1. Kynntu þér Lexus
  2. Future Vision at the Japan Mobility Show
Lexus á Íslandi
RAFKNÚNIR HUGMYNDABÍLAR

FRAMTÍÐARSÝN Í JAPAN

Lexus heimsfrumsýndi línu nýrra rafknúinna hugmyndabíla á fyrstu samgöngusýningunni í Japan (í Tókýó 26. október til 5. nóvember 2023). Þemað „Rafakstursupplifun til hins ýtrasta“ varð fyrirtækinu hvatning til að veita innsýn í hvernig það hyggst hámarka möguleikana sem akstur á rafmagni og ný tækni bjóða upp á í því skyni að kynna til sögunnar nýja og ferska akstursupplifun.

Bás Lexus bauð upp á frumsýningu LF-ZC, Sedan-hugmyndarafbíls sem gefur hugmynd um nýja framleiðslugerð sem áætlað er að setja á markað árið 2026, og LF-ZL, sem gefur forsmekkinn að nýju rafdrifnu SUV-flaggskipi.

Lexus hefur verið brautryðjandi í tækni frá stofnun vörumerkisins árið 1989 og við erum stolt af þeirri arfleifð að skora viðteknar hugmyndir á lúxusbílamarkaðinum á hólm með virðisaukandi áhrifum fyrir viðskiptavinina. Vörumerkið hefur stimplað sig inn sem alþjóðlegur framleiðandi lúxusbíla og tekst áfram á við þá áskorun að hanna bíla og upplifun sem fer fram úr væntingum viðskiptavinanna.

Báðir hugmyndabílarnir eru búnir nýjustu gerð stafræns ökumannsrýmis sem býður upp á þægilegan og snöggan aðgang að stjórntækjum bílsins.. Nýi Arene OS-viðmótshugbúnaðurinn býður upp á uppfærslur eiginleika til að halda í við þróun öryggiskerfa og margmiðlunarvirkni.

AKSTURSEIGINLEIKAR

Við vinnslu á nýjum gerðum rafbíla leitast Lexus við að gera akstursupplifunina ánægjulegri þar sem ökumaðurinn hefur meiri tengingu við bílinn. Þetta felur m.a. í sér að nýta innbyggða tregðueiginleika rafbíla og bæta við þá mjúkri stýringu akstursátaks sem fylgir DIRECT4-aldrifskerfinu (sem er nú þegar að finna í RZ 450e) og þægilegri, línulegri tilfinningu leiðslutengds stýriskerfis.

Eftir því sem þróun Arene OS vindur fram hyggst Lexus einnig bjóða upp á sérsniðna akstursupplifun fyrir hvern og einn með áherslu á að tryggja sem best jafnvægi milli hröðunar, beygja og hemlunar. Markmiðið er að skapa besta bílinn fyrir hvern og einn viðskiptavin með samvirkni vélbúnaðar og hugbúnaðar. Til að kynnast nýjum og einstökum eiginleikum bæði LF-ZC og LF-ZL skaltu lesa áfram.

 

FRAMTÍÐARSÝN

LF-ZC

LF-ZC er táknrænn fyrir rafvæðingarvegferð Lexus, með sínum fáguðu hlutföllum, lágri þyngdarmiðju, rúmgóðu farþegarými og hrífandi hönnun þar sem notagildi og fagurfræði renna saman í eitt og fyrirheit eru gefin um ævintýralega akstursupplifun.
FRAMTÍÐARSÝN

LF-ZL

Hugmyndabíllinn LF-ZL sýnir okkur framtíð þar sem samgöngur, fólk og samfélag renna saman í eitt. Akstursupplifunin verður sniðin að hverjum og einum, þar sem bíllinn dregur ályktanir út frá venjum ökumannsins og býður upp á fordæmislaus samskipti með sérsniðnum tillögum. Með þessum flaggskipsbíl getur fólk lifað lífinu eftir eigin höfði um leið og það hefur jákvæð áhrif á sitt nánasta umhverfi, nærsamfélagið sem og samfélagið í heild.
Bæði LF-ZC og LF-ZL eru hugmyndabílar og brautryðjendur sem skora viðteknar venjur á hólm með háþróaðri hönnun, sparneytni og afköstum. Þar sem þeir eru báðir vel búnir nýjungum og hátæknilausnum eru þeir verðugir fulltrúar hugmynda um framtíðarbíla og endurspegla markmið Lexus að bæta fjölda rafbíla í vörulínu Lexus.  

NÝ EININGASKIPT BYGGING

Ný kynslóð Lexus-rafbíla verður búin nýrri einingaskiptri byggingu sem skiptir yfirbyggingu bílsins í þrjá hluta: framhluta, miðhluta og afturhluta. Það er gert með gígasteypingu, ferli sem býður upp á aukið frelsi við mótun bílhluta. Síðan eykur samþætting hluta stífleika og stuðlar að línulegri og eðlilegri hreyfistjórnun.

Rafhlöðunni er komið fyrir í miðhlutanum til að tryggja að hún hafi engin byggingarleg áhrif á fram- og afturhlutann. Einnig býður þetta upp á einfalda samþættingu við nýjungar í rafhlöðutækni, sem liðkar fyrir þróun í framtíðinni.

Í framleiðsluferlinu verður notuð sjálfvirk samsetningarlína þar sem bílar færast sjálfkrafa gegnum hvert stig framleiðsluferlisins. Bíllinn getur ekið upp á eigin spýtur með því að nota rafhlöðuna, mótorinn, hjólin og íhluti þráðlausrar endastöðvar. Með því að losna við færibönd úr framleiðslulínunni verður hægt að setja verksmiðjur upp á sveigjanlegri máta, stytta afhendingartíma úr fjöldaframleiðslu og spara fjárfestingarkostnað.