1. Nýir bílar
  2. Joy Crookes
Lexus á Íslandi
LEXUS UX

KOMDU Í SKEMMTIFERÐ MEÐ JOY CROOKES

  • Breska söngkonan og lagahöfundurinn Joy Crookes hefur verið kynnt sem nýjasti sendiherra Lexus UX
  • Með herferðinni hefst kynning á nýja, netta UX sportjeppanum sem hefur verið meðal vinsælustu bíla Lexus í Evrópu
  • Smellurinn „Feet Don’t Fail Me Now“ úr smiðju Joy hljómar undir sjónvarpsauglýsingunni
  • Herferðinni, sem nær til allrar Evrópu, var hleypt af stokkunum í september 2022

 

Lexus kynnir herferð fyrir nýjan UX. Það er tónlistarkona Joy Crookes sem verður andlit og rödd herferðarinnar en hún hefur verið tilnefnd til bæði BRIT- og Mercury-verðlauna.

Samstarfið markar upphafið að nýrri markaðsstefnu vörumerkisins til að ná til yngri og fjölbreyttari hóps sem notar samfélagsmiðla hvað mest. Crookes er táknmynd hins nýja Lexus-notanda, sendiherra sem setur ný viðmið hvað varðar lúxus og stíl.

Joy er ekki aðeins hæfileikarík á sínu sviði heldur er djarfur stíll hennar úthugsuð blanda menningar og tímabila undir sterkum áhrifum frá æskustöðvum hennar í suðurhluta London, þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum. Útkoman er meðvituð og kraftmikil fegurð sem skín í gegnum allt sem hún skapar. Þannig er hún sífellt að ögra ríkjandi fagurfræði á sama tíma og hún heldur fast í ræturnar. Crookes leggur einnig áherslu á að vekja athygli á málefnum sem standa henni nærri, þar á meðal sjálfbærni. Hún talar fyrir því að komandi kynslóðir þurfi að hafa aðgang að náttúrunni, sama hvaðan fólkið kemur. 

Nýja herferðin fagnar hugmyndinni um „orkuna sem kveikir í þér“ og þar má sjá Joy nýta UX til uppfylla æskudrauminn um að verða heimsþekkt tónlistarkona. Bíllinn endurspeglar sköpunarkraft Joy og hraðann í lífi hennar og hvernig hún beislar ástríðuna og orkuna sem hvetja hana sífellt áfram.

Efnið sem var framleitt með Joy er margbreytilegt hvað varðar sköpun en rauði þráðurinn í frásögninni er að UX komi henni alltaf þangað sem hún þarf að fara í leik og starfi. Fjórar stuttmyndir koma þessum skilaboðum á framfæri: áhorfendum er boðið með í spennandi ferðalag með Joy og fyrsti áfangastaðurinn er ströndin. Aðrar klippur fylgja Joy í gegnum iðandi stórborg þar sem áhersla er lögð á fyrsta flokks tækni UX og óviðjafnanlega akstursupplifun. Bíllinn er hannaður með „sífellda þróun“ í huga og Joy sést njóta þess að aka um borgina í Lexus UX þar sem hún notar margmiðlunartækni Lexus Premium-leiðsögukerfisins með „Hey Lexus“ raddaðstoð og skýjauppfærslum til að spila einkennislag herferðarinnar „Feet Don’t Fail Me Now“.

Með endurbættri samþættingu við snjallsíma í UX birtast forrit á nýjum og stærri 12,3” HD eða 8” snertiskjáum sem eru nú staðsettir nær ökumanninum til að auðveldara sé að nota þá. Lexus Link appið* (*væntanlegt fyrir íslenskan markað) fyrir tengda þjónustu gerir akstursupplifunina síðan enn betri með snjalleiginleikum á borð við fjarstýrða loftkælingu og fjarlæsingu/-opnun. Herferðin nýtir einnig stóran og fjölbreyttan hóp fylgjenda Joy á samfélagsmiðlum með spennandi efni fyrir Instagram og TikTok. Enn eitt tækifærið til að ná til breiðari hóps sem lifir og hrærist á samfélagsmiðlum.

Aðrir lykileiginleikar og uppfærslur í Lexus UX eru meðal annars tilkoma nýrrar F Sport-útfærslu með sportlegri hönnun ytra byrðis, AVS-fjöðrun og styrktarstöngum að framan og aftan sem eru staðalbúnaður í nýja UX F SPORT. Nýr litur að utan, val um tvo liti og ýmsar útfærslur á áklæði í innanrými skapa sérsniðna upplifun fyrir þau sem kunna að meta heimsþekkta Omotenashi-hugmyndafræði Lexus.

Endurbætur á Lexus Safety System+ í UX skila sér í aukinni virkni árekstrarviðvörunarkerfisins með beygjuaðstoð fyrir gatnamót, sem eykur öryggi við hægri- og vinstribeygjur þvert á umferð, og neyðarstýrisaðstoð sem hjálpar ökumanninum að forðast hindranir án þess að fara út af akreininni.

Joy Crookes: „Allt skapandi starf færir mér orku og innblástur. Vinnan við nýju UX-herferðina hefur veitt mér innsýn í áherslu Lexus á handverk og sköpun. Líkt og viðskiptavinir Lexus reyni ég sífellt að koma tjáningu minni á framfæri. Ég bý svo vel að geta tjáð mig í gegnum tónlist, tísku og list og er afar þakklát Lexus fyrir að gefa mér nýjan vettvang til að gera einmitt það.“

Pascal Ruch, aðstoðarforstjóri og yfirmaður Lexus í Evrópu: „Joy deilir ástríðu Lexus fyrir sköpunargleði, hönnun og sjálfbærni. Hún er með einstakan stíl og sterkan persónuleika sem gerir hana að fullkomnum sendiherra fyrir nýjan Lexus UX“.

Frekari upplýsingar er að finna á: https://www.lexus.eu/car-models/ux/all-new-ux/

Fréttatilkynningu um heimsfrumsýninguna má finna á: https://newsroom.lexus.eu/lexus-ux-upgrades-deliver-new-tech-improved-handling-and-more-choice/

 

#Lexus     #LexusUX     #LexusXJoyCrookes    #ExperienceAmazing