1. Kynntu þér Lexus
  2. Reliably Number One for Reliability
Lexus á Íslandi
FRÉTTIR AF LEXUS

ÁREIÐANLEGA NÚMER EITT FYRIR ÁREIÐANLEIKA

Tískusveiflur koma og fara, en áreiðanleiki Lexus er ævinlega sá sami, ár eftir ár. Nú hafa viðvarandi gæði Lexus verið sannreynd enn eitt árið með toppsæti sjöunda árið í röð í árlegri áreiðanleikakönnuninni „What Car?“

  • Lexus var tilnefnt sem áreiðanlegasta vörumerkið í sjöunda sinn í könnuninni „What Car?“, sem framkvæmd er árlega í Bretlandi.
  • Lexus náði 98,3% í könnuninni, sem tók til 32 vörumerkja og 178 gerða
  • Fyrsta kynslóð NX fékk 99,8%, en fast á hæla hans fylgdu nýi NX með 99,4% og UX með 99,3%

 

Claire Evans, neytendastjóri hjá „What Car“? og umsjónarkona könnunarinnar, sagði: „Ef þú leggur áherslu á áreiðanleika er Lexus besti kosturinn. Þessir bílar stíga sjaldan feilspor, en ef það gerist leysa söluaðilarnir greiðlega úr öllum hnökrum. Þetta vörumerki er í fararbroddi hvað áreiðanleika varðar.“

Hátt í 22.000 ökumenn tóku þátt í þessari veigamestu neytenda- og bílakauparannsókn í Bretlandi í ár (2023), þar sem rýnt var í hvaða bílar standa sig best og verst þegar kemur að göllum. Niðurstöðurnar, sem náðu til 32 vörumerkja og 178 mismunandi gerða, allt að fimm ára gamalla, sýndu að Lexus fékk algera toppeinkunn, eða 98,3 prósent, ekki aðeins vegna fárra hnökra og bilana, heldur einnig hversu hratt og greiðlega gekk að bæta úr og gera við og hvað slíkt kostaði.

Lexus skaraði fram úr í öllum flokkum könnunarinnar, sérstaklega í flokki SUV-fjölskyldubíla, þar sem fyrsta kynslóð NX var efstur með 99,8 prósent, nýr NX sem nú er í sölu fékk 99,4 prósent og UX varð þriðji með 99,3 prósent. Lexus RX lenti í öðru sæti í flokki stórra SUV-bíla, með 98,6%. Allt eru þetta sjálfhlaðandi Hybrid bílar eða Plug-in Hybrid bílar – sem eru þær aflrásar sem samkvæmt könnuninni reyndust áreiðanlegastar, og þær sem var auðveldast að gera við þegar vandamál koma upp.

Lexus IS fjölskyldubíllinn er kannski ekki lengur í sölu en eigendur þess bíls kunna sannarlega að meta ótrúlega endingu hans enda var hann efstur í flokki „forstjórabíla“, með 98%.