði í Evrópu, margfaldi sölutölurnar og afli fyrirtækinu fjölda nýrra kaupenda.

Lexus hreppir einnig áreiðanleikaverðlaun What Car? sjöunda árið í röð, sem ekkert annað vörumerki getur státað sig af.

Steve Huntingford, ritstjóri What Car? í Bretlandi, sagði: „Verðlaun What Car? fyrir Bíl ársins eru veitt þeirri bílgerð sem hefur þróast mest og best undanfarna 12 mánuði og í ár er það Lexus LBX. Þótt bíllinn eigi sér marga knáa keppinauta í hinum nokkuð þrönga flokki lítilla SUV-bíla stendur hann öllum framar á öllum sviðum, ekki síst þar sem þetta er fyrsti bíllinn í þessum flokki til að sameina afköst Hybrid-bíls og lúxuseiginleika stærri glæsibíla. Og nú, þegar öll verð virðast hækka mjög hratt, býður LBX upp á ótrúlega freistandi verð þegar litið er til kosta bílsins.“

Um áreiðanleikaverðlaunin hefur hann þetta að segja: „Ólíkt öðrum verðlaunaflokkum What Car? þurfti ekki einu sinni að ræða þetta mál, því í nýjustu áreiðanleikakönnun okkar var Lexus í toppsætinu sjöunda árið í röð. Það er ekki nóg með að bílarnir séu með þeim áreiðanlegustu sem hægt er að kaupa, heldur hafa sölumenn brugðist fljótt og vel við þá sjaldan að eitthvað kemur upp á, og án þess að krefjast nokkurrar greiðslu af neinum þeirra Lexus-eigenda sem tjáðu sig við okkur. Systurvörumerkið Toyota er svo í öðru sæti í könnuninni, sem er til marks um að þessir gæðastaðlar gilda um fyrirtækið í heild.“

Chris Hayes, forstjóri Lexus í Bretlandi, tók við verðlaununum fyrir Bíl ársins og sagði: „Þessi heiður fyllir okkur öll, sem áttum þátt í sköpun LBX, stolti og gleði, allt frá yfirverkfræðingnum til teymanna á framleiðslulínunni. Þetta er umbun fyrir þann mikla metnað sem lagður var í að búa til nettan bíl sem skarar fram úr á öllum sviðum og er svo sannarlega ósvikin Lexus-vara.

„Hér hafa engar málamiðlanir verið gerðar. LBX býður upp á meistaralegt handverk, einstök gæði og framúrskarandi akstursupplifun, sem er það sem viðskiptavinir vita að einkennir alla bíla með okkar merki.“