1. Eigendur
 2. Connected Services
 3. Lexus Link App
 4. terms of use
Lexus á Íslandi

YFIRLIT YFIR TENGDAR ÞJÓNUSTUR

 

FINNA BÍLINN MINN

Í Lexus Link+ appinu (eða á Mínum síðum) geturðu séð hvar Lexus-bíllinn þinn var síðast staðsettur. Staðsetningin er sótt í samræmi við landfræðilega staðsetningu bílsins þegar vél bílsins var stöðvuð síðast eða út frá virkri staðsetningu, allt eftir gerð bílsins.

Þú getur séð á korti hvar bílnum var lagt ásamt heimilisfangi (ef það er tiltækt) og tímasetninguna þegar bílnum var lagt. Þú getur virkjað leiðsögn sem vísar þér að Lexus-bílnum (séð leiðina, fjarlægð og göngutíma að bílnum) á Þínum síðum eða í öðrum forritum (t.d. Apple Maps, Google Map so.s.frv.).

Ef Lexus-bíllinn þinn er með búnað sem heimilar aðgang og notkun á netþjónustu, er staðsetning bílsins reglulega send á meðan akstri stendur sem gerir þér kleift að deila rauntímastaðsetningu bílsins með öðrum. Ef þú kýst að deila rauntímastaðsetningu geturðu valið þá tengiliði sem þú vilt deila staðsetningunni með og hversu lengi henni verður deilt. Auðkenni þitt á samfélagsmiðlum kann að vera notað til að virkja þennan eiginleika.

 

DEILA Í BÍL

Ef Lexus-bíllinn þinn er búinn tengdu leiðsögukerfi geturðu hannað ferðina eftir eigin hentisemi í Lexus Link+ appinu og sent hana síðan í bílinn. Þú getur valið áætlaðan brottfarartíma eða æskilegan komutíma. Útreikningur á leiðum mun áætla líklegar umferðaraðstæður á þeim tíma og gefa upp ferðatíma í samræmi við það. Þú getur skoðað ferðir sem þú hefur sent, breytt þeim og sent svo aftur í bílinn. Þú getur bætt áhugaverðum stöðum að eigin vali við leið þína á áfangastaðinn. Frekari upplýsingar um tengingu og notkun leiðsögukerfisins má finna í notendahandbók Lexus-bílsins eða á Þínum síðum.

 

FRÁ BÍL AÐ ÁFANGASTAÐ

Ef Lexus-bíllinn þinn er búinn tengdu leiðsögukerfi mun Lexus Link+ bjóða þér upp á leiðsögn á áfangastaðinn sem þú stilltir í leiðsögukerfinu í bílnum þegar þú yfirgefur bílinn. Þjónustan byggir á muninum á milli staðsetningu áfangastaðarins og staðsetningu Lexus-bílsins eftir að honum er lagt. Með öðrum orðum, ef þú gast ekki lagt Lexus-bílnum nálægt áfangastaðnum sem þú valdir í leiðsögukerfinu getur leiðsögnin haldið áfram í Lexus Link+ appinu þar til þú kemst á endanlegan áfangastað (t.d. fótgangandi). Þú getur valið að halda leiðsögninni áfram í öðru appi í símanum. Við munum vinna úr upplýsingum um staðsetningu endanlegs áfangastaðar og staðsetningu Lexus-bílsins (þar sem honum er lagt). Frekari upplýsingar um tengingu og notkun leiðsögukerfisins má finna í notendahandbók Lexus-bílsins eða á Þínum síðum.

 

AKSTURSGREINING

Í Lexus Link+ appinu (eða á Þínum síðum) getur þú nálgast upplýsingar um aksturslag þitt sem byggja á landfræðilegum staðsetningum, stefnu- og þyngdarkraftsnemum, kílómetrafjölda og eldsneytisnotkun. Hægt er að sjá þessar upplýsingar fyrir hverja ferð. Þú getur merkt stakar ferðir sem annaðhvort „persónulegar“ eða „viðskiptatengdar“ og útbúið skýrslu yfir tilvik á borð við nauðhemlun og mikla hröðun, ásamt upplýsingum um tíma og staðsetningu slíkra tilvika.

 

ÁMINNINGAR UM VIÐHALD OG ÞJÓNUSTU

Við látum þig vita þegar þörf er á viðhaldi eða þjónustu í samræmi við ekna kílómetra Lexus-bílsins. Þessar áminningar eru áætlaðar í því landi sem þú ert áskrifandi að þjónustunni og tíðni þeirra og/eða nákvæmni kann að vera breytileg. Þegar þú færð áminningu geturðu pantað tíma hjá viðurkenndum þjónustuaðila að eigin vali. Við mælum með að þú tilgreinir þann viðurkennda þjónustuaðila sem þú kýst að eiga í viðskiptum við á Þínum síðum. Ef þú missir af fyrstu áminningunni munum við að senda þér aðra áminningu.

Þú berð áfram ábyrgð á að áskildu viðhaldi og þjónustu við Lexus-bílinn þinn sé sinnt með reglulegu millibili. Þrátt fyrir að við veitum þessa þjónustu og sendum þér viðeigandi áminningar er ábyrgðin í þínum höndum.

 

 

ÁREKSTURSAÐSTOÐ

Framboð þessarar þjónustu veltur á gerð tengda tækisins í Lexus-bílnum þínum. Ef þessi þjónusta er ekki í boði fyrir Lexus-bílinn þinn munu ákveðnir skynjarar fyrir tengda tækið fylgjast með höggum á Lexus-bílinn. Ef högg fer yfir skilgreindan alvarleikaþröskuld fáum við tilkynningu. Slíkum „árekstrartengdum“ upplýsingum kann að vera deilt með fyrirtæki sem sér um vegaaðstoð Lexus (RSA) á þínu svæði. Fyrirtækið kann að hafa samband við þig í kjölfarið til að bjóða fram aðstoð í samræmi við upplýsingar um alvarleika sem koma fram í árekstrargögnum og reglum fyrirtækisins. Vegaaðstoðin notar persónuupplýsingar sem koma fram á Þínum síðum til að hafa samband við þig. Eftir því hverjar staðbundnar reglur vegaaðstoðarinnar eru, verður hugsanlega haft samband við neyðartengiliði (ef einhverjir eru) sem gefnir eru upp á Þínum síðum. Ef vegaaðstoðin nær ekki í þig (t.d. ef þú ert ekki fær um að svara) eða neyðartengiliði þína verður hugsanlega haft samband við neyðarviðbragðsaðila eða lögreglu í samræmi við reglur vegaaðstoðarinnar og alvarleika árekstursins. Þú og neyðartengiliðir þínir getið ávallt valið að þiggja eða hafna þeirri aðstoð sem vegaaðstoðin býður fram.

Við ábyrgjumst ekki tiltækileika eða gæði neyðarþjónustu sem við kunnum að veita þér. Hvorki vegaaðstoðin né Toyota Motor Europe (TME) eða Toyota á Íslandi bera ábyrgð á því ef ekki er haft samband við neyðarviðbragðsaðila eða lögreglu, né á hugsanlegum töfum á því að það sé gert.

Hafðu í huga að ef þú virkjar „persónuverndarstillinguna“ í Lexus Link+ appinu og/eða á Þínum síðum (þ.e. þú kemur í veg fyrir að við notum landfræðilega staðsetningu Lexus-bílsins þíns), munum við ekki geta staðsett bílinn þinn ef árekstur verður og getum því ekki boðið upp á þessa þjónustu (sjá notkunar- og persónuverndarskilmála tengdrar þjónustu fyrir frekari upplýsingar um persónuverndarstillinguna).

Við tilteknar aðstæður virkjast áskildi neyðarsímtalaeiginleikinn: Hafðu í huga að Lexus-bíllinn þinn mun sjálfkrafa láta neyðarþjónustu í þínu landi vita hvar bíllinn þinn er ef árekstur veldur því að loftpúðar springa. Þetta er í samræmi við reglugerð ESB um „eCall“ (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2015/758 frá 29. apríl 2015) eða samsvarandi reglugerð fyrir staði utan Evrópusambandsins, þar sem við á.

 

VIÐVÖRUNARLJÓS

Lexus Link+ appið kann að senda þér tiltekin viðvörunarmerki sem birtast í Lexus-bílnum, allt eftir tegund tengda tækisins sem Lexus-bílinn þinn er útbúinn. Þessi viðvörunarmerki endurspegla viðvörunarljósin sem birtast á mælaborði Lexus-bílsins en koma ekki í stað þeirra. Sem ökumaður berð þú ávallt ábyrgð á því að bregðast við viðvörunarljósum sem birtast í Lexus-bílnum þínum.

Þessi viðvörunarmerki verða áframsend til þjónustuaðila Lexus til að veita þér þjónustu og aðstoð ef þörf er á viðgerð. Með samþykkinu sem þú veitir Lexus og Lexus Link+ forritinu verður þér boðið að velja hvort haft sé samband við þig eða ekki. Hafðu í huga að Lexus og þjónustuaðilar Lexus geta ekki tryggt að haft verði samband við þig fyrirfram ef viðvörunarljós birtist þar sem þessi þjónusta veltur að miklu leyti á svæði þínu, framboði og umfangi. Ef viðvörunarljós birtist skal ávallt fylgja leiðbeiningunum í eigendahandbókinni fyrir sértæka leiðsögn.

 

ELDSNEYTISSTAÐA

Lexus Link+ appið mun sýna eldsneytisstöðu Lexus-bílsins, allt eftir tegund tengda tækisins sem bíllinn þinn er útbúinn. Eldsneytisstaðan er sýnd í prósentum af heildarrúmtaki geymisins. Eldsneytisstaðan byggist á nýjustu gögnum eldsneytismælisins sem Lexus-bíllinn sendi þegar drepið var á honum síðast. Það kann því að vera ósamræmi á milli eldsneytisstöðunnar sem birtist í Lexus Link+ appinu og stöðunnar sem birtist á mælaborði Lexus-bílsins. Einnig gæti ósamræmi orðið sökum umhverfisaðstæðna þar sem bílnum er lagt (t.d. umhverfishita, halla…). Ávallt skal miða við eldsneytismælinn á mælaborði bílsins. Lexus ber ekki ábyrgð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum sem birtast í Lexus Link+ appinu.

 

ÞJÁLFUN FYRIR HYBRID AKSTUR

Þessi þjónusta gerir þér kleift að fylgjast með afköstum Hybrid aksturs í Lexus Link+ appinu í samræmi við tilheyrandi mælikvarða (tími í rafknúnum akstri og einkunn fyrir Hybrid akstur).

Hægt er að sjá þessar upplýsingar fyrir hverja ferð. Hver ferð er kortlögð þannig að hægt er að sjá rafknúinn akstur sem og tilteknar aðgerðir (hröðun, hemlun og stöðugan hraða). Upplýsingarnar eru notaðar til að útbúa samhengismiðaða þjálfun til að aðstoða þig við að draga úr eldsneytisnotkun. Þú getur einnig nálgast samantekin gögn og fylgst með þróun afkasta í Hybrid akstri yfir lengri tíma á auðveldan hátt.

 

FJARTENGDIR EIGINLEIKAR

Lexus Link+ appið mun sýna rafhlöðustöðu og drægni Plug-in eða rafbílsins, allt eftir tegund tengda tækisins sem bíllinn þinn er útbúinn.

Eftirstöðvar drægni eru birtar í kílómetrum en drægnin sem birt er í bílnum kann að vera önnur. Ávallt skal miða við upplýsingar um rafhlöðustöðu sem birtar eru á mælaborði Lexus-bílsins.

Lexus ber ekki ábyrgð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum sem birtast í Lexus Link+ appinu. Þar að auki gerir þessi þjónusta þér kleift að skipuleggja hleðslulotu fyrir bílinn um fjartengingu.

Þú getur forhitað eða forkælt bílinn um fjartengingu í gegnum Lexus Link+ appið, allt eftir tegund tengda tækisins sem bíllinn þinn er útbúinn. Hugsanlegt er að þú getir einnig stillt hitastig, hafið afísingu á fram- og afturrúðu og stillt eina eða fleiri áætlanir fyrir forhitun eða forkælingu í bílnum með fjartengingu, allt eftir gerð bílsins.

 

Þegar þú notar fjarstýringarþjónustuna skaltu ganga úr skugga um að:

 • Bíllinn sé kyrrstæður og umhverfi hans öruggt. Gakktu úr skugga um að fólk eða dýr séu ekki í bílnum.
 • Ekki nota kerfið ef vélarhlífin er opin eða ef bílnum er lagt innandyra án loftræstingar.
 • Notaðu þessa þjónustu aðeins þegar það er nauðsynlegt. Taktu tillit til umhverfisins og lágmarkaðu óþarfa hávaða og loftmengun.
 • Fylgdu gildandi lögum sem gætu takmarkað notkun þessarar þjónustu á þínu svæði (til dæmis í ákveðnum sveitarfélögum og þjóðgörðum).

 

STAÐA BÍLS

Þú getur séð stöðu bílsins þíns í Lexus Link+ appinu. Lexus Link+ appið mun sýna stöðu á bílhurðum, rúðum, sóllúgu, skotti, ljósum og snjalllykli sem er skilinn eftir í bílnum, allt eftir tegund tengda tækisins sem bíllinn þinn er útbúinn.

Þú kannt að fá tilkynningu 4 mínútum eftir að þú slekkur á vélinni í bílnum. Þetta er gert til að upplýsa þig ef eitthvað er óvenjulegt varðandi stöðu bílsins (þú þarft að kveikja á tilkynningaeiginleikanum í stillingum snjallsímans). Þú kannt að fá eina eða fleiri af eftirfarandi tilkynningum:

 

 • Opnar rúður (ein eða fleiri rúður eru opnar)
 • Ólæstar hurðir (ef einhverjar hurðir eru ólæstar)
 • Opin sóllúga (ef sóllúgan er opin)
 • Kveikt á ljósum (ef kveikt er á fram- eða afturljósum)

 

LÆSING/OPNUN

Þú getur læst og opnað bílinn þinn með fjartengingu í Lexus Link+ appinu, allt eftir tegund tengda tækisins sem Lexus-bílinn þinn er útbúinn.

Hafðu í huga að þú getur ekki læst bílnum ef:

 • Einhver hurð er opin
 • Snjalllykillinn er inni í bílnum
 • Þjófavörnin er virk
 • Bílnum var læst með lykli

Í öllum þessum tilvikum er láshnappurinn óvirkur

Áður en þú læsir bílnum skaltu ganga úr skugga um að börn, viðkvæmir einstaklingar og gæludýr séu ekki læst inni í bílnum án eftirlits. Þau gætu fengið hitaslag, ofþornað eða ofkælst ef þau eru skilin eftir í heitum bíl, sem gæti leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla. Lexus ber ekki ábyrgð á eignatjóni, skemmdum eða slysum þegar bíllinn er læstur. Notandi ber alfarið ábyrgð á tjóni sem kann að verða eftir að bílnum er læst.

Þegar bíllinn er opnaður skal hafa í huga að það gæti leitt til þess að aðilar gætu komist inn í bílinn án leyfis. Lexus ber ekki ábyrgð á eignatjóni, skemmdum eða slysum þegar bíllinn er ólæstur. Notandi ber alfarið ábyrgð á tjóni sem kann að verða eftir að bíllinn er opnaður.

BÍLLINN FUNDINN

Þú gætir haft aðgang að einfaldri lausn til að finna bílinn þinn á þéttskipuðu bílastæði, allt eftir tegund tengda tækisins sem Lexus-bílinn þinn er útbúinn. Notaðu eiginleikann „Bíllinn fundinn“ og kveiktu á hættuljósunum með fjartengingu til að auðvelda þér að finna bílinn. Hættuljósin munu loga í 30 sekúndur. Eftir 30 sekúndur geturðu kveikt á þeim aftur.VIÐBÓTARÖRYGGISKERFI LEXUS


Viðbótaröryggiskerfi Lexus er aukabúnaður (valfrjáls) sem eykur öryggi bílsins gegn þjófnaði. Þú getur slökkt á kerfinu tímabundið í appinu ef þú týndir aukalyklinum eða ef rafhlaða aukalykilsins er tóm.

Þú getur einnig valið að fá tilkynningar í appinu og/eða í tölvupósti, t.d.: rafhlaða aukalykilsins er að klárast (eftir að bíllinn er ræstur og ef aukalykillinn er í bílnum, kveikt er á honum og rafhlaðan er alveg að klárast en er ekki tóm). Vélin var ræst án aukalykils (eftir að bíllinn er ræstur og aukalykillinn er ekki til staðar). Fleiri tilkynningar eru einnig í boði. Þú verður að kveikja á tilkynningum í stillingum snjallsímans.