1. Nýir bílar
  2. RZ World Premiere
Lexus á Íslandi
AKSTURINN SKIPTIR ÖLLU MÁLI

HEIMSFRUMSÝNING Á LEXUS RZ 450e

Í apríl 2022 kynnti Lexus fyrsta rafbílinn sinn fyrir alþjóðamarkað. Nýr Lexus RZ 450e einkennist af einstakri Lexus hönnun og akstursupplifun með framsækinni rafmagnstækni.

LEXUS RZ 450e

NÝ TEGUND AKSTURS

Frábær afkastageta RZ næst meðal annars með staðsetning rafhlöðu og mótors sem tryggir bestu mögulegu þyngdardreifingu og viðbragð. Hugmyndafræðin kallast „The Natural“ og er byggð á DIRECT4-aldrifskerfi sem stjórnar akstursátaki að framan og aftan í samræmi við aksturslag og ástand vegar. Kerfið býður upp á aksturseiginleika þar sem bíllinn bregst tafarlaust við skipunum ökumanns og færir þannig hinn einstaka Lexus akstur á næsta stig.
LEXUS RZ 450e

FRAMÚRSKARANDI STJÓRN

Fiðrildalaga gripstýrið (One Motion Grip-kerfið)*, sem er nýjung í Lexus, og háþróað stýri tengja ökumann og bíl á einstakan hátt. Með þessari tengingu aukast gæði og flutningshraði mikilvægra akstursupplýsinga. Gripstýrið skilar mikilli lipurð og öflugum afköstum í gegnum nákvæma tölvugreiningu og útilokar óþarfa titring frá hjólbörðum og hemlum.

*Hönnun fiðrildalaga gripstýrisins er ekki lokið. Væntanleg kynning frá og með 2025.

LEXUS RZ 450e

ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFINN AKSTUR

Fyrsta aldrifskerfi Lexus (DIRECT4-aldrifskerfið) og nýr, aflmikill eAxle-mótor stjórna akstursátaki hjólanna fjögurra af mikilli nákvæmi. Kerfið vinnur út frá snertingu bílsins við jörðu óháð undirlagi og akstursskilyrðum til að skila spennandi akstursupplifun á grunni stjórnskipana frá ökumanni.  Mikilvægar upplýsingar á borð við hraða í beygju og beygjuhorn eru nýttar til að fínstilla dreifingu akstursátaks og tryggja framúrskarandi stöðugleika.
LEXUS RZ 450e

SÉRHANNAÐ BYGGINGARLAG

RZ 450e er byggður á grunni fyrsta byggingalags Lexus sem er sérstaklega fyrir rafbíla (heildrænt byggingarlag Toyota fyrir rafbíla) til að efla afköst bílsins og skila óviðjafnanlegri akstursánægju. Byggingarlagið tryggir mikinn stöðugleika og þægindi í akstri þar sem rafhlaðan er undir gólfi bílsins, auk þess að tryggja lága þyngdarmiðju og tregðuvægi. 

LEXUS RZ 450e MYNDASAFN

RAFMAGNAÐUR AÐ UTAN SEM INNAN

Skoðaðu spennandi nýja hönnun og framúrskarandi eiginleika RZ 450e betur.

LEXUS RZ 450e

NÝ KYNSLÓÐ HÖNNUNAR

Hugmyndin á bak við hönnunina leggur áherslu á hnökralausa hröðun og tog sem er aðeins að finna í rafbílum. Þegar bensínvélin er ekki lengur til staðar breytast kröfur um hlutverk framhlutans. Þetta veitti Lexus innblástur til að skapa nýtt einkennandi útlit með „snældulaga“ yfirbyggingu. Innanrýmið er lýsandi fyrir kraftmikinn rafbílinn, snyrtilegt og lipurt. Rýmið ber með sér yfirbragð fágunar og vandvirkni, jafnvel þótt áhersla sé á notagildi þess.
LEXUS RZ 450e

EINSTAKUR HLJÓÐHEIMUR

Hljóð í farþegarýminu eru hluti af akstursupplifuninni þar sem þau mynda tengingu á milli bíls og ökumanns. Verkfræðingar aðlöguðu tíðni hljóða að hraða og hljóðstigi bílsins við aðgerðir sem krefjast afls, til dæmis hröðun. Tónn og hljómburðareiginleikar aflrásarinnar voru aðlagaðir til að gera þá þægilegri. Reynt er að hafa sem minnstan hávaða til að auka þægindi í farþegarými.
LEXUS RZ 450e

ÞÆGINDI OG FÁGUN

Farþegarými RZ einkennist af Omotenashi hugmyndafræðinni – mínímalískt en þó rúmgott lúxusrými. Línur sem flæða frá vélarhlífinni að hurðunum falla inn í lágt mælaborðið og einföld hurðarklæðning og stokkur skapa snyrtilegt og rúmgott yfirbragð. Með hreinu, nútímalegu rými og einföldum flötum með áherslu á áferð fæst notalegt og opið andrúmsloft. Mikið hjólhaf tryggir gott pláss í aftursætum og ríflegt höfuðrými fyrir farþegana gerir að verkum að rýmið virðist enn meira. Hægt er að fá bílinn með glerþaki sem gefur enn betri tilfinningu fyrir miklu rými.
LEXUS RZ 450e

ÞÆGILEGT ANDRÚMSLOFT

Lýsing í innanrýminu gerir akstursupplifunina enn betri. Val er um fjölda lita sem tákna tilfinningarnar sem vakna þegar falleg náttúrufyrirbrigði eru skoðuð. In-ei lýsingin, sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, breytir því hvernig ljósið skín á skraut hurðarklæðningarinnar þegar dyrnar eru opnaðar og þeim lokað, sem gefur innanrýminu spennandi yfirbragð.
LEXUS RZ 450e

LITAVAL

Í boði eru sex litir að utan sem kallast á við lipra aksturseiginleika rafbílanna, Koparlitaður er nýjasti sanseraði liturinn frá Lexus. Hægt er að fá tvílita útfærslu þar sem svartur litur rennur frá framhluta snældulaga yfirbyggingarinnar að efri hluta vélarhlífar og upp á þakið. Útlitið einkennist af nútímalegu yfirbragði sem leggur áherslu á snældulaga yfirbyggingu RZ.

„RZ var hannaður með það að markmiði að búa til einstakan Lexus rafbíl sem er öruggur, þægilegur og spennandi að aka.“ 


TAKASHI WATANABE, YFIRVERKFRÆÐINGUR, LEXUS ELECTRIFIED LEXUS INTERNATIONAL

LEXUS RZ 450e

ENGAR ÁHÆTTUR TEKNAR

RZ er búinn nýjasta Lexus Safety System + þar sem Lexus leggur áherslu á að þróa framúrskarandi öryggistækni og koma henni í fleiri bíla hraðar. Aksturinn verður enn öruggari með fyrirbyggjandi akstursaðstoð og fínstillingu stjórntækja á grunni upplýsinga frá ökumannsskynjara. Meðal eiginleika er árekstrarviðvörunarkerfi sem greinir hvort ökumaður horfir til hliðar eða sofnar við stýrið og gefur strax viðvörun.
LEXUS RZ 450e

NÝJASTA TÆKNI

Miðjuskjárinn er með stóran snertiskjá og margar aðgerðir eru felldar inn í rofana á skjánum. Stærð, lögun, röðun og upplýsingar á rofunum eru úthugsuð til að gera notkun þeirra einfalda, auk þess sem tillit var tekið til tíðni notkunar fyrir hverja aðgerð.
LEXUS RZ 450e

GERÐUR FYRIR SNJALLTENGINGU

Með þráðlausum uppfærslum er boðið upp á stöðugar uppfærslur í nýjasta hugbúnaðinn. Jafnvel eftir kaupin er nýjum eiginleikum bætt við til að auka afkastagetu bílsins og gera hann öruggari með nýjustu akstursaðstoðartækni. Hægt er að nota snjallsíma sem stafrænan lykil fyrir bíla með þennan eiginleika. Með snjallsímanum má læsa/opna dyr og setja vélina í gang án þess að nota skjáinn. Einn snjallsími getur stjórnað mörgum bílum ef þeir eru skráðir á sama stafræna lykilinn.
*Eiginleikar eru mismunandi eftir markaðssvæðum.
LEXUS RZ 450e

ÖRYGGI Í ÖLLUM FERÐUM

Bíllinn er búinn öflugum rafhlöðum og hálfleiðaraeiningum úr kísilkarbíði í áriðli, auk þess sem hann er búinn tækni sem vinnur gegn rafmagnstapi. Þetta skilar sér í 400 km áætluðu drægi. Hröð hleðsla uppfyllir þarfir viðskiptavina um allan heim. Með upphitunarkerfi RZ fyrir rafhlöður tekur stuttan tíma að hlaða rafhlöðurnar, jafnvel að vetrarlagi og þar sem kaldara er í veðri. Með endurbættri rafhlöðutækni fæst framúrskarandi rafhlöðuending (90% hleðslugeta eða meira eftir 10 ár) sem gerir viðskiptavinum kleift að aka af öryggi í langan tíma.