LEXUS RZ 450e MYNDASAFN
RAFMAGNAÐUR AÐ UTAN SEM INNAN
Skoðaðu spennandi nýja hönnun og framúrskarandi eiginleika RZ 450e betur.
Í apríl 2022 kynnti Lexus fyrsta rafbílinn sinn fyrir alþjóðamarkað. Nýr Lexus RZ 450e einkennist af einstakri Lexus hönnun og akstursupplifun með framsækinni rafmagnstækni.
One Motion Grip-kerfið*, sem er nýjung í Lexus, og háþróað stýri tengja ökumann og bíl á einstakan hátt. Með þessari tengingu aukast gæði og flutningshraði mikilvægra akstursupplýsinga. One Motion Grip skilar mikilli lipurð og öflugum afköstum í gegnum nákvæma tölvugreiningu og útilokar óþarfa titring frá hjólbörðum og hemlum.
*One Motion Grip verður í boði á fyrri hluta árs 2024
LEXUS RZ 450e MYNDASAFN
Skoðaðu spennandi nýja hönnun og framúrskarandi eiginleika RZ 450e betur.
Lýsing í innanrýminu gerir akstursupplifunina enn betri. Val er um fjölda lita sem tákna tilfinningarnar sem vakna þegar falleg náttúrufyrirbrigði eru skoðuð. In-ei lýsingin, sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, breytir því hvernig ljósið skín á skraut hurðarklæðningarinnar þegar dyrnar eru opnaðar og þeim lokað, sem gefur innanrýminu spennandi yfirbragð.
*One Motion Grip verður í boði á fyrri hluta árs 2024
„RZ var hannaður með það að markmiði að búa til einstakan Lexus rafbíl sem er öruggur, þægilegur og spennandi að aka.“
TAKASHI WATANABE, YFIRVERKFRÆÐINGUR, LEXUS ELECTRIFIED LEXUS INTERNATIONAL